Palestína er prófsteinninn! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 29. nóvember 2023 18:01 Það sem gerist í Palestínu er miklu víðtækara mál en eingöngu fjöldamorðin og kúgunin sem Ísraelsher fremur nú sem fyrr á Gaza og á Vesturbakkanum. Afstaða vestrænna ríkja upp til hópa gagnvart framferði Ísraels og stöðu Palestínu er hinn raunverulegi prófsteinn á stefnu þeirra og gildi hátíðlegra yfirlýsinga um mikilvægi alþjóðsáttmála um lýðréttindi og frelsi. Í afstöðunni til Ísrael kristallast sú staðreynd - að ráðamenn vestrænna ríkja eru tvöfaldir í roðinu - þeir samþykkja margvíslegar og víðtækar refsiaðgerðir gegn sumum ríkjum sem brjóta gegn mannréttindasáttmálum. Gegn löndum sem brjóta mannréttindi; Rússlandi, Íran, N- Kóreu ofl. er beitt efnahagsþvingunum og útilokun frá alþjóðlegu menningarsamstarfi, íþróttakeppnum og vísindasamstarfi. En Ísrael, apartheidríkið, sem stelur landi, myrðir ungabörn, heldur úti lengsta hernámi sögunnar, byggir ólöglega múra, fangelsar börn og fullorðna án dóms og laga og myrðir forystumenn Palestínumanna hvar sem þá er að finna; Ísrael sem hefur einn lengsta feril mannréttindabrota allra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna, er í hávegum haft. Og nýtur stuðnings á sviði efnahags-, hernaðar- og stjórnmála. Og nú sem aldrei fyrr. Heimafyrir, í ýmsum Evrópulöndum, er allt öfugsnúið þegar ríkisstjórnir sem segjast fylgja mannréttindum ráðast gegn grundvallarréttindum eigin þegna. Fjöldi fólks á Vesturlöndum, í ýmsum starfsgreinum s.s. fjölmiðlum og listum, sem vogar sé að gagnrýna stefnu Ísraels, er rekið úr starfi. Gagnrýni á framferði Ísraels og á síonismann er sögð vera gyðingahatur! Hver borgar? Ríkisstjórnir margra landa senda hersetnum Palestínumönnum lífsnauðsynjar og byggja m.a. skóla og sjúkrahús. Gazabúar eru flestir á framfæri Sameinuðu þjóðanna, atvinnulausir í herkví í tæp tuttugu ár. Í sífelldum árásum Ísraelshers eru skólarnir og sjúkrahúsin eyðilögð og skrúfað fyrir eldsneyti, vatn og lyfjasendingar. Þá kemur til kasta „alþjóðasamfélagsins“, skólar og sjúkrahús endurbyggð og lífsnauðsynjar sendar til innilokaðra Palestínumanna - innilokaðir af Ísraelhers sem tekur enga ábyrgð á gerðum sínum Í stórárásinni sem hófst í október 2023 endurtekur sagan sig - Ísraelsher sprengir sjúkrahús, skóla, heimili og birgðarstöðvar í loft upp. Og Evrópulönd ofl. senda mat,vatn, lyf, eldsneyti til að bjarga nauðstöddum Gazabúum. Nú þegar er byrjað að ræða enduruppbyggingu Gaza. En það er ekki hið ósnertanlega Ísrael ber kostnað af eyðileggingunni sem her þeirra veldur - það gera skattgreiðendur í öðrum löndum. Tvöfeldnin er ótrúleg. Ísraelsher fær stuðning í formi hátæknivopna frá Vesturlöndum sem eru notuð til að eyðileggja líf og lífsafkomu Palestínumanna. Vesturlönd borga því bæði fyrir eyðilegginguna og uppbygginguna! Gjá milli orða og efnda Almenningur Evrópu og víðar sér þessa tvöfeldni sem blasir við - og kostnaðinn sem almenningur ber að sjálfsögðu. Og stjórnvöld verða ómerkingar - fólk sem segir eitt en gerir annað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkismálaráðherra, var aldrei spör á orð um mikilvægi mannréttinda og fylgni við alþjóðasamninga - ekki síst fyrir smáþjóðir. Enn situr hún í ríkisstjórn sem hagar sé með sama hætti og aðrar ríkisstjórnir Vesturlanda - styður Ísrael samtímis sem Ísrael myrðir þúsundir barna og lýsir jafnframt yfir að þessu sé ekki lokið. Er mögulegt að leggjast lægra - að skapa stærri gjá milli orða og efnda? Hræsnisfullir leiðtogar Vesturlanda uppskera eins og þeir sá - þeir standa naktir í tvöfeldni sinni. Traust til stjórnmálastarfs hrynur, þátttaka í kosningum minnkar og lýðræðið stendur veikar. Palestínumálið er prófsteinn - ef Ísrael getur haldið áfram á sinni vegferð, hundsað allt sem er svo mikilvægt í samskiptum ríkja og einstaklinga - þá hefur hið s.k. alþjóðsamfélag fallið enn og aftur á prófinu. Nú er tækifæri til að stíga á stokk til að verja lýðræðið, mannréttindin og frelsið! Hvaða ríkisstjórnir vestrænna landa ætla að stöðva hryðjuverk Ísraels? Hvaða ríkisstjórnir ætla áfram að fylla flokk hinna óheiðarlegu; þeirra sem segjast aðhyllast mannréttindi og frelsi - en styðja stríðsglæpi Ísraels! Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera? Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Það sem gerist í Palestínu er miklu víðtækara mál en eingöngu fjöldamorðin og kúgunin sem Ísraelsher fremur nú sem fyrr á Gaza og á Vesturbakkanum. Afstaða vestrænna ríkja upp til hópa gagnvart framferði Ísraels og stöðu Palestínu er hinn raunverulegi prófsteinn á stefnu þeirra og gildi hátíðlegra yfirlýsinga um mikilvægi alþjóðsáttmála um lýðréttindi og frelsi. Í afstöðunni til Ísrael kristallast sú staðreynd - að ráðamenn vestrænna ríkja eru tvöfaldir í roðinu - þeir samþykkja margvíslegar og víðtækar refsiaðgerðir gegn sumum ríkjum sem brjóta gegn mannréttindasáttmálum. Gegn löndum sem brjóta mannréttindi; Rússlandi, Íran, N- Kóreu ofl. er beitt efnahagsþvingunum og útilokun frá alþjóðlegu menningarsamstarfi, íþróttakeppnum og vísindasamstarfi. En Ísrael, apartheidríkið, sem stelur landi, myrðir ungabörn, heldur úti lengsta hernámi sögunnar, byggir ólöglega múra, fangelsar börn og fullorðna án dóms og laga og myrðir forystumenn Palestínumanna hvar sem þá er að finna; Ísrael sem hefur einn lengsta feril mannréttindabrota allra ríkja innan Sameinuðu þjóðanna, er í hávegum haft. Og nýtur stuðnings á sviði efnahags-, hernaðar- og stjórnmála. Og nú sem aldrei fyrr. Heimafyrir, í ýmsum Evrópulöndum, er allt öfugsnúið þegar ríkisstjórnir sem segjast fylgja mannréttindum ráðast gegn grundvallarréttindum eigin þegna. Fjöldi fólks á Vesturlöndum, í ýmsum starfsgreinum s.s. fjölmiðlum og listum, sem vogar sé að gagnrýna stefnu Ísraels, er rekið úr starfi. Gagnrýni á framferði Ísraels og á síonismann er sögð vera gyðingahatur! Hver borgar? Ríkisstjórnir margra landa senda hersetnum Palestínumönnum lífsnauðsynjar og byggja m.a. skóla og sjúkrahús. Gazabúar eru flestir á framfæri Sameinuðu þjóðanna, atvinnulausir í herkví í tæp tuttugu ár. Í sífelldum árásum Ísraelshers eru skólarnir og sjúkrahúsin eyðilögð og skrúfað fyrir eldsneyti, vatn og lyfjasendingar. Þá kemur til kasta „alþjóðasamfélagsins“, skólar og sjúkrahús endurbyggð og lífsnauðsynjar sendar til innilokaðra Palestínumanna - innilokaðir af Ísraelhers sem tekur enga ábyrgð á gerðum sínum Í stórárásinni sem hófst í október 2023 endurtekur sagan sig - Ísraelsher sprengir sjúkrahús, skóla, heimili og birgðarstöðvar í loft upp. Og Evrópulönd ofl. senda mat,vatn, lyf, eldsneyti til að bjarga nauðstöddum Gazabúum. Nú þegar er byrjað að ræða enduruppbyggingu Gaza. En það er ekki hið ósnertanlega Ísrael ber kostnað af eyðileggingunni sem her þeirra veldur - það gera skattgreiðendur í öðrum löndum. Tvöfeldnin er ótrúleg. Ísraelsher fær stuðning í formi hátæknivopna frá Vesturlöndum sem eru notuð til að eyðileggja líf og lífsafkomu Palestínumanna. Vesturlönd borga því bæði fyrir eyðilegginguna og uppbygginguna! Gjá milli orða og efnda Almenningur Evrópu og víðar sér þessa tvöfeldni sem blasir við - og kostnaðinn sem almenningur ber að sjálfsögðu. Og stjórnvöld verða ómerkingar - fólk sem segir eitt en gerir annað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkismálaráðherra, var aldrei spör á orð um mikilvægi mannréttinda og fylgni við alþjóðasamninga - ekki síst fyrir smáþjóðir. Enn situr hún í ríkisstjórn sem hagar sé með sama hætti og aðrar ríkisstjórnir Vesturlanda - styður Ísrael samtímis sem Ísrael myrðir þúsundir barna og lýsir jafnframt yfir að þessu sé ekki lokið. Er mögulegt að leggjast lægra - að skapa stærri gjá milli orða og efnda? Hræsnisfullir leiðtogar Vesturlanda uppskera eins og þeir sá - þeir standa naktir í tvöfeldni sinni. Traust til stjórnmálastarfs hrynur, þátttaka í kosningum minnkar og lýðræðið stendur veikar. Palestínumálið er prófsteinn - ef Ísrael getur haldið áfram á sinni vegferð, hundsað allt sem er svo mikilvægt í samskiptum ríkja og einstaklinga - þá hefur hið s.k. alþjóðsamfélag fallið enn og aftur á prófinu. Nú er tækifæri til að stíga á stokk til að verja lýðræðið, mannréttindin og frelsið! Hvaða ríkisstjórnir vestrænna landa ætla að stöðva hryðjuverk Ísraels? Hvaða ríkisstjórnir ætla áfram að fylla flokk hinna óheiðarlegu; þeirra sem segjast aðhyllast mannréttindi og frelsi - en styðja stríðsglæpi Ísraels! Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera? Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun