Firring Margrét Kristín Blöndal skrifar 14. nóvember 2023 07:00 Jódís Skúladóttir þingmaður skrifar í Vísi þann 11. nóvember pistil sem ber yfirskriftina "Keisaraskurður án deyfingar". Jódís hefur pistilinn á að minnast á "Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag" og "fylla okkur viðbjóði og vanmætti”. Hún bendir á blóðsúthellingar saklauss fólks "í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé”. Í kjölfarið rekur hún svo stöðu kvenna og barna í stríðum, nefnir dæmi um hryllilegar afleiðingar þeirra. Hún minnir okkur réttilega á að sofna aldrei á verðinum þegar kemur að réttindum kvenna bæði í stríði og friði og vekur því næst athygli á ráðstefnu kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, sem einmitt lýkur í dag. Jódís segist í pistlinum leggja allt sitt traust á "að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá". Í niðurlagi pistilsins lýsir svo Jódís Skúladóttir yfir eftirfarandi skoðun sinni þegar hún segir: "Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil.” Það var hér, sem mig setti hljóða. Ekki bara vegna upphafningarinnar eða dýrkunnarbragsins, heldur samhengisins sem þessi setning var sett í og nú vil ég rétt stikla á stóru um ástæðurnar; Katrín Jakobsdóttir sem Jódís fullyrðir að sé “sterkasti kvenleiðtogi heims” lýsti yfir stuðningi við Ísraelsstjórn fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þegar þjóðarmorð Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðinni var sett í fluggír fyrir meira en mánuði síðan. Katrín Jakobsdóttir sá ekki ástæðu til að bregðast við með nokkrum öðrum hætti en þeim, í HEILAN MÁNUÐ á meðan ellefu þúsund manns, konum og börnum var slátrað í beinni útsendingu. Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Katrín Jakobsdóttir og ríkistjórn hennar sá hins vegar ástæðu til að gefa Palestínsku þjóðinni og ríkjandi martröð fyrir botni Miðjarðarhafsins "löngutöng", þegar palestínskri einstæðri móður með átta börn, sem sum voru alvarlega veik, var fleygt úr landi eins og hverju öðru rusli, allslausum! Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Það var líka “sterkasti kvenleiðtogi heims”, Katrín Jakobsdóttir sem skipaði óhæfan fjármálaráðherra (sem hafði hundskast úr embætti með skömm) utanríkisráðherra, þegar hún hafði nýlokið við að lýsa yfir botnlausri virðingu sinni á honum fyrir afsögnina og það var títtnefnd “sterkasti kvenleiðtogi heims” sem sagði ekki orð þegar sá sami vanhæfi ráðherra hennar og vinur, varð þjóðinni til ævarandi skammar með hinni viðfrægu setningu “Sagðirðu árás?” og niðurlægði þar með fórnarlömb viðurstyggilegrar sprengjuárásar Ísraelshers á flóttamannabúðir og sína eigin þjóð í leiðinni svo það verður í minnum haft um ókomna tíð. Það var “sterkasti kvenleiðtogi heims” Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skellti skollaeyrum við háværum kröfum íslensks almennings um að fordæma þjóðarmorðið á meðan lífið var murrkað úr fimm þúsund börnum. Hávaðinn frá almenningi á götum Reykjavíkur náði ekki eyrum “sterkasta kvenleiðtoga heims” fyrr en ellefu þúsund manneskjur höfðu verið drepnar í einum rykk. Þá fyrst urðu kvenleiðtoginn og hennar ríkisstjórnin nægilega pirruð ofan í vínarbrauðið sitt. Nógu pirruð til þess að þykja það tilraunarinnar virði að þagga niðri í skrílnum svo skapaðist vinnufriður aftur, við að arðræna heimilin í landinu. Þá fyrst hnoðaði “sterkasti kvenleiðtogi heims” og hennar ríkisstjórn saman í eina aumingjalega ályktun sem var svo troðið ofan í Utanríkismálanefnd sem vafalaust svelgdist vel á þegar litið er til hverjir þar sitja og formaðurinn, Diljá Mist sem frá upphafi hryllingsins hafði talað hátt og skýrt fyrir stuðningi við morðóða stríðsglæpastjórn Netanyahoos og hafði lýst fyrirlitningu sinni á tjáningafrelsinu með sínum einstaka “skilningi á að stjórnvöld í Evrópu bönnuðu mótmæli til stuðnings Palestínu.” var skikkuð til að kyngja lyddulegri ályktunninni. Þessi “sterkasti kvenleiðtogi heims” hefur þó ekki enn látið fylgja ályktuninni eftir eins og vera ber. Vonandi hefur “sterkasti kvenleiðtogi heims” ekki valdið Jódísi Skúladóttur vonbrigðum á ráðstefnu kvenleiðtoganna í Reykjavík, þar sem þær, í krafti valds síns, auðs og grímulausra forréttinda, hafa hafið sig upp í akkorði á kostnað hinna stríðshrjáðu og fátæku kvenna í heiminum sem þær elska að aumingjavæða og “rétta hjálparhönd” í orði en fótumtroða réttindi þeirra á borði. Það þarf veruleikafirringu af trylltustu sort til að tengja það við baráttu eða tali “fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Jódís Skúladóttir þingmaður skrifar í Vísi þann 11. nóvember pistil sem ber yfirskriftina "Keisaraskurður án deyfingar". Jódís hefur pistilinn á að minnast á "Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag" og "fylla okkur viðbjóði og vanmætti”. Hún bendir á blóðsúthellingar saklauss fólks "í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé”. Í kjölfarið rekur hún svo stöðu kvenna og barna í stríðum, nefnir dæmi um hryllilegar afleiðingar þeirra. Hún minnir okkur réttilega á að sofna aldrei á verðinum þegar kemur að réttindum kvenna bæði í stríði og friði og vekur því næst athygli á ráðstefnu kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, sem einmitt lýkur í dag. Jódís segist í pistlinum leggja allt sitt traust á "að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá". Í niðurlagi pistilsins lýsir svo Jódís Skúladóttir yfir eftirfarandi skoðun sinni þegar hún segir: "Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil.” Það var hér, sem mig setti hljóða. Ekki bara vegna upphafningarinnar eða dýrkunnarbragsins, heldur samhengisins sem þessi setning var sett í og nú vil ég rétt stikla á stóru um ástæðurnar; Katrín Jakobsdóttir sem Jódís fullyrðir að sé “sterkasti kvenleiðtogi heims” lýsti yfir stuðningi við Ísraelsstjórn fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þegar þjóðarmorð Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðinni var sett í fluggír fyrir meira en mánuði síðan. Katrín Jakobsdóttir sá ekki ástæðu til að bregðast við með nokkrum öðrum hætti en þeim, í HEILAN MÁNUÐ á meðan ellefu þúsund manns, konum og börnum var slátrað í beinni útsendingu. Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Katrín Jakobsdóttir og ríkistjórn hennar sá hins vegar ástæðu til að gefa Palestínsku þjóðinni og ríkjandi martröð fyrir botni Miðjarðarhafsins "löngutöng", þegar palestínskri einstæðri móður með átta börn, sem sum voru alvarlega veik, var fleygt úr landi eins og hverju öðru rusli, allslausum! Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Það var líka “sterkasti kvenleiðtogi heims”, Katrín Jakobsdóttir sem skipaði óhæfan fjármálaráðherra (sem hafði hundskast úr embætti með skömm) utanríkisráðherra, þegar hún hafði nýlokið við að lýsa yfir botnlausri virðingu sinni á honum fyrir afsögnina og það var títtnefnd “sterkasti kvenleiðtogi heims” sem sagði ekki orð þegar sá sami vanhæfi ráðherra hennar og vinur, varð þjóðinni til ævarandi skammar með hinni viðfrægu setningu “Sagðirðu árás?” og niðurlægði þar með fórnarlömb viðurstyggilegrar sprengjuárásar Ísraelshers á flóttamannabúðir og sína eigin þjóð í leiðinni svo það verður í minnum haft um ókomna tíð. Það var “sterkasti kvenleiðtogi heims” Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skellti skollaeyrum við háværum kröfum íslensks almennings um að fordæma þjóðarmorðið á meðan lífið var murrkað úr fimm þúsund börnum. Hávaðinn frá almenningi á götum Reykjavíkur náði ekki eyrum “sterkasta kvenleiðtoga heims” fyrr en ellefu þúsund manneskjur höfðu verið drepnar í einum rykk. Þá fyrst urðu kvenleiðtoginn og hennar ríkisstjórnin nægilega pirruð ofan í vínarbrauðið sitt. Nógu pirruð til þess að þykja það tilraunarinnar virði að þagga niðri í skrílnum svo skapaðist vinnufriður aftur, við að arðræna heimilin í landinu. Þá fyrst hnoðaði “sterkasti kvenleiðtogi heims” og hennar ríkisstjórn saman í eina aumingjalega ályktun sem var svo troðið ofan í Utanríkismálanefnd sem vafalaust svelgdist vel á þegar litið er til hverjir þar sitja og formaðurinn, Diljá Mist sem frá upphafi hryllingsins hafði talað hátt og skýrt fyrir stuðningi við morðóða stríðsglæpastjórn Netanyahoos og hafði lýst fyrirlitningu sinni á tjáningafrelsinu með sínum einstaka “skilningi á að stjórnvöld í Evrópu bönnuðu mótmæli til stuðnings Palestínu.” var skikkuð til að kyngja lyddulegri ályktunninni. Þessi “sterkasti kvenleiðtogi heims” hefur þó ekki enn látið fylgja ályktuninni eftir eins og vera ber. Vonandi hefur “sterkasti kvenleiðtogi heims” ekki valdið Jódísi Skúladóttur vonbrigðum á ráðstefnu kvenleiðtoganna í Reykjavík, þar sem þær, í krafti valds síns, auðs og grímulausra forréttinda, hafa hafið sig upp í akkorði á kostnað hinna stríðshrjáðu og fátæku kvenna í heiminum sem þær elska að aumingjavæða og “rétta hjálparhönd” í orði en fótumtroða réttindi þeirra á borði. Það þarf veruleikafirringu af trylltustu sort til að tengja það við baráttu eða tali “fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu”.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar