Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2023 10:53 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. vísir/vilhelm Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. Í fréttatilkynningu frá BÍ segir að í kærunni komi meðal annars fram að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli hafi verið gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. Framkvæmd stjórnvalda hafi hins vegar verið sú að heimila aðeins einum fjölmiðli í einu aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. Óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra „Þetta er enn eitt dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi fjölmiðla og hlutverks þeirra. Það er algjörlega óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra um þá mikilvægu hagsmuni almennings sem fjölmiðlar gæta, það er þess aðhalds sem þeir veita í aðgerðum tengdum einum stærsta viðburði sem samfélagið hefur þurft að glíma við í hálfa öld,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, í samtali við Vísi. Það megi ekki gleyma því að blaðamenn og fjölmiðlar eru augu og eyru, ekki bara Grindvíkinga, heldur landsmanna allra, á svæðinu og veiti jafnframt mikilvæga innsýn í þá miklu erfiðleika sem Grindvíkingar glíma nú við. Þá finnist henni algjörlega óskiljanlegt að Almannavarnir kjósi að horfa fram hjá því mikilvæga hlutverki sem fjölmiðlar gegna í hættuástandi sem þessu og hún sjái ekki hvernig stjórnvöld hafi séð fyrir sér að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings öðruvísi en gegnum einmitt þá sömu fjölmiðla sem þau vilja samt sem áður ekki hafa á svæðinu. „Sú mikla og mikilvæga samkennd sem myndast hefur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum væri ekki tilkomin nema vegna þess að fjölmiðlar segja sögur af fólki sem þurft hefur að flýja heimili sín og takast á við óhugsandi aðstæður. Án þessara frásagna hefði þjóðin engar upplýsingar um það sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum. Að auki væru ekki til neinar heimildir um upplifun Grindvíkinga af þessum atburði, ef fjölmiðlar væru ekki að skrásetja þær. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna stjórnvöldum er þetta ekki ljóst.“ Enginn rökstuðningur veittur Þá segir Sigríður Dögg að fyrirmælin um takmarkaðan aðgang fjölmiðla að Grindavík séu gefin án alls rökstuðnings og án málefnalegra ástæðna. „Slíkt er beinlínis hættulegt og ber okkur sem samfélagi að spyrna gegn því sem við teljum misbeitingu á valdheimildum, sérstaklega þegar brotið er gegn ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, líkt og við teljum að hér sé gert.“ Ekki heimilt að takmarka tjáningarfrelsi án ástæðu Í tilkynningunni segir að bent sé á í kærunni að stjórnvöldum, sem fara með hlutverk almannavarna á hættustundu samkvæmt lögum um almannavarnir, sé ekki heimilt að takmarka tjáningarfrelsi borgaranna umfram það sem nauðsynlegt er. „Þegar til greina kemur að takmarka möguleika fjölmiðla til að fjalla um náttúruhamfarir og viðbrögð stjórnvalda við þeim verður auk annars að hafa í huga mikilvægi þess hlutverks sem fjölmiðlar gegna við slíkar aðstæður við miðlun upplýsinga til almennings bæði um náttúruhamfarir sem slíkar og um viðbrögð stjórnvalda í tilefni af slíkum hamförum,“ segir í kærunni. Lögreglustjóri banni umfram nauðsyn Lög um almannavarnir hafi ekki að geyma beina heimild stjórnvalda til að takmarka umfjöllun fjölmiðla um þá atburði, sem undir þau falla, eða viðbrögð stjórnvalda við slíkum atburðum. Hins vegar hafi lögin að geyma víðtækar valdheimildir sem einungis eru virkar á hættustundu. Að því marki sem beiting slíkra valdheimilda leiði til takmörkunar á starfsemi fjölmiðla og þar með tjáningarfrelsi borgaranna þurfi hún að rúmast innan þeirra marka sem ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi setur slíkum takmörkunum. „Að mati Blaðamannafélagsins er sú takmörkun fjölmiðla að svæðinu sem lögreglustjóri hefur fyrirskipað, verulega umfram það sem nauðsynlegt geti talist í skilningi tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar.“ Þá sé í kærunni minnt á að blaðamenn séu jafnan að störfum við hættulegar aðstæður, þar með talið á hamfara- og átakasvæðum sem almennum borgurum hefur jafnvel verið skipað að yfirgefa, og eitt af hlutverkum fjölmiðla sé að flytja fréttir af slíkum svæðum. „Ekki er því sjálfgefið að aðgangur blaðamanna að slíkum svæðum sæti sömu takmörkunum og aðgangur almennings. Þvert á móti verður með tilliti til þess sérstaka hlutverks sem fjölmiðlar gegna bæði almennt og sérstaklega á hættustundu að leggja til grundvallar að tryggja verði blaðamönnum rýmri aðgang að slíkum svæðum til þess að þeir geti sinnt þessu hlutverki.“ Fjölmiðlar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglan Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá BÍ segir að í kærunni komi meðal annars fram að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli hafi verið gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. Framkvæmd stjórnvalda hafi hins vegar verið sú að heimila aðeins einum fjölmiðli í einu aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. Óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra „Þetta er enn eitt dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi fjölmiðla og hlutverks þeirra. Það er algjörlega óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra um þá mikilvægu hagsmuni almennings sem fjölmiðlar gæta, það er þess aðhalds sem þeir veita í aðgerðum tengdum einum stærsta viðburði sem samfélagið hefur þurft að glíma við í hálfa öld,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, í samtali við Vísi. Það megi ekki gleyma því að blaðamenn og fjölmiðlar eru augu og eyru, ekki bara Grindvíkinga, heldur landsmanna allra, á svæðinu og veiti jafnframt mikilvæga innsýn í þá miklu erfiðleika sem Grindvíkingar glíma nú við. Þá finnist henni algjörlega óskiljanlegt að Almannavarnir kjósi að horfa fram hjá því mikilvæga hlutverki sem fjölmiðlar gegna í hættuástandi sem þessu og hún sjái ekki hvernig stjórnvöld hafi séð fyrir sér að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings öðruvísi en gegnum einmitt þá sömu fjölmiðla sem þau vilja samt sem áður ekki hafa á svæðinu. „Sú mikla og mikilvæga samkennd sem myndast hefur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum væri ekki tilkomin nema vegna þess að fjölmiðlar segja sögur af fólki sem þurft hefur að flýja heimili sín og takast á við óhugsandi aðstæður. Án þessara frásagna hefði þjóðin engar upplýsingar um það sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum. Að auki væru ekki til neinar heimildir um upplifun Grindvíkinga af þessum atburði, ef fjölmiðlar væru ekki að skrásetja þær. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna stjórnvöldum er þetta ekki ljóst.“ Enginn rökstuðningur veittur Þá segir Sigríður Dögg að fyrirmælin um takmarkaðan aðgang fjölmiðla að Grindavík séu gefin án alls rökstuðnings og án málefnalegra ástæðna. „Slíkt er beinlínis hættulegt og ber okkur sem samfélagi að spyrna gegn því sem við teljum misbeitingu á valdheimildum, sérstaklega þegar brotið er gegn ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, líkt og við teljum að hér sé gert.“ Ekki heimilt að takmarka tjáningarfrelsi án ástæðu Í tilkynningunni segir að bent sé á í kærunni að stjórnvöldum, sem fara með hlutverk almannavarna á hættustundu samkvæmt lögum um almannavarnir, sé ekki heimilt að takmarka tjáningarfrelsi borgaranna umfram það sem nauðsynlegt er. „Þegar til greina kemur að takmarka möguleika fjölmiðla til að fjalla um náttúruhamfarir og viðbrögð stjórnvalda við þeim verður auk annars að hafa í huga mikilvægi þess hlutverks sem fjölmiðlar gegna við slíkar aðstæður við miðlun upplýsinga til almennings bæði um náttúruhamfarir sem slíkar og um viðbrögð stjórnvalda í tilefni af slíkum hamförum,“ segir í kærunni. Lögreglustjóri banni umfram nauðsyn Lög um almannavarnir hafi ekki að geyma beina heimild stjórnvalda til að takmarka umfjöllun fjölmiðla um þá atburði, sem undir þau falla, eða viðbrögð stjórnvalda við slíkum atburðum. Hins vegar hafi lögin að geyma víðtækar valdheimildir sem einungis eru virkar á hættustundu. Að því marki sem beiting slíkra valdheimilda leiði til takmörkunar á starfsemi fjölmiðla og þar með tjáningarfrelsi borgaranna þurfi hún að rúmast innan þeirra marka sem ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi setur slíkum takmörkunum. „Að mati Blaðamannafélagsins er sú takmörkun fjölmiðla að svæðinu sem lögreglustjóri hefur fyrirskipað, verulega umfram það sem nauðsynlegt geti talist í skilningi tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar.“ Þá sé í kærunni minnt á að blaðamenn séu jafnan að störfum við hættulegar aðstæður, þar með talið á hamfara- og átakasvæðum sem almennum borgurum hefur jafnvel verið skipað að yfirgefa, og eitt af hlutverkum fjölmiðla sé að flytja fréttir af slíkum svæðum. „Ekki er því sjálfgefið að aðgangur blaðamanna að slíkum svæðum sæti sömu takmörkunum og aðgangur almennings. Þvert á móti verður með tilliti til þess sérstaka hlutverks sem fjölmiðlar gegna bæði almennt og sérstaklega á hættustundu að leggja til grundvallar að tryggja verði blaðamönnum rýmri aðgang að slíkum svæðum til þess að þeir geti sinnt þessu hlutverki.“
Fjölmiðlar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglan Almannavarnir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira