Skvettu stíflueyði á andlit tólf ára barns á skólalóð í Reykjavík Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 18:42 Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður segir um alvarlega árás hafa verið að ræða. Vísir/Arnar Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að strákar köstuðu ætandi efnum í andlit hennar. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli elta hegðun sem þau sjá á netinu. Stúlkan var að leika sér á skólalóð nærri heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar hún hitti þar stráka sem hún þekkti. „Drengurinn hendir sem sé framan í hana stíflueyði. Þessi ákveðni hópur hafði verið að kaupa þennan stíflueyði sem þeir blanda saman við vatn og búa til svona sprengju einhvers konar en í þessu tilfelli var ekki þessari sprengju hent framan í andlitið á henni heldur eingöngu duftinu sem þeir voru með í poka.“ Stíflueyðirinn sem strákarnir voru að nota var í duftformi. Hún segir stúlkuna strax hafa leitað sér aðstoðar. „Hún fer í næsta hús þarna við þar sem að árásin átti sér stað og mér skilst að fólkið þar hafi brugðist hárrétt við og hellt sem sagt mjólk í augun á henni og vatni þannig að þau skoluðu þetta strax úr. Mér skilst að það hafi í rauninni bjargað sjóninni hennar. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál þegar svona er. Auðvitað veit maður ekki hversu mikið þeir gera sér grein fyrir því.“ Stúlkan er með brunasár í andliti en hlaut ekki varanlegan skaða af. Svo virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus og segir Guðrún drengina hafa verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á netinu. Lögreglan sjái slíkt sífellt oftar gerast. „Þeir höfðu sem sagt lært þetta á Youtube og voru búnir að gera þetta nokkrum sinnum á víð og dreif.“ Málið er í rannsókn hjá lögreglunni og þá var barnavernd tilkynnt um það. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með því sem börnin séu að skoða á netinu. „Þarna erum við að tala um ellefu ára gömul börn og við þurfum náttúrulega að vera mjög vakandi hvað börnin eru viðhafa inni á samfélagsmiðlum. Það er náttúrulega fyrst og fremst mjög nauðsynlegt að gera það.“ Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stúlkan var að leika sér á skólalóð nærri heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar hún hitti þar stráka sem hún þekkti. „Drengurinn hendir sem sé framan í hana stíflueyði. Þessi ákveðni hópur hafði verið að kaupa þennan stíflueyði sem þeir blanda saman við vatn og búa til svona sprengju einhvers konar en í þessu tilfelli var ekki þessari sprengju hent framan í andlitið á henni heldur eingöngu duftinu sem þeir voru með í poka.“ Stíflueyðirinn sem strákarnir voru að nota var í duftformi. Hún segir stúlkuna strax hafa leitað sér aðstoðar. „Hún fer í næsta hús þarna við þar sem að árásin átti sér stað og mér skilst að fólkið þar hafi brugðist hárrétt við og hellt sem sagt mjólk í augun á henni og vatni þannig að þau skoluðu þetta strax úr. Mér skilst að það hafi í rauninni bjargað sjóninni hennar. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál þegar svona er. Auðvitað veit maður ekki hversu mikið þeir gera sér grein fyrir því.“ Stúlkan er með brunasár í andliti en hlaut ekki varanlegan skaða af. Svo virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus og segir Guðrún drengina hafa verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á netinu. Lögreglan sjái slíkt sífellt oftar gerast. „Þeir höfðu sem sagt lært þetta á Youtube og voru búnir að gera þetta nokkrum sinnum á víð og dreif.“ Málið er í rannsókn hjá lögreglunni og þá var barnavernd tilkynnt um það. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með því sem börnin séu að skoða á netinu. „Þarna erum við að tala um ellefu ára gömul börn og við þurfum náttúrulega að vera mjög vakandi hvað börnin eru viðhafa inni á samfélagsmiðlum. Það er náttúrulega fyrst og fremst mjög nauðsynlegt að gera það.“
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29