Þegar að Diljá Mist reyndi að réttlæta stríðsglæp Ingólfur Shahin skrifar 15. október 2023 06:00 Í grein sem birtist á Vísi þann 13. október reynir Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, að réttlæta alvarlegan stríðsglæp á Gasa. Í þeirri grein telur Hallgerður Kolbrún Jónsdóttir, blaðamaður Vísis, minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins sem hafa verið drepnir í árásum Ísraela á undanförnum dögum. Í kjölfarið spyr hún Diljá Mist: Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? Ólíkt því sem flestir Íslendingar myndu telja eðlilegt, svarar Diljá Mist því ekki játandi, heldur reynir hún þvert á móti að réttlæta aftökur á saklausu fólki og segir: „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Skoðum þessa röksemdafærslu aðeins nánar og ímyndum okkur þessar aðstæður, t.d. á Íslandi. Hryðjuverkamenn fremja hræðilegt ofbeldisverk og flýja í kjölfarið inn á heimili saklausra borgara. Þeir taka fjölskyldu í gíslingu, saklaust fólk, konur og börn. Myndi það þýða, samkvæmt þessum rökum, að öll fjölskyldan væri réttdræp í hefndaraðgerðum stjórnvalda? Auðvitað ekki. Það er ekki hægt að réttlæta morð á saklausum borgurum bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir á milli þeirra. Það má því heldur ekki sprengja sjúkrahús bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir í kjallaranum. Þrátt fyrir það reynir Diljá Mist að halda öðru fram, án þess að taka tillits til alþjóðalaga. Í 33. grein Genfarsáttmálans, sem Ísland er aðili að, kemur skýrt fram að ekki megi refsa saklausum borgurum fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið. Þar segir: „Engum einstaklingi má refsa fyrir brot sem hann hefur ekki framið persónulega. Sameiginlegar refsingar og sömuleiðis allar ráðstafanir til hótunar eða hryðjuverka eru bannaðar. Rán er bannað. Hefndaraðgerðir gegn vernduðum einstaklingum og eignum þeirra eru bannaðar.“ Það er því nokkuð ljóst að árásir Ísraela á almenna borgara og heimili þeirra á Gasa er stríðsglæpur í orðsins fyllstu merkingu. Í ljósi alvarleika málsins, þar sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis reynir að réttlæta stríðsglæpi, væri eðlilegt að fara fram á að Diljá Mist Einarsdóttir segi af sér sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis og að nýr formaður, sem er betur að sér í alþjóðalögum, taki við. Höfundur er frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist á Vísi þann 13. október reynir Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, að réttlæta alvarlegan stríðsglæp á Gasa. Í þeirri grein telur Hallgerður Kolbrún Jónsdóttir, blaðamaður Vísis, minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins sem hafa verið drepnir í árásum Ísraela á undanförnum dögum. Í kjölfarið spyr hún Diljá Mist: Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? Ólíkt því sem flestir Íslendingar myndu telja eðlilegt, svarar Diljá Mist því ekki játandi, heldur reynir hún þvert á móti að réttlæta aftökur á saklausu fólki og segir: „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Skoðum þessa röksemdafærslu aðeins nánar og ímyndum okkur þessar aðstæður, t.d. á Íslandi. Hryðjuverkamenn fremja hræðilegt ofbeldisverk og flýja í kjölfarið inn á heimili saklausra borgara. Þeir taka fjölskyldu í gíslingu, saklaust fólk, konur og börn. Myndi það þýða, samkvæmt þessum rökum, að öll fjölskyldan væri réttdræp í hefndaraðgerðum stjórnvalda? Auðvitað ekki. Það er ekki hægt að réttlæta morð á saklausum borgurum bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir á milli þeirra. Það má því heldur ekki sprengja sjúkrahús bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir í kjallaranum. Þrátt fyrir það reynir Diljá Mist að halda öðru fram, án þess að taka tillits til alþjóðalaga. Í 33. grein Genfarsáttmálans, sem Ísland er aðili að, kemur skýrt fram að ekki megi refsa saklausum borgurum fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið. Þar segir: „Engum einstaklingi má refsa fyrir brot sem hann hefur ekki framið persónulega. Sameiginlegar refsingar og sömuleiðis allar ráðstafanir til hótunar eða hryðjuverka eru bannaðar. Rán er bannað. Hefndaraðgerðir gegn vernduðum einstaklingum og eignum þeirra eru bannaðar.“ Það er því nokkuð ljóst að árásir Ísraela á almenna borgara og heimili þeirra á Gasa er stríðsglæpur í orðsins fyllstu merkingu. Í ljósi alvarleika málsins, þar sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis reynir að réttlæta stríðsglæpi, væri eðlilegt að fara fram á að Diljá Mist Einarsdóttir segi af sér sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis og að nýr formaður, sem er betur að sér í alþjóðalögum, taki við. Höfundur er frumkvöðull.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun