„Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 06:42 Páll Valur hefur búið í Grindavík árum saman en segist ekki muna eftir öðru eins. „Ég vaknaði bara strax við þann fyrsta sem kom eftir miðnætti. Og vaknaði aftur um klukkan þrjú og hef ekki sofnað síðan. Þetta er bara búið að vera viðvarandi; stórir skjálftar. Maður sér á vefnum að þeir eru yfir þrír meira og minna.“ Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, um óróan á svæðinu í nótt. Hann segist aldrei hafa upplifað svona stöðugan óróa og marga stóra skjálfta. „Þetta hefur aldrei truflað mig í gegnum tíðina,“ segir hann en nú standi honum ekki alveg á sama. „Kristín Jónsdóttir [náttúruvársérfræðingur] sagði á fundinum í gær að ef kvikan væri að leita upp á yfirborðið yrði þetta ákafari og staðbundnari skjálftar og það virðist vera það sem er að gerast,“ segir Páll Valur og vísar til fundarins sem boðað var til með íbúum í gær. „Þetta er búið að vera alveg stöðugt. Og húsið hristist og það glamrar í öllu. Ég hef ekki upplifað þetta svona áður, eins og í nótt. Að þetta sé svona stöðugt. Og þetta er frekar óþægilegt því þetta er svo nálægt. Þetta er á þessu svæði norðan og vestan við Þorbjörn og það eru allir að finna fyrir þessu,“ segir Páll Valur. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt.“ Páll Valur hefur fylgst með samfélagsmiðlum í morgun og segir ljóst að allir séu að finna skjálftana og fólki standi ekki á sama. Upptökin séu enda í um aðeins fjögurra kílómetra fjarlægð og nálægt þeim innviðum sem halda bænum gangandi. Sumir séu.. ja, bara „skíthræddir“. „Það eina sem maður getur gert er að bíða,“ segir Páll Valur. Þrátt fyrir að sérfræðingarnir eigi erfitt með að spá nákvæmlega fyrir framhaldið verði fólk að setja traust sitt á þá. „Og þessi gos sem verða hér eru hraungos, ekki sprengigos. Maður hefði alltaf nógan tíma til að koma sér í burtu ef það færi að gjósa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Þetta segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, um óróan á svæðinu í nótt. Hann segist aldrei hafa upplifað svona stöðugan óróa og marga stóra skjálfta. „Þetta hefur aldrei truflað mig í gegnum tíðina,“ segir hann en nú standi honum ekki alveg á sama. „Kristín Jónsdóttir [náttúruvársérfræðingur] sagði á fundinum í gær að ef kvikan væri að leita upp á yfirborðið yrði þetta ákafari og staðbundnari skjálftar og það virðist vera það sem er að gerast,“ segir Páll Valur og vísar til fundarins sem boðað var til með íbúum í gær. „Þetta er búið að vera alveg stöðugt. Og húsið hristist og það glamrar í öllu. Ég hef ekki upplifað þetta svona áður, eins og í nótt. Að þetta sé svona stöðugt. Og þetta er frekar óþægilegt því þetta er svo nálægt. Þetta er á þessu svæði norðan og vestan við Þorbjörn og það eru allir að finna fyrir þessu,“ segir Páll Valur. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt.“ Páll Valur hefur fylgst með samfélagsmiðlum í morgun og segir ljóst að allir séu að finna skjálftana og fólki standi ekki á sama. Upptökin séu enda í um aðeins fjögurra kílómetra fjarlægð og nálægt þeim innviðum sem halda bænum gangandi. Sumir séu.. ja, bara „skíthræddir“. „Það eina sem maður getur gert er að bíða,“ segir Páll Valur. Þrátt fyrir að sérfræðingarnir eigi erfitt með að spá nákvæmlega fyrir framhaldið verði fólk að setja traust sitt á þá. „Og þessi gos sem verða hér eru hraungos, ekki sprengigos. Maður hefði alltaf nógan tíma til að koma sér í burtu ef það færi að gjósa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira