Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2023 14:37 Elon Musk, hefur ítrekað verið gagnrýndur af baráttusamtökum gyðinga vegna hatursorðræðu á X, áður Twitter. Nú hefur hann tekið undir langlífa samsæriskenningu um gyðinga og hatur þeirra á hvítu fólki. AP/Kirsty Wigglesworth Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks. „Þú hefur sagt hinn raunverulega sannleika,“ skrifaði Musk undir færsluna. Hann bölsótaðist svo út í samtökin Anti Defamation League eða ADL en það eru samtök sem stofnuð voru til að berjast gegn gyðingahatri og berjast nú gegn alls kyns hatursorðræðu. Musk hefur sakað forsvarsmenn samtakanna um að þrýsta á forsvarsmenn fyrirtækja um að hætta að auglýsa á X eftir að hann keypti miðilinn. Hann hótaði fyrr á árinu að höfða mál gegn samtökunum eftir að birt var skýrsla frá þeim um að hatursorðræða hefði aukist á X, eftir að hann tók við. Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna. Á þeim tíma hefur Musk sagt upp meirihluta starfsmanna, dregið verulega úr ritstjórn og hleypt fólki sem hafði verið bannað á Twitter aftur þar inn. Sérfræðingar segja hatursorðræðu hafa aukist til muna á undanförnu ári en Musk hefur gert erfiðara fyrir rannsakendur að fylgjast með slíkri orðræðu. Sjá einnig: Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Þetta hefur leitt til þess að auglýsingatekjur fyrirtækisins hafa dregist verulega saman þar sem auglýsendur hafa dregið úr umsvifum sínum á samfélagsmiðlinum. Tekjur X hafa því dregist verulega saman. Tekjumissir X vegna ákvörðunar forsvarsmanna IBM er sagður vera um ein milljón dala. Sjá einnig: Virði X helmingi minna á einu ári Musk skrifaði á miðvikudaginn að ADL réðist með ósanngjörnum hætti á meirihluta „Vestursins“, þrátt fyrir að þessi meirihluti styddi gyðinga og Ísraelsríki. Hann sagði þetta vera vegna þess að ADL gæti ekki „gagnrýnt minnihlutahópana sem eru þeirra helsta ógn“. Seinna meir, þegar hann var gagnrýndur fyrir að setja alla gyðinga undir einn hatt, sagði Musk það sanngjarna gagnrýni og að ummæli hans ættu ekki við þá alla. Þeir væru þó fleiri en eingöngu meðlimir ADL. Bannvæn samsæriskenning Áðurnefnd færsla sem Musk tjáði sig við hefur verið sett í samhengi við langlífa samsæriskenningu um að auðugir gyðingar séu að reyna að nota innflytjendur til að velta hvíta manninum úr sessi, eins og fram kemur í frétt New York Times. Til dæmis má benda á fræg mótmæli hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Bandaríkjunum árið 2017. Þá gengu þeir um götur með kyndla og kölluðu slagorð eins og „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“. Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Þessari samsæriskenningu hefur verið lýst af réttaindasamtökum gyðinga sem þeirri banvænustu í nútímasögu Bandaríkjanna. Elon Musk s agreement with a user promoting elements of the Great Replacement theory isn t the "truth." It is the deadliest antisemitic conspiracy theory in modern U.S. history and motivated the Pittsburgh synagogue shooting. To amplify it on @X is incredibly dangerous. pic.twitter.com/2u5nQdEdes— American Jewish Committee (@AJCGlobal) November 16, 2023 Gyðingahatur er sagt hafa aukist verulega í Bandaríkjunum samhliða mannskæðu stríði Ísraelsríkis gegn Hamas-samtökunum en þúsundir óbreyttra íbúa Gasastrandarinnar hafa fallið í árásum Ísraela. Í frétt Wall Street Journal segir að bæði bandarískir gyðingar og bandarískir múslimar segist verða fyrir meira áreiti. Í frétt NYT segir að starfsmenn X hafi fengið símtöl frá auglýsendum í gær. Blaðamaður NYT, sem skoðað hefur innri samskipti starfsmanna X, segir marga starfsmenn hafa velt vöngum yfir því í gær hvernig þeir ættu að svara áhyggjum auglýsenda. Margir væru að hringja, bæði vegna ummæla Musks og vegna greinar frá samtökum sem heita Media Matters um að auglýsingar stórra fyrirtækja birtist við hlið færslna sem innihalda gyðingahatur og nasistaorðræðu. Linda Yaccarino, forstjóri X, birti færslu á samfélagsmiðlinum í gær þar sem hún sagði mismunun ekki eiga heima á X. Hætta ætt öllu slíku og sagði hún að línurnar á X væru skýrar. Barist væri gegn gyðingahatri og mismunum. Enginn staður væri réttur fyrir slíkt og það væri ljótt og rangt. „punktur,“ skrifaði Yaccarino. X s point of view has always been very clear that discrimination by everyone should STOP across the board -- I think that's something we can and should all agree on. When it comes to this platform -- X has also been extremely clear about our efforts to combat antisemitism and — Linda Yaccarino (@lindayaX) November 16, 2023 Bandaríkin Ísrael Twitter Samfélagsmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. 18. október 2023 10:38 Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. 20. september 2023 15:09 Musk hafi tekið mynd af sér í miðjum keisaraskurði Tónlistarkonan Grimes segir Elon Musk, milljarðamæring og fyrrverandi kærastann hennar, hafa tekið mynd af sér þar sem gerður var á henni keisaraskurður við fæðingu eins barna þeirra. Þetta kemur fram í óútkominni ævisögu milljarðamæringsins sem erlendir slúðurmiðlar hafa undir höndum. 12. september 2023 08:31 Musk uppljóstar óvenjulegu nafni áður ótilgreinds sonar Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur greint frá nafni þriðja barns síns og tónlistarkonunnar Grimes. Hann heitir Tau Techno Mechanicus. 10. september 2023 08:47 Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. 1. september 2023 14:23 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Þú hefur sagt hinn raunverulega sannleika,“ skrifaði Musk undir færsluna. Hann bölsótaðist svo út í samtökin Anti Defamation League eða ADL en það eru samtök sem stofnuð voru til að berjast gegn gyðingahatri og berjast nú gegn alls kyns hatursorðræðu. Musk hefur sakað forsvarsmenn samtakanna um að þrýsta á forsvarsmenn fyrirtækja um að hætta að auglýsa á X eftir að hann keypti miðilinn. Hann hótaði fyrr á árinu að höfða mál gegn samtökunum eftir að birt var skýrsla frá þeim um að hatursorðræða hefði aukist á X, eftir að hann tók við. Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna. Á þeim tíma hefur Musk sagt upp meirihluta starfsmanna, dregið verulega úr ritstjórn og hleypt fólki sem hafði verið bannað á Twitter aftur þar inn. Sérfræðingar segja hatursorðræðu hafa aukist til muna á undanförnu ári en Musk hefur gert erfiðara fyrir rannsakendur að fylgjast með slíkri orðræðu. Sjá einnig: Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Þetta hefur leitt til þess að auglýsingatekjur fyrirtækisins hafa dregist verulega saman þar sem auglýsendur hafa dregið úr umsvifum sínum á samfélagsmiðlinum. Tekjur X hafa því dregist verulega saman. Tekjumissir X vegna ákvörðunar forsvarsmanna IBM er sagður vera um ein milljón dala. Sjá einnig: Virði X helmingi minna á einu ári Musk skrifaði á miðvikudaginn að ADL réðist með ósanngjörnum hætti á meirihluta „Vestursins“, þrátt fyrir að þessi meirihluti styddi gyðinga og Ísraelsríki. Hann sagði þetta vera vegna þess að ADL gæti ekki „gagnrýnt minnihlutahópana sem eru þeirra helsta ógn“. Seinna meir, þegar hann var gagnrýndur fyrir að setja alla gyðinga undir einn hatt, sagði Musk það sanngjarna gagnrýni og að ummæli hans ættu ekki við þá alla. Þeir væru þó fleiri en eingöngu meðlimir ADL. Bannvæn samsæriskenning Áðurnefnd færsla sem Musk tjáði sig við hefur verið sett í samhengi við langlífa samsæriskenningu um að auðugir gyðingar séu að reyna að nota innflytjendur til að velta hvíta manninum úr sessi, eins og fram kemur í frétt New York Times. Til dæmis má benda á fræg mótmæli hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í Bandaríkjunum árið 2017. Þá gengu þeir um götur með kyndla og kölluðu slagorð eins og „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“. Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Þessari samsæriskenningu hefur verið lýst af réttaindasamtökum gyðinga sem þeirri banvænustu í nútímasögu Bandaríkjanna. Elon Musk s agreement with a user promoting elements of the Great Replacement theory isn t the "truth." It is the deadliest antisemitic conspiracy theory in modern U.S. history and motivated the Pittsburgh synagogue shooting. To amplify it on @X is incredibly dangerous. pic.twitter.com/2u5nQdEdes— American Jewish Committee (@AJCGlobal) November 16, 2023 Gyðingahatur er sagt hafa aukist verulega í Bandaríkjunum samhliða mannskæðu stríði Ísraelsríkis gegn Hamas-samtökunum en þúsundir óbreyttra íbúa Gasastrandarinnar hafa fallið í árásum Ísraela. Í frétt Wall Street Journal segir að bæði bandarískir gyðingar og bandarískir múslimar segist verða fyrir meira áreiti. Í frétt NYT segir að starfsmenn X hafi fengið símtöl frá auglýsendum í gær. Blaðamaður NYT, sem skoðað hefur innri samskipti starfsmanna X, segir marga starfsmenn hafa velt vöngum yfir því í gær hvernig þeir ættu að svara áhyggjum auglýsenda. Margir væru að hringja, bæði vegna ummæla Musks og vegna greinar frá samtökum sem heita Media Matters um að auglýsingar stórra fyrirtækja birtist við hlið færslna sem innihalda gyðingahatur og nasistaorðræðu. Linda Yaccarino, forstjóri X, birti færslu á samfélagsmiðlinum í gær þar sem hún sagði mismunun ekki eiga heima á X. Hætta ætt öllu slíku og sagði hún að línurnar á X væru skýrar. Barist væri gegn gyðingahatri og mismunum. Enginn staður væri réttur fyrir slíkt og það væri ljótt og rangt. „punktur,“ skrifaði Yaccarino. X s point of view has always been very clear that discrimination by everyone should STOP across the board -- I think that's something we can and should all agree on. When it comes to this platform -- X has also been extremely clear about our efforts to combat antisemitism and — Linda Yaccarino (@lindayaX) November 16, 2023
Bandaríkin Ísrael Twitter Samfélagsmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. 18. október 2023 10:38 Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. 20. september 2023 15:09 Musk hafi tekið mynd af sér í miðjum keisaraskurði Tónlistarkonan Grimes segir Elon Musk, milljarðamæring og fyrrverandi kærastann hennar, hafa tekið mynd af sér þar sem gerður var á henni keisaraskurður við fæðingu eins barna þeirra. Þetta kemur fram í óútkominni ævisögu milljarðamæringsins sem erlendir slúðurmiðlar hafa undir höndum. 12. september 2023 08:31 Musk uppljóstar óvenjulegu nafni áður ótilgreinds sonar Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur greint frá nafni þriðja barns síns og tónlistarkonunnar Grimes. Hann heitir Tau Techno Mechanicus. 10. september 2023 08:47 Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. 1. september 2023 14:23 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. 18. október 2023 10:38
Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. 20. september 2023 15:09
Musk hafi tekið mynd af sér í miðjum keisaraskurði Tónlistarkonan Grimes segir Elon Musk, milljarðamæring og fyrrverandi kærastann hennar, hafa tekið mynd af sér þar sem gerður var á henni keisaraskurður við fæðingu eins barna þeirra. Þetta kemur fram í óútkominni ævisögu milljarðamæringsins sem erlendir slúðurmiðlar hafa undir höndum. 12. september 2023 08:31
Musk uppljóstar óvenjulegu nafni áður ótilgreinds sonar Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur greint frá nafni þriðja barns síns og tónlistarkonunnar Grimes. Hann heitir Tau Techno Mechanicus. 10. september 2023 08:47
Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. 1. september 2023 14:23