Liverpool vann í endurkomu Wilder 6. desember 2023 21:40 Markaskorarar kvöldsins hjá Liverpool. Vísir/getty Það var augljóst að sjá að það var aukinn kraftur í leikmönnum Sheffield í kvöld, miðað við síðustu leiki liðsins og börðust þeir mikið í byrjun leiks. Liverpool náði því ekki að skora á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins en eftir það fóru færin að koma. Liverpool fékk hornspyrnu á 37. mínútu sem Trent Alexander-Arnold tók og endaði boltann beint fyrir framan Virgil Van Djik sem þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið og staðan því orðin 0-1. Þannig var staðan allt þar til undir blálokin þar sem leikmenn Sheffield reyndu allt hvað þeir gátu að jafna metin en inn vildi boltinn ekki. Boltinn vildi hins vegar inn hjá Liverpool og var það Ungverjinn Dominik Szoboszlai sem skoraði markið á fimmtu mínútu uppbótartíma og tryggði Liverpool sigurinn. Eftir leikinn er Liverpool í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma. Brighton hafði betur gegn Brentford 2-1, Bournemouth sótti sterkan útisigur á Selhurst Park gegn Crystal Palace 0-2 og síðan var það Fulham sem kjöldró Nottingham Forrest 5-0 á heimavelli. Enski boltinn
Það var augljóst að sjá að það var aukinn kraftur í leikmönnum Sheffield í kvöld, miðað við síðustu leiki liðsins og börðust þeir mikið í byrjun leiks. Liverpool náði því ekki að skora á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins en eftir það fóru færin að koma. Liverpool fékk hornspyrnu á 37. mínútu sem Trent Alexander-Arnold tók og endaði boltann beint fyrir framan Virgil Van Djik sem þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið og staðan því orðin 0-1. Þannig var staðan allt þar til undir blálokin þar sem leikmenn Sheffield reyndu allt hvað þeir gátu að jafna metin en inn vildi boltinn ekki. Boltinn vildi hins vegar inn hjá Liverpool og var það Ungverjinn Dominik Szoboszlai sem skoraði markið á fimmtu mínútu uppbótartíma og tryggði Liverpool sigurinn. Eftir leikinn er Liverpool í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma. Brighton hafði betur gegn Brentford 2-1, Bournemouth sótti sterkan útisigur á Selhurst Park gegn Crystal Palace 0-2 og síðan var það Fulham sem kjöldró Nottingham Forrest 5-0 á heimavelli.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti