Vilt þú kaupa vöru sem er framleidd í ólöglegri landtökubyggð Ísraels í Palestínu? Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 24. nóvember 2023 12:00 Umræðan um viðskiptabann á Ísrael er bæði áleitin og vaxandi í ljósi yfirgengilega árása Ísraels á Gasa að undanförnu. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs bauð félaginu Íslandi Palestínu á sinn fund til þess að ræða aðgerðir sem Ísland ætti að beita sér fyrir og þar bar margt á góma. Meðal þess er þingsályktunartillaga sem liggur nú þegar fyrir þinginu og snýst um að merkja vörur sem eiga uppruna sinn að rekja til hernumdra svæða í Palestínu. Víða um heim hafa stjórnvöld og neytendur vaknað til vitundar um að hluti útflutningsvara frá Ísrael eigi uppruna sinn að rekja til ólöglegra landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu sem stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum, ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins í Haag og fjölda ályktana Sameinuðu þjóðanna. Eins og gefur að skilja hefur þessi þróun skaðað lífskjör Palestínumanna en ekki má heldur vanmeta hversu umdeildar byggðirnar eru meðal ísraelskra borgara. Ísland hefur aldrei – ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar – viðurkennt landnemabyggðirnar sem hluta Ísraelsríkis. Því ætti ekki að viðurkenna Ísraelsríki sem upprunaland þeirra vara sem framleiddar eru í landnemabyggðunum. Þingmenn VG hafa lagt fram tillögu þessa efnis að minnsta kosti tíu sinnum fyrir Alþingi Íslendinga síðan árið 1999, iðulega með meðflutningi þingmanna úr fleiri flokkum. Vonandi tekst að ná samstöðu um þetta mál núna. Nokkur lönd hafa unnið að reglugerðum þess efnis að upprunamerking þessara vara verði umræddar landnemabyggðir en ekki Ísrael. Á síðasta ári tilkynntu norsk stjórnvöld að merkingin „Framleitt í Ísrael“ eða „Made in Israel“, sé einungis heimil á vörum frá svæðum sem tilheyra Ísrael frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Aðrar vörur þurfi að merkja sem vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum. Þannig að þetta hefur verið tekið upp í nágrannalandi okkar og óskandi að við gætum fylgt því góða fordæmi. Þetta er vissulega ekki það sama og viðskiptabann á vörur frá Ísrael en aðgerð sem skiptir gríðarlega miklu máli til að hnykkja á afstöðu okkar til réttinda Palestínumanna til lands og lífs. Það liggur fyrir úrskurður frá Evrópudómstólnum um það að þetta sé algerlega tæk leið og ekkert henni til fyrirstöðu. Stjórnvöld geta gert sitt. Ég vil líka hvetja íslenska neytendur til að skoða hvar vörurnar sem þeir kaupa eiga uppruna sinn. Það eru til að mynda seld vín í áfengisverslun ríkisins sem eiga uppruna sinn á hernumdum svæðum Palestínu. Mér finnst mikilvægt að við sem neytendur getum valið sjálf hvort við viljum kaupa slíkar vörur. Þetta er því mikilvægt mál, réttlætismál bæði fyrir Palestínumenn en einnig fyrir íslenska neytendur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræðan um viðskiptabann á Ísrael er bæði áleitin og vaxandi í ljósi yfirgengilega árása Ísraels á Gasa að undanförnu. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs bauð félaginu Íslandi Palestínu á sinn fund til þess að ræða aðgerðir sem Ísland ætti að beita sér fyrir og þar bar margt á góma. Meðal þess er þingsályktunartillaga sem liggur nú þegar fyrir þinginu og snýst um að merkja vörur sem eiga uppruna sinn að rekja til hernumdra svæða í Palestínu. Víða um heim hafa stjórnvöld og neytendur vaknað til vitundar um að hluti útflutningsvara frá Ísrael eigi uppruna sinn að rekja til ólöglegra landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu sem stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum, ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins í Haag og fjölda ályktana Sameinuðu þjóðanna. Eins og gefur að skilja hefur þessi þróun skaðað lífskjör Palestínumanna en ekki má heldur vanmeta hversu umdeildar byggðirnar eru meðal ísraelskra borgara. Ísland hefur aldrei – ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar – viðurkennt landnemabyggðirnar sem hluta Ísraelsríkis. Því ætti ekki að viðurkenna Ísraelsríki sem upprunaland þeirra vara sem framleiddar eru í landnemabyggðunum. Þingmenn VG hafa lagt fram tillögu þessa efnis að minnsta kosti tíu sinnum fyrir Alþingi Íslendinga síðan árið 1999, iðulega með meðflutningi þingmanna úr fleiri flokkum. Vonandi tekst að ná samstöðu um þetta mál núna. Nokkur lönd hafa unnið að reglugerðum þess efnis að upprunamerking þessara vara verði umræddar landnemabyggðir en ekki Ísrael. Á síðasta ári tilkynntu norsk stjórnvöld að merkingin „Framleitt í Ísrael“ eða „Made in Israel“, sé einungis heimil á vörum frá svæðum sem tilheyra Ísrael frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Aðrar vörur þurfi að merkja sem vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum. Þannig að þetta hefur verið tekið upp í nágrannalandi okkar og óskandi að við gætum fylgt því góða fordæmi. Þetta er vissulega ekki það sama og viðskiptabann á vörur frá Ísrael en aðgerð sem skiptir gríðarlega miklu máli til að hnykkja á afstöðu okkar til réttinda Palestínumanna til lands og lífs. Það liggur fyrir úrskurður frá Evrópudómstólnum um það að þetta sé algerlega tæk leið og ekkert henni til fyrirstöðu. Stjórnvöld geta gert sitt. Ég vil líka hvetja íslenska neytendur til að skoða hvar vörurnar sem þeir kaupa eiga uppruna sinn. Það eru til að mynda seld vín í áfengisverslun ríkisins sem eiga uppruna sinn á hernumdum svæðum Palestínu. Mér finnst mikilvægt að við sem neytendur getum valið sjálf hvort við viljum kaupa slíkar vörur. Þetta er því mikilvægt mál, réttlætismál bæði fyrir Palestínumenn en einnig fyrir íslenska neytendur. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun