Kynbundið ofbeldi og þjóðarmorð Katrín Harðardóttir skrifar 26. nóvember 2023 14:30 Hvernig stendur á tvískinnungi í málefnum Palestínu? Hvað veldur þögn valdhafa og almennings nú þegar átakalínur skerpast og það er deginum ljósara hvað á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafsins? Hvað er eiginlega í gangi í Utanríkisráðuneytinu? Það er ekki erfitt að verða sér úti um upplýsingar og sjá í gegnum lygarnar sem okkur eru færðar á borð af ráðandi miðlum, þar á meðal okkar eigin miðlum sem virðast oftar en ekki beinþýða upp úr áróðursmaskínu Bandaríkjanna og Ísraels. Hvernig stendur á því að allar þær konur sem fylktu liði í þúsundatali fyrir rétt rúmlega mánuði síðan mæta ekki í kröfugöngur, öskrandi á Alþingi vegna systra þeirra sem liggja nú í fjöldagröfum, syrgja látin börn sín og sefa þau börn sem eftir eru, undir komandi vetri við hungur og húsarústir? En þögninni hafa þó fylgt aðgerðir hér heima, til dæmis var fjölskylda fatlaðs manns send úr landi. Það er vægast sagt sérstakur gjörningur í ljósi þess að margar þessara sömu kvenna mættu galvaskar á fjöldafund til þess að krefjast viðurkenningar á þriðju vakt kvenna. Þar mátti til dæmis sjá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem virðast ekki sjá dómgreindarleysið í því að skilja manninn einanskilja fólk eitt eftir í samfélagi sem reiðir sig á óformlegan stuðning fjölskyldunnar. Bar þá í bakkafullan lækinn þegar átta barna, einstæð móðir frá Palestínu var send á götuna á Spáni. Hvers virði er femínísk paradís ef hún getur ekki skotið skjólshúsi yfir einstæða móður frá hernumdu ríki? Eurovision hefur kennt okkur að Ísrael er svo sannarlega hluti Evrópu, en hvað með Palestínu? Við höfum lifað svo lengi við brenglaða orðræðu að við höfum ekki hugmynd um þá menningarlegu fjölbreytni sem álfan hefur að geyma. Í Palestínu eru ekki teknar myndir af konum sem eru ekki huldar, af virðingu við þær. Af þessum sökum fáum við ekki alla myndina af því hvað er að gerast og hefur gerst á undanförnum vikum. En það kynbundna ofbeldi sem á sér stað í öllum stríðum er einnig staðreynd í þjóðarmorðinu á Gaza og þeim kerfisbundnu þjóðarhreinsunum sem eiga sér stað út um alla Palestínu. Þessar upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum sem standa bæði ráðafólki, almenningi og fréttamiðlum til boða. Ríkisstjórnin og við sem þjóð, sem hampar sér af mannúð og femínískum gildum, er samsek um þjóðarmorð ef hún lætur ekki heyra í sér á alþjóðlegum grundvelli og slítur viðskipta - og stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef við flykkjumst ekki öll út á götu og mótmælum, þá erum við samsek. Þarf fólk að vera á launum til að mæta? Eða er palestínska þjóðin ekki rétt á litinn? Höfundur er baráttukona fyrir mannréttindum, femínisti og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á tvískinnungi í málefnum Palestínu? Hvað veldur þögn valdhafa og almennings nú þegar átakalínur skerpast og það er deginum ljósara hvað á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafsins? Hvað er eiginlega í gangi í Utanríkisráðuneytinu? Það er ekki erfitt að verða sér úti um upplýsingar og sjá í gegnum lygarnar sem okkur eru færðar á borð af ráðandi miðlum, þar á meðal okkar eigin miðlum sem virðast oftar en ekki beinþýða upp úr áróðursmaskínu Bandaríkjanna og Ísraels. Hvernig stendur á því að allar þær konur sem fylktu liði í þúsundatali fyrir rétt rúmlega mánuði síðan mæta ekki í kröfugöngur, öskrandi á Alþingi vegna systra þeirra sem liggja nú í fjöldagröfum, syrgja látin börn sín og sefa þau börn sem eftir eru, undir komandi vetri við hungur og húsarústir? En þögninni hafa þó fylgt aðgerðir hér heima, til dæmis var fjölskylda fatlaðs manns send úr landi. Það er vægast sagt sérstakur gjörningur í ljósi þess að margar þessara sömu kvenna mættu galvaskar á fjöldafund til þess að krefjast viðurkenningar á þriðju vakt kvenna. Þar mátti til dæmis sjá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem virðast ekki sjá dómgreindarleysið í því að skilja manninn einanskilja fólk eitt eftir í samfélagi sem reiðir sig á óformlegan stuðning fjölskyldunnar. Bar þá í bakkafullan lækinn þegar átta barna, einstæð móðir frá Palestínu var send á götuna á Spáni. Hvers virði er femínísk paradís ef hún getur ekki skotið skjólshúsi yfir einstæða móður frá hernumdu ríki? Eurovision hefur kennt okkur að Ísrael er svo sannarlega hluti Evrópu, en hvað með Palestínu? Við höfum lifað svo lengi við brenglaða orðræðu að við höfum ekki hugmynd um þá menningarlegu fjölbreytni sem álfan hefur að geyma. Í Palestínu eru ekki teknar myndir af konum sem eru ekki huldar, af virðingu við þær. Af þessum sökum fáum við ekki alla myndina af því hvað er að gerast og hefur gerst á undanförnum vikum. En það kynbundna ofbeldi sem á sér stað í öllum stríðum er einnig staðreynd í þjóðarmorðinu á Gaza og þeim kerfisbundnu þjóðarhreinsunum sem eiga sér stað út um alla Palestínu. Þessar upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum sem standa bæði ráðafólki, almenningi og fréttamiðlum til boða. Ríkisstjórnin og við sem þjóð, sem hampar sér af mannúð og femínískum gildum, er samsek um þjóðarmorð ef hún lætur ekki heyra í sér á alþjóðlegum grundvelli og slítur viðskipta - og stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef við flykkjumst ekki öll út á götu og mótmælum, þá erum við samsek. Þarf fólk að vera á launum til að mæta? Eða er palestínska þjóðin ekki rétt á litinn? Höfundur er baráttukona fyrir mannréttindum, femínisti og þýðandi.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar