Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 17. október 2023 13:31 Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Það er ekkert einkamál bænda að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar. Fæðuöryggi þjóðarinnar er sameiginlegt verkefni stjórnvalda og bænda. Vel rekin bú berjast í bökkunum vegna fjárhagsvanda. Hækkun stýrivaxta ásamt ófyrirséðum stökkbreytingum í verði á aðföngum síðustu ára hafa eðli málsins samkvæmt gríðarleg áhrif á rekstur búa. Hækkun afborgana vegna hækkunar stýrivaxta nemur allt að 5,8 milljörðum hjá kúabúum, nautakjötsframleiðendum, sauðfjárbúum og í garðyrkju. Á sama tíma hafa bændur undirgengist ýmist strangt regluverk um velferð búfjár, mikilvægt regluverk sem kostað hafa miklar fjárfestingar á síðustu árum. Því miður er staða bænda á Íslandi nú svo grafalvarleg að fjöldagjaldþrot blasir við greininni verið ekkert að gert. Það sér hver í hendi sér að íslenskur landbúnaður getur ekki ofan í allt annað tekið á sig þessar hækkanir, stjórnvöld verða að bregðast við án tafar. Betri lán í gegnum Byggðastofnun Til að reka bú í dag þarf að fara í gríðarmikla fjárfestingar, fjárfestingar sem eru í engum takti við veltu búa. Í núverandi stöðu eru bændur að ganga á eignir til þess að geta staðið við rekstrarlegar skuldbindingar. Sá sem hér skrifar telur mikilvægt að við finnum leiðir til þess að hægt sé að byggja afkomu sína á matvælaframleiðslu, við verðum að bæta starfsskilyrði bænda. Rétta leiðin er ekki sú sem lagt er upp með í dag, það er, að eignast húseignir, bústofn, jarðnæði og land á 20 árum. Það er ekki raunhæft að ætla bændum að greiða niður nokkur hundruð milljón króna fjárfestingar á aðeins 20 árum og það er engin skynsemi í því. Við þurfum aðrar leiðir, að mínu mati ætti að veita bændum lán í gegnum Byggðastofnun á lágum vöxtum til lengri tíma, í anda gömlu stofnlánadeildarinnar. Svo það sé mögulegt þarf að stórauka fjármagn til Byggðastofnunar. Það er aðgerð sem myndi skila sér aftur til þjóðarinnar, ekki bara fyrir bændur heldur einnig sem liður í fæðuöryggi þjóðar. Markmiðið með þessum aðgerðum væri ekki að hækka vöruverð til neytenda heldur að tryggja að hér verði öflug matvælaframleiðsla í framtíðinni. Hlutdeildarlán fyrir nýliða Þá er nýliðun orðið „orð“ sem maður heyrir allt of sjaldan. Það að gerast bóndi í dag er ekki aðlaðandi verkefni. Það er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk að takast á við allar þær skyldur sem fylgja því að vera í búskap og þurfa síðan auk þess fyrir utan hefðbundinn vinnudag að fara í aðra vinnu til þess eins að geta framfleytt fjölskyldu sinni. Það að fara út í jarðarkaup í dag með öllu tilheyrandi er á fárra færi, undirritaður telur að skoða þurfi af fullri alvöru möguleika á að útfæra hlutdeildarlán til nýliðunar bænda. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru hlutdeildarlán úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga og er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. Í þeim tilvikum veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir allt að 20% kaupverðs. Að mínu mati mætti útfæra lán til bænda með þeim hætti að stjórnvöld legði til 25-30% af kaupverði jarða og líkt og er með hlutdeildarlán til fasteignakaupa endurgreiði stjórnvöld sinn hlut að lánstíma loknum eða ef kæmi til sölu. Í rauninni er þetta eina leiðin sem er fær ef við viljum í alvöru tryggja nýliðun innan bændastéttarinnar. Það er verk að vinna Bændur á Íslandi framleiða með heilnæmustu matvörum í heiminum, það segir sig sjálft að það er mun kostnaðarsamara en að framleiða matvöru með aðstoð aukaefna líkt og gert er víða erlendis. Bændur vilja halda áfram að framleiða gæða landbúnaðarvörur, þar sem velferð búfjár, umhverfismál og loftslagsmál eru í fyrirrúmi. Svo að það sé og verði mögulegt áfram verðum við að bregðast við þeirri stöðu sem er nú uppi með ýmsum nýjum ráðum og afkoman verður að batna. Þá verður að tryggja að tollverndin haldi, því kerfið er hriplekt eins og það er í dag. Við verðum að tryggja að skipulag Íslands sem matvælaframleiðslulands verði forgangsmál hjá stjórnvöldum. En fyrsta verkefnið er að setjast niður með bændum og fara yfir stöðuna, hvað er til ráða, því að ef ekkert verður að gert þá mun fara illa og við eigum eftir að sjá á eftir þeirri matvælaframleiðslu sem við stundum í dag. Höfundur er þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Byggðamál Alþingi Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Það er ekkert einkamál bænda að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar. Fæðuöryggi þjóðarinnar er sameiginlegt verkefni stjórnvalda og bænda. Vel rekin bú berjast í bökkunum vegna fjárhagsvanda. Hækkun stýrivaxta ásamt ófyrirséðum stökkbreytingum í verði á aðföngum síðustu ára hafa eðli málsins samkvæmt gríðarleg áhrif á rekstur búa. Hækkun afborgana vegna hækkunar stýrivaxta nemur allt að 5,8 milljörðum hjá kúabúum, nautakjötsframleiðendum, sauðfjárbúum og í garðyrkju. Á sama tíma hafa bændur undirgengist ýmist strangt regluverk um velferð búfjár, mikilvægt regluverk sem kostað hafa miklar fjárfestingar á síðustu árum. Því miður er staða bænda á Íslandi nú svo grafalvarleg að fjöldagjaldþrot blasir við greininni verið ekkert að gert. Það sér hver í hendi sér að íslenskur landbúnaður getur ekki ofan í allt annað tekið á sig þessar hækkanir, stjórnvöld verða að bregðast við án tafar. Betri lán í gegnum Byggðastofnun Til að reka bú í dag þarf að fara í gríðarmikla fjárfestingar, fjárfestingar sem eru í engum takti við veltu búa. Í núverandi stöðu eru bændur að ganga á eignir til þess að geta staðið við rekstrarlegar skuldbindingar. Sá sem hér skrifar telur mikilvægt að við finnum leiðir til þess að hægt sé að byggja afkomu sína á matvælaframleiðslu, við verðum að bæta starfsskilyrði bænda. Rétta leiðin er ekki sú sem lagt er upp með í dag, það er, að eignast húseignir, bústofn, jarðnæði og land á 20 árum. Það er ekki raunhæft að ætla bændum að greiða niður nokkur hundruð milljón króna fjárfestingar á aðeins 20 árum og það er engin skynsemi í því. Við þurfum aðrar leiðir, að mínu mati ætti að veita bændum lán í gegnum Byggðastofnun á lágum vöxtum til lengri tíma, í anda gömlu stofnlánadeildarinnar. Svo það sé mögulegt þarf að stórauka fjármagn til Byggðastofnunar. Það er aðgerð sem myndi skila sér aftur til þjóðarinnar, ekki bara fyrir bændur heldur einnig sem liður í fæðuöryggi þjóðar. Markmiðið með þessum aðgerðum væri ekki að hækka vöruverð til neytenda heldur að tryggja að hér verði öflug matvælaframleiðsla í framtíðinni. Hlutdeildarlán fyrir nýliða Þá er nýliðun orðið „orð“ sem maður heyrir allt of sjaldan. Það að gerast bóndi í dag er ekki aðlaðandi verkefni. Það er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk að takast á við allar þær skyldur sem fylgja því að vera í búskap og þurfa síðan auk þess fyrir utan hefðbundinn vinnudag að fara í aðra vinnu til þess eins að geta framfleytt fjölskyldu sinni. Það að fara út í jarðarkaup í dag með öllu tilheyrandi er á fárra færi, undirritaður telur að skoða þurfi af fullri alvöru möguleika á að útfæra hlutdeildarlán til nýliðunar bænda. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru hlutdeildarlán úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga og er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. Í þeim tilvikum veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir allt að 20% kaupverðs. Að mínu mati mætti útfæra lán til bænda með þeim hætti að stjórnvöld legði til 25-30% af kaupverði jarða og líkt og er með hlutdeildarlán til fasteignakaupa endurgreiði stjórnvöld sinn hlut að lánstíma loknum eða ef kæmi til sölu. Í rauninni er þetta eina leiðin sem er fær ef við viljum í alvöru tryggja nýliðun innan bændastéttarinnar. Það er verk að vinna Bændur á Íslandi framleiða með heilnæmustu matvörum í heiminum, það segir sig sjálft að það er mun kostnaðarsamara en að framleiða matvöru með aðstoð aukaefna líkt og gert er víða erlendis. Bændur vilja halda áfram að framleiða gæða landbúnaðarvörur, þar sem velferð búfjár, umhverfismál og loftslagsmál eru í fyrirrúmi. Svo að það sé og verði mögulegt áfram verðum við að bregðast við þeirri stöðu sem er nú uppi með ýmsum nýjum ráðum og afkoman verður að batna. Þá verður að tryggja að tollverndin haldi, því kerfið er hriplekt eins og það er í dag. Við verðum að tryggja að skipulag Íslands sem matvælaframleiðslulands verði forgangsmál hjá stjórnvöldum. En fyrsta verkefnið er að setjast niður með bændum og fara yfir stöðuna, hvað er til ráða, því að ef ekkert verður að gert þá mun fara illa og við eigum eftir að sjá á eftir þeirri matvælaframleiðslu sem við stundum í dag. Höfundur er þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar