Boðum um að aðstoða björgunarsveitir rignir yfir aðgerðarstjórn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2023 19:02 Íris segir björgunarsveitir þiggja matargjafir með þökkum. Beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignir yfir aðgerðarstjórn björgunarsveita í Grindavík. Aðgerðarstjórnin hefur því komið á fót sérstöku netfangi þar sem hægt er að láta björgunarsveitir vita ef viðkomandi vill leggja sitt af mörkum. Íris Dögg Ásmundsdóttir, aðgerðarstjórnandi, segist í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 60 manna hóp sem sinni gæslu í Grindavík en Íris stofnaði í dag netfangið matargjafir@landsbjorg.is. „Þar geta þeir sem vilja, eða hafa tök á því að gefa okkur að drekka eða borða, eða gefa okkur nammi eða bara hvað sem er, haft samband og ég get þá úthlutað því til þeirra sem eru í aðgerðum. Þetta er allt fólk sem er að vinna í Grindavík,“ segir Íris. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum hefur beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignt yfir aðgerðarstjórnina. Fjölmargir vilji koma til aðstoðar. Vonast sé til að einfalda verklagið með því að koma á fót netfangi. Eins og fram hefur komið hafa Almannavarnir sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu vegna aðgerða í Grindavík. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Sagðist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu í dag vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. „Þetta hefur bara tekið rosalega á alla og þetta hefur verið svakaleg vinna. Sem er ekki búin og ekki ljóst hvenær henni lýkur,“ segir Íris. Slysavarnardeildir skipti matarmálum á milli sín en miklu máli skiptir að fólk geti haft samband með einföldum hætti til að koma mat til aðgerðarstjórnar. „Þetta var orðið pínu krísuástand, þannig að ég tók þetta í mínar hendur að skipuleggja þetta og reyna að koma þessu á rétt ról, af því að það er náttúrulega brjálað að gera hjá Slysavarnardeildinni að gera og græja.“ Fréttin hefur verið uppfærð með ábendingum björgunarsveita um að gríðarlegur fjöldi hafi viljað leggja sitt af mörkum í þágu sveitanna. Því sé verið að einfalda verklag að baki matargjafa með því að koma þeim í farveg á netfanginu matargjafir@landsbjorg.is. Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Íris Dögg Ásmundsdóttir, aðgerðarstjórnandi, segist í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 60 manna hóp sem sinni gæslu í Grindavík en Íris stofnaði í dag netfangið matargjafir@landsbjorg.is. „Þar geta þeir sem vilja, eða hafa tök á því að gefa okkur að drekka eða borða, eða gefa okkur nammi eða bara hvað sem er, haft samband og ég get þá úthlutað því til þeirra sem eru í aðgerðum. Þetta er allt fólk sem er að vinna í Grindavík,“ segir Íris. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum hefur beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignt yfir aðgerðarstjórnina. Fjölmargir vilji koma til aðstoðar. Vonast sé til að einfalda verklagið með því að koma á fót netfangi. Eins og fram hefur komið hafa Almannavarnir sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu vegna aðgerða í Grindavík. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Sagðist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu í dag vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. „Þetta hefur bara tekið rosalega á alla og þetta hefur verið svakaleg vinna. Sem er ekki búin og ekki ljóst hvenær henni lýkur,“ segir Íris. Slysavarnardeildir skipti matarmálum á milli sín en miklu máli skiptir að fólk geti haft samband með einföldum hætti til að koma mat til aðgerðarstjórnar. „Þetta var orðið pínu krísuástand, þannig að ég tók þetta í mínar hendur að skipuleggja þetta og reyna að koma þessu á rétt ról, af því að það er náttúrulega brjálað að gera hjá Slysavarnardeildinni að gera og græja.“ Fréttin hefur verið uppfærð með ábendingum björgunarsveita um að gríðarlegur fjöldi hafi viljað leggja sitt af mörkum í þágu sveitanna. Því sé verið að einfalda verklag að baki matargjafa með því að koma þeim í farveg á netfanginu matargjafir@landsbjorg.is.
Björgunarsveitir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20
Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06
Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25