Íþróttaþvottur á landsliðstreyjum Elvar Örn Friðriksson skrifar 23. nóvember 2023 08:01 Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. Það er auðvitað dæmigert að óvinsælt fyrirtæki í rekstri sem 70% þjóðarinnar eru mótfallin samkvæmt nýrri könnun sækist eftir að baða sig í ljósi vinsælda þjóðaríþróttarinnar. Þetta er ekki beint grænþvottur, ekki beint hvítþvottur, kannski íþróttaþvottur? Eins og alþjóð veit stafa óvinsældirnar af ítrekuðum og alvarlegum umhverfisspjöllum í sjókvíaeldi undanfarna mánuði og ár. Sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur náð á skömmum tíma þeim merka árangri að láta milljónir eldislaxa drepast í kvíum sínum, leyfa hundruðum þúsunda eldislaxa að sleppa út í náttúruna, dreifa frjóum norskum eldislaxi í íslenskar ár og nú nýlega að valda versta lúsafaraldri sem sést hefur í þessum bransa. Arnarlax fékk einnig nýverið 120 milljóna sekt á sig vegna vítaverðs aðgæsluleysis þegar meira en 80.000 eldislaxar sluppu úr kvíum þeirra. Þetta er ekki gott fyrir ímyndina....hvað gerir maður þá? Nú auvitað að kaupa sig inn í sameiningartákn þjóðarinnar, íslenska landsliðið. Sennilega er þetta fyrsti bakhjarl íslenska landsliðsins sem er af norskum uppruna. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af árangri íslenska landsliðsins á komandi handboltamótum. Ef vörnin hjá þeim verður jafn lek og netin hjá Arnarlaxi, veit það ekki á gott. Hins vegar er vonarglæta fyrir sóknina, þar sem að nýi bakhjarlinn hefur mikla reynslu af því að komast framhjá öllum vörnum og troða sér áfram þvert á vilja fólks. Ímynd Íslands Eins og kom fram hér fyrir ofan er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur sjókvíaeldi. Þeir hörmungaratburðir sem hafa einkennt iðnaðinn undanfarið hafa ekki aðeins fengið athygli hér á landi, heldur út um allan heim. Stórir erlendir miðlar fjalla um sleppingar, erfðablöndun og lúsafaraldra og allt hefur þetta áhrif á þá hreinu ímynd sem Ísland treystir á. Nýlega birti Vísir grein með fyrirsögninni „Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar“. Heimurinn er orðinn meðvitaður um það að ekki er allt með felldu í þessum iðnaði þar sem orðið „sjálfbærni“ er notað óspart án nokkurrar innistæðu. Vill HSÍ virkilega vera með merki þessa iðnaðar á baki sínu og þannig kynna land og þjóð? Fólkið vill breytingar Það er alveg ljóst að Íslendingar vilja ekki þennan iðnað. Allt það sem náttúruverndarsamtök spáðu fyrir um hefur raungerst á aðeins nokkrum árum. Ísland vill ekki verða þekkt fyrir að vera dýraníðingar og umhverfissóðar og nú nýlega mættu 3.000 manns á Austurvöll og kröfðust þess að iðnaðurinn yrði bannaður. Sjókvíeldi ógnar villtum laxi, íslenskri náttúru og lífsviðurværi allra þeirra fjölskyldna sem treysta á veiðihlunnindi í laxveiðiám. Hvort vill HSÍ vera fulltrúi íslensku þjóðarinnar eða norskrar mengandi stóriðju? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HSÍ Elvar Örn Friðriksson Fiskeldi Landslið karla í handbolta Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. Það er auðvitað dæmigert að óvinsælt fyrirtæki í rekstri sem 70% þjóðarinnar eru mótfallin samkvæmt nýrri könnun sækist eftir að baða sig í ljósi vinsælda þjóðaríþróttarinnar. Þetta er ekki beint grænþvottur, ekki beint hvítþvottur, kannski íþróttaþvottur? Eins og alþjóð veit stafa óvinsældirnar af ítrekuðum og alvarlegum umhverfisspjöllum í sjókvíaeldi undanfarna mánuði og ár. Sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur náð á skömmum tíma þeim merka árangri að láta milljónir eldislaxa drepast í kvíum sínum, leyfa hundruðum þúsunda eldislaxa að sleppa út í náttúruna, dreifa frjóum norskum eldislaxi í íslenskar ár og nú nýlega að valda versta lúsafaraldri sem sést hefur í þessum bransa. Arnarlax fékk einnig nýverið 120 milljóna sekt á sig vegna vítaverðs aðgæsluleysis þegar meira en 80.000 eldislaxar sluppu úr kvíum þeirra. Þetta er ekki gott fyrir ímyndina....hvað gerir maður þá? Nú auvitað að kaupa sig inn í sameiningartákn þjóðarinnar, íslenska landsliðið. Sennilega er þetta fyrsti bakhjarl íslenska landsliðsins sem er af norskum uppruna. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af árangri íslenska landsliðsins á komandi handboltamótum. Ef vörnin hjá þeim verður jafn lek og netin hjá Arnarlaxi, veit það ekki á gott. Hins vegar er vonarglæta fyrir sóknina, þar sem að nýi bakhjarlinn hefur mikla reynslu af því að komast framhjá öllum vörnum og troða sér áfram þvert á vilja fólks. Ímynd Íslands Eins og kom fram hér fyrir ofan er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur sjókvíaeldi. Þeir hörmungaratburðir sem hafa einkennt iðnaðinn undanfarið hafa ekki aðeins fengið athygli hér á landi, heldur út um allan heim. Stórir erlendir miðlar fjalla um sleppingar, erfðablöndun og lúsafaraldra og allt hefur þetta áhrif á þá hreinu ímynd sem Ísland treystir á. Nýlega birti Vísir grein með fyrirsögninni „Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar“. Heimurinn er orðinn meðvitaður um það að ekki er allt með felldu í þessum iðnaði þar sem orðið „sjálfbærni“ er notað óspart án nokkurrar innistæðu. Vill HSÍ virkilega vera með merki þessa iðnaðar á baki sínu og þannig kynna land og þjóð? Fólkið vill breytingar Það er alveg ljóst að Íslendingar vilja ekki þennan iðnað. Allt það sem náttúruverndarsamtök spáðu fyrir um hefur raungerst á aðeins nokkrum árum. Ísland vill ekki verða þekkt fyrir að vera dýraníðingar og umhverfissóðar og nú nýlega mættu 3.000 manns á Austurvöll og kröfðust þess að iðnaðurinn yrði bannaður. Sjókvíeldi ógnar villtum laxi, íslenskri náttúru og lífsviðurværi allra þeirra fjölskyldna sem treysta á veiðihlunnindi í laxveiðiám. Hvort vill HSÍ vera fulltrúi íslensku þjóðarinnar eða norskrar mengandi stóriðju? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi).
Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun