Hefja vinnslu á ný í Grindavík Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2023 11:52 Þorbjörn í Grindavík heitir eftir samnefndu fjalli í bænum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að byrja að pakka saltfiski á ný í vinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjarnar í Grindavík í dag og er starfsfólk mætt á staðinn. Fyrirtækjum í Grindavík hefur nú verið auðveldað að hefja starfsemi aftur eftir að reglur um viðveru í bænum voru rýmkaðar. Frá og með deginum í dag mega íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja vera í bænum frá sjö á morgnana til fimm á daginn en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. „Ég á nú von á því að þetta komi sér vel og fyrirtæki geti þá hugað að rekstri og jafnvel hafið rekstur að nýju. Að því gefnu að lagnakerfi séu í lagi,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sum af fyrirtækjunum í bænum eru að hefja starfsemi á ný. Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Arctic Saga, sem er sölufyrirtæki Þorbjarnar á Spáni, segir starfsemi landvinnslunnar hjá Þorbirni vera að hefjast á ný í dag. Tíu til fimmtán starfsmenn séu mættir á svæðið og til standi að byrja að pakka saltfisk aftur í dag. Tómas segir fiskinn hafa verið fluttan í geymslu í Þorlákshöfn þegar eftir stóru jarðskjálftana en nú sé búið að flytja fiskinn til baka og vinnslan að hefjast. Úlfar telur stöðuna þannig að óhætt sé fyrir fólk að vera í bænum yfir daginn. „Eins og staðan er í augnablikinu þá eru ekki taldar miklar líkur á eldgosi í Grindavík eða í næsta nágrenni við Grindavík og það er nú meðal annars þess vegna sem að þessi rýmkun á sér stað.“ Þá segir hann færri hafi lagt leið sína í bæinn undanfarna daga. „Þetta hefur nú verið þannig í gær og síðustu daga að það er nú ekki mikil traffík inn í Grindavík en það eru þá helst viðgerðarflokkar eða starfsmenn fyrirtækja sem eru að huga að sínum fyrirtækjum.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28 Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Frá og með deginum í dag mega íbúar í Grindavík og starfsmenn fyrirtækja vera í bænum frá sjö á morgnana til fimm á daginn en áður opnaði ekki fyrr en klukkan níu. „Ég á nú von á því að þetta komi sér vel og fyrirtæki geti þá hugað að rekstri og jafnvel hafið rekstur að nýju. Að því gefnu að lagnakerfi séu í lagi,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sum af fyrirtækjunum í bænum eru að hefja starfsemi á ný. Tómas Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Arctic Saga, sem er sölufyrirtæki Þorbjarnar á Spáni, segir starfsemi landvinnslunnar hjá Þorbirni vera að hefjast á ný í dag. Tíu til fimmtán starfsmenn séu mættir á svæðið og til standi að byrja að pakka saltfisk aftur í dag. Tómas segir fiskinn hafa verið fluttan í geymslu í Þorlákshöfn þegar eftir stóru jarðskjálftana en nú sé búið að flytja fiskinn til baka og vinnslan að hefjast. Úlfar telur stöðuna þannig að óhætt sé fyrir fólk að vera í bænum yfir daginn. „Eins og staðan er í augnablikinu þá eru ekki taldar miklar líkur á eldgosi í Grindavík eða í næsta nágrenni við Grindavík og það er nú meðal annars þess vegna sem að þessi rýmkun á sér stað.“ Þá segir hann færri hafi lagt leið sína í bæinn undanfarna daga. „Þetta hefur nú verið þannig í gær og síðustu daga að það er nú ekki mikil traffík inn í Grindavík en það eru þá helst viðgerðarflokkar eða starfsmenn fyrirtækja sem eru að huga að sínum fyrirtækjum.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28 Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Opna stuðningstorg fyrir Grindvíkinga Almannavarnir, Rauði krossinn og íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið rafrænu stuðningstorgi á laggirnar. Þar geta Grindvíkingar sótt sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu frá og með deginum í dag. 28. nóvember 2023 10:28
Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent