Rýmdu bæinn á 95 sekúndum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 18:24 Um 80 til 90 manns voru í Grindavík þegar bærinn var rýmdur með hraði í dag, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að vonandi verði hægt að hleypa Grindvíkingum aftur tímabundið inn í bæinn á morgun. Bærinn var rýmdur í dag þegar tugir íbúa voru þar, en rýmingin tók 95 sekúndur. Til stóð að Grindvíkingar gætu vitjað heimila sinna og muna til klukkan fjögur í dag, en vegna rýmingarboðs frá samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra var bærinn rýmdur með hraði. Mögulega verði skipulag varðandi slíka aðgerð endurskoðað. „Ég geri ráð fyrir því að okkar skipulag fyrir morgundaginn, ef við hleypum inn í bæinn, verði með aðeins öðrum hætti,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann á von á því að hægt verði að hleypa fólki aftur í bæinn á morgun, nema hættumat breytist. Það muni liggja fyrir á morgun, rétt eins og mögulegar breytingar á skipulagi aðgerðarinnar. „Það ákveðum við eftir fund Almannavarna með Veðurstofu í fyrramálið. Ég geri ráð fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir upp úr klukkan níu, og þá liggur okkar áætlun fyrir daginn fyrir. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Ekki ástæða til að hætta við úr því sem komið var Grindavík var rýmd fyrr í dag, en fyrir það hafði staðið til að íbúar Grindavíkur sem ekki áttu þess kost í gær gætu fengið að fara inn í bæinn til að vitja heimila sinna og helstu muna. Rýmingarboð barst síðan lögreglunni á Suðurnesjum frá samhæfingarstöð Ríkislögreglustjóra, þar sem gasmælar hafi sýnt að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr jörðu nærri Grindavík. „Það var brugðist skjótt við, og farið í rýmingu. Það er ágætt frá því að segja að þessi rýming tók 95 sekúndur,“ segir Úlfar. Um 80 til 90 manns hafi verið í bænum á þessum tíma. Rýmingin hafi skömmu síðar verið afturkölluð. „En úr því sem komið var þá var ekki ástæða til þess að hætta við rýmingu. Það er bara í okkar verklagi og er mín ákvörðun,“ segir Úlfar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Lögreglumál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Til stóð að Grindvíkingar gætu vitjað heimila sinna og muna til klukkan fjögur í dag, en vegna rýmingarboðs frá samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra var bærinn rýmdur með hraði. Mögulega verði skipulag varðandi slíka aðgerð endurskoðað. „Ég geri ráð fyrir því að okkar skipulag fyrir morgundaginn, ef við hleypum inn í bæinn, verði með aðeins öðrum hætti,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann á von á því að hægt verði að hleypa fólki aftur í bæinn á morgun, nema hættumat breytist. Það muni liggja fyrir á morgun, rétt eins og mögulegar breytingar á skipulagi aðgerðarinnar. „Það ákveðum við eftir fund Almannavarna með Veðurstofu í fyrramálið. Ég geri ráð fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir upp úr klukkan níu, og þá liggur okkar áætlun fyrir daginn fyrir. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Ekki ástæða til að hætta við úr því sem komið var Grindavík var rýmd fyrr í dag, en fyrir það hafði staðið til að íbúar Grindavíkur sem ekki áttu þess kost í gær gætu fengið að fara inn í bæinn til að vitja heimila sinna og helstu muna. Rýmingarboð barst síðan lögreglunni á Suðurnesjum frá samhæfingarstöð Ríkislögreglustjóra, þar sem gasmælar hafi sýnt að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr jörðu nærri Grindavík. „Það var brugðist skjótt við, og farið í rýmingu. Það er ágætt frá því að segja að þessi rýming tók 95 sekúndur,“ segir Úlfar. Um 80 til 90 manns hafi verið í bænum á þessum tíma. Rýmingin hafi skömmu síðar verið afturkölluð. „En úr því sem komið var þá var ekki ástæða til þess að hætta við rýmingu. Það er bara í okkar verklagi og er mín ákvörðun,“ segir Úlfar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Lögreglumál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira