Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum alfarið ráðleggingum sérfræðinganna“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 14:56 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Vísir/Arnar Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. Óvissustig Almannavarna á Reykjanesskaga tók gildi fyrir rúmri viku. Jarðhræringar hafa meðal annars mælst á Svartsengi, sem er skammt frá Bláa lóninu. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur birti í gær skoðunargrein á Vísi þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka Bláa lóninu vegna jarðhræringanna. Hann vekur athygli á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hófust án viðvörunar um að gos væri við það að hefjast. „Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020,“ segir í greininni. „Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir,“ segir jafnframt í greininni, sem nálgast má hér. Fylgja mati sérfræðinga Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir forsvarsmenn lónsins í nánu samstarfi með sérfræðingum og að ráðleggingum þeirra sé fylgt í einu og öllu. „Við fylgjum mati sérfræðinga, sem eru Almannavarnir og sérfræðingarnir hjá Veðurstofunni.“ Hún segir að síðan óvissustig var sett hafa forsvarsmenn Bláa lónsins verið í þéttu og góðu samtali við Almannavarnir og staðan sé metin daglega. „Ef að til rýmingar ætti að koma þá er það samkvæmt mati Almannavarna, og samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra,“ segir Helga. Hún ítrekar að Bláa lónið fylgi alfarið ráðleggingum sérfræðinga Veðurstofunnar og Almannavarna. Ef til þess kæmi að hættustig Almannavarna yrði tekið í gildi þá væri það lögreglustjórans að ákveða hvort þörf sé á rýmingu. Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Óvissustig Almannavarna á Reykjanesskaga tók gildi fyrir rúmri viku. Jarðhræringar hafa meðal annars mælst á Svartsengi, sem er skammt frá Bláa lóninu. Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur birti í gær skoðunargrein á Vísi þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka Bláa lóninu vegna jarðhræringanna. Hann vekur athygli á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hófust án viðvörunar um að gos væri við það að hefjast. „Það gera allir mistök. Sérfræðingar líka. Við sáum það í vetur þegar snjóflóð féll á hús sem ekki hafði verið rýmt á Neskaupstað. Að sama skapi féll snjóflóð á hús sem átti að vera varið á Flateyri árið 2020,“ segir í greininni. „Við hikum ekki við að loka vegum ef veður er vont. Við rýmum hús á hverju ári vegna snjóflóðahættu. Við fórum í alls konar aðgerðir þegar Covid geysaði. Við eigum að loka Bláa Lóninu þar til þessa hrina jarðhræringa er gengin yfir,“ segir jafnframt í greininni, sem nálgast má hér. Fylgja mati sérfræðinga Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins, segir forsvarsmenn lónsins í nánu samstarfi með sérfræðingum og að ráðleggingum þeirra sé fylgt í einu og öllu. „Við fylgjum mati sérfræðinga, sem eru Almannavarnir og sérfræðingarnir hjá Veðurstofunni.“ Hún segir að síðan óvissustig var sett hafa forsvarsmenn Bláa lónsins verið í þéttu og góðu samtali við Almannavarnir og staðan sé metin daglega. „Ef að til rýmingar ætti að koma þá er það samkvæmt mati Almannavarna, og samkvæmt fyrirmælum lögreglustjóra,“ segir Helga. Hún ítrekar að Bláa lónið fylgi alfarið ráðleggingum sérfræðinga Veðurstofunnar og Almannavarna. Ef til þess kæmi að hættustig Almannavarna yrði tekið í gildi þá væri það lögreglustjórans að ákveða hvort þörf sé á rýmingu.
Bláa lónið Almannavarnir Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira