Starfshópur skipaður til að finna lausnir á húsnæði fyrir Grindvíkinga Hólmfríður Gísladóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 12:56 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er formaður starfshóps innviðaráðherra. Vísir/Egill Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga, með áherslu á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga, vegna afleiðinga náttúruhamfara við Grindavík. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Skipunartími starfshópsins er frá 17. nóvember og skal hópurinn skila til ráðherra greinargerð og tillögum, eftir atvikum kostnaðarmetnum, eins fljótt og auðið er en þó í síðasta lagi fyrir lok janúar 2024. „Hugur okkar er hjá þeim sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín í Grindavík. Það er mikilvægt að við höfum hraðar hendur til að leysa húsnæðismál Grindvíkinga og draga úr þeirri óvissu sem nú ríkir,“ er haft eftir Sigurðurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra. Starfshópurinn á að: Kortleggja möguleika á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga og annarra nýskapandi lausna sem að framleiðsluaðilar hafa þekkingu á. Skilgreina kröfur til húsnæðis, þ.e. húsnæði skal vera af viðunandi gæðum, mæta þörfum íbúa varðandi aðstöðu og stærð, staðsetning skal uppfylla samfélagslegar, öryggis- og heilsukröfur um aðgengi að samgöngum, þjónustu og atvinnu. Greina mögulegar staðsetningar og lóðir fyrir uppbyggingu slíks húsnæðis. Greiningin skal ná til höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og nærliggjandi sveitarfélaga. Önnur sveitarfélög verði skoðuð eftir þörfum. Meta kostnað, innkaupaferli og annað sem tengist slíkri uppbyggingu, m.a. skipulagslega þætti og lagaumgjörð. Og hann skipa: Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, formaður, Valdís Ösp Árnadóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, verkefnisstjóri, Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Guðmundur Axel Hansen, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar, Óskar Jósefsson, settur forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Skipunartími starfshópsins er frá 17. nóvember og skal hópurinn skila til ráðherra greinargerð og tillögum, eftir atvikum kostnaðarmetnum, eins fljótt og auðið er en þó í síðasta lagi fyrir lok janúar 2024. „Hugur okkar er hjá þeim sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín í Grindavík. Það er mikilvægt að við höfum hraðar hendur til að leysa húsnæðismál Grindvíkinga og draga úr þeirri óvissu sem nú ríkir,“ er haft eftir Sigurðurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra. Starfshópurinn á að: Kortleggja möguleika á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga og annarra nýskapandi lausna sem að framleiðsluaðilar hafa þekkingu á. Skilgreina kröfur til húsnæðis, þ.e. húsnæði skal vera af viðunandi gæðum, mæta þörfum íbúa varðandi aðstöðu og stærð, staðsetning skal uppfylla samfélagslegar, öryggis- og heilsukröfur um aðgengi að samgöngum, þjónustu og atvinnu. Greina mögulegar staðsetningar og lóðir fyrir uppbyggingu slíks húsnæðis. Greiningin skal ná til höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og nærliggjandi sveitarfélaga. Önnur sveitarfélög verði skoðuð eftir þörfum. Meta kostnað, innkaupaferli og annað sem tengist slíkri uppbyggingu, m.a. skipulagslega þætti og lagaumgjörð. Og hann skipa: Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, formaður, Valdís Ösp Árnadóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, verkefnisstjóri, Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Guðmundur Axel Hansen, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar, Óskar Jósefsson, settur forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira