Tilgreind séreign – Á ég að skrá mig? Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. október 2023 08:01 Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. En eigum við að þiggja það boð? Það hentar ekki endilega öllum en mikilvægt er að kynna sér kosti þess og galla svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun sem hentar aðstæðum hvers og eins. Munurinn á tilgreindri séreign og samtryggingu Ekki er þetta til að einfalda kerfi sem nú þegar er ansi flókið, en við verðum þó að skilja um hvað valið stendur. Samtrygging eru þau hefðbundnu lífeyrisréttindi sem við flest þekkjum. Með iðgjaldagreiðslum söfnum við okkur rétti til mánaðarlegra greiðslna ævilangt, óháð ævilengd, auk áfallalífeyris. Við stýrum ekki sjálf hvernig slíkur lífeyrir er ávaxtaður og ráðum ekki úttektarfyrirkomulagi hans umfram að ákveða hvenær hefja skal lífeyristöku. Tilgreind séreign á lítið sem ekkert skylt við samtryggingu. Engar tryggingar fylgja séreigninni og þegar hún hefur að fullu verið tekin út og notuð er hún búin. Í raun er tilgreind séreign mjög svipuð viðbótarlífeyrissparnaði (sem er valfrjáls tegund séreignar) eða sparnaði í banka; við ráðum hvernig hún er ávöxtuð og að miklu leyti hvenær og með hvaða hætti við tökum hana út. Kostir og ókostir Lítum á nokkur atriði sem geta haft áhrif á hvort við viljum safna tilgreindri séreign, en henni verður ekki safnað nema við tilkynnum okkar lífeyrissjóði um þá ákvörðun. Kostir Mun meiri sveigjanleiki við úttekt Dreifa má greiðslum frá í fyrsta lagi 62 ára aldri til 67 ára eða taka út eftir hentisemi eftir að 67 ára aldri er náð. Ekki er hægt að stýra úttekt samtryggingar nema að því leiti að ákveða hvenær greiðslur skulu hefjast. Möguleiki á minni skerðingum almannatrygginga Þar sem stýra má úttekt tilgreindrar séreignar má sækja hana áður en sótt er um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). Samtrygging er hins vegar greidd ævilangt og skerðir því greiðslur TR eftir að þær hefjast. Séreign erfist að fullu Við andlát erfist tilgreind séreign með sama hætti og aðrar eignir samkvæmt lögum. Samtrygging erfist ekki, en í stað arfs er eftir atvikum greiddur maka- og barnalífeyrir. Fleiri valkostir um ávöxtun Velja má ávöxtunarleið og geymslustað, sem ekki býðst við söfnun samtryggingarréttinda. Hentar þeim eldri Sé fólk í aldurstengdri réttindaávinnslu lífeyris safnast samtryggingarréttindi hægar eftir því sem við eldumst. Því eykst hvati til þess að safna tilgreindri séreign með árunum. Fólki yfir ákveðnum aldri, til dæmis fimmtugu, í aldurstengdri réttindaávinnslu, er því oft bent á kosti þess að safna tilgreindri séreign. Ókostir Minni tryggingar Í samtryggingu erum við tryggð fyrir langlífi með ævilöngum réttindum, örorku með örorkulífeyri og fjölskyldu okkar tryggðar greiðslur með maka- og barnalífeyri. Engar slíkar tryggingar fylgja tilgreindri séreign. Gæti síður hentað ungum Yngra fólk í aldurstengri réttindaávinnslu safnar mjög miklum lífeyrisréttindum, en auk þess dýrmætum áfallalífeyrisrétti. Með því að sleppa tilgreindri séreign á yngri árum má því tryggja sig mun betur fyrir mögulegri örorku og safna jafnvel um leið enn hærri fjárhæðum í formi samtryggingar en hefði safnast í tilgreinda séreign. Gæti síður hentað eldri í jafnri ávinnslu Sé sjóðfélagi í jafnri réttindaávinnslu dregur ekki úr hraða uppsöfnunar samtryggingar eftir því sem fólk eldist. Því safnar sextugur sjóðfélagi réttindum að sama krafti og tvítugur. Slík ávinnsla er ekki algeng, en getur til dæmis fylgt greiðslum í A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Eins og sjá má ekki alhæfa um hvort landsmenn skuli skrá sig í tilgreinda séreign eða ekki, en fyrir marga virðst það þó ansi hreint heillandi kostur. Lífeyrisréttindi eru dýrmæt og mikilvæg og því borgar sig að taka ákvarðanir á borð við þessar af yfirvegun og eftir að kostir og gallar hafa verið metnir með tilliti til okkar aðstæðna. Höfundur er fjármálaráðgjafi og býður meðal annars upp á námskeið og ráðgjöf um lífeyrismál. www.bjornberg.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. En eigum við að þiggja það boð? Það hentar ekki endilega öllum en mikilvægt er að kynna sér kosti þess og galla svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun sem hentar aðstæðum hvers og eins. Munurinn á tilgreindri séreign og samtryggingu Ekki er þetta til að einfalda kerfi sem nú þegar er ansi flókið, en við verðum þó að skilja um hvað valið stendur. Samtrygging eru þau hefðbundnu lífeyrisréttindi sem við flest þekkjum. Með iðgjaldagreiðslum söfnum við okkur rétti til mánaðarlegra greiðslna ævilangt, óháð ævilengd, auk áfallalífeyris. Við stýrum ekki sjálf hvernig slíkur lífeyrir er ávaxtaður og ráðum ekki úttektarfyrirkomulagi hans umfram að ákveða hvenær hefja skal lífeyristöku. Tilgreind séreign á lítið sem ekkert skylt við samtryggingu. Engar tryggingar fylgja séreigninni og þegar hún hefur að fullu verið tekin út og notuð er hún búin. Í raun er tilgreind séreign mjög svipuð viðbótarlífeyrissparnaði (sem er valfrjáls tegund séreignar) eða sparnaði í banka; við ráðum hvernig hún er ávöxtuð og að miklu leyti hvenær og með hvaða hætti við tökum hana út. Kostir og ókostir Lítum á nokkur atriði sem geta haft áhrif á hvort við viljum safna tilgreindri séreign, en henni verður ekki safnað nema við tilkynnum okkar lífeyrissjóði um þá ákvörðun. Kostir Mun meiri sveigjanleiki við úttekt Dreifa má greiðslum frá í fyrsta lagi 62 ára aldri til 67 ára eða taka út eftir hentisemi eftir að 67 ára aldri er náð. Ekki er hægt að stýra úttekt samtryggingar nema að því leiti að ákveða hvenær greiðslur skulu hefjast. Möguleiki á minni skerðingum almannatrygginga Þar sem stýra má úttekt tilgreindrar séreignar má sækja hana áður en sótt er um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). Samtrygging er hins vegar greidd ævilangt og skerðir því greiðslur TR eftir að þær hefjast. Séreign erfist að fullu Við andlát erfist tilgreind séreign með sama hætti og aðrar eignir samkvæmt lögum. Samtrygging erfist ekki, en í stað arfs er eftir atvikum greiddur maka- og barnalífeyrir. Fleiri valkostir um ávöxtun Velja má ávöxtunarleið og geymslustað, sem ekki býðst við söfnun samtryggingarréttinda. Hentar þeim eldri Sé fólk í aldurstengdri réttindaávinnslu lífeyris safnast samtryggingarréttindi hægar eftir því sem við eldumst. Því eykst hvati til þess að safna tilgreindri séreign með árunum. Fólki yfir ákveðnum aldri, til dæmis fimmtugu, í aldurstengdri réttindaávinnslu, er því oft bent á kosti þess að safna tilgreindri séreign. Ókostir Minni tryggingar Í samtryggingu erum við tryggð fyrir langlífi með ævilöngum réttindum, örorku með örorkulífeyri og fjölskyldu okkar tryggðar greiðslur með maka- og barnalífeyri. Engar slíkar tryggingar fylgja tilgreindri séreign. Gæti síður hentað ungum Yngra fólk í aldurstengri réttindaávinnslu safnar mjög miklum lífeyrisréttindum, en auk þess dýrmætum áfallalífeyrisrétti. Með því að sleppa tilgreindri séreign á yngri árum má því tryggja sig mun betur fyrir mögulegri örorku og safna jafnvel um leið enn hærri fjárhæðum í formi samtryggingar en hefði safnast í tilgreinda séreign. Gæti síður hentað eldri í jafnri ávinnslu Sé sjóðfélagi í jafnri réttindaávinnslu dregur ekki úr hraða uppsöfnunar samtryggingar eftir því sem fólk eldist. Því safnar sextugur sjóðfélagi réttindum að sama krafti og tvítugur. Slík ávinnsla er ekki algeng, en getur til dæmis fylgt greiðslum í A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Eins og sjá má ekki alhæfa um hvort landsmenn skuli skrá sig í tilgreinda séreign eða ekki, en fyrir marga virðst það þó ansi hreint heillandi kostur. Lífeyrisréttindi eru dýrmæt og mikilvæg og því borgar sig að taka ákvarðanir á borð við þessar af yfirvegun og eftir að kostir og gallar hafa verið metnir með tilliti til okkar aðstæðna. Höfundur er fjármálaráðgjafi og býður meðal annars upp á námskeið og ráðgjöf um lífeyrismál. www.bjornberg.is
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun