Sótsvartur veruleiki fatlaðs fólks á Íslandi Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 6. desember 2023 14:31 Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi. Við vissum að niðurstöðurnar yrðu ekki góðar en þær eru virkilega sláandi. Þessi staða er óboðleg, hér þarf ráðafólk virkilega að taka til hendinni og vinna sína vinnu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á rannvinn.is en hér eru helstu niðurstöður hennar: Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. Útgjöldum án þess að stofna til skuldar Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður Af þessum niðurstöðum að dæma má hreinlega afmá þá mýtu að Ísland sé velferðarsamfélag. Fötluðu fólki er úthýst, það býr við fátækt ofan á þá staðreynd að búa við slæma heilsu. Það hlýtur að vera nógu afleitt að búa við slæma heilsu. Hver eru rökin fyrir að dæma fólk í ofanálag til fátæktar? Er fatlað fólk svartur blettur á samfélaginu? Þau sem höfðu heilsu og voru í vinnu og/eða skóla, misstu þau verðleika sinn þegar þau misstu heilsuna? Þau sem fæddust fötluð, voru þau aldrei verðmæt? Hér þarf að eiga sér stað samfélagsleg viðhorfsbreyting. Það hefur enginn það að markmiði að verða öryrki. Við erum öll verðmæt, við eigum öll að fá að lifa lífinu með reisn og fatlað fólk svo sannarlega ekki baggi á þjóðfélagið. Höfundur er formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka, varaformaður Endósamtakanna og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi. Við vissum að niðurstöðurnar yrðu ekki góðar en þær eru virkilega sláandi. Þessi staða er óboðleg, hér þarf ráðafólk virkilega að taka til hendinni og vinna sína vinnu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á rannvinn.is en hér eru helstu niðurstöður hennar: Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. Útgjöldum án þess að stofna til skuldar Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður Af þessum niðurstöðum að dæma má hreinlega afmá þá mýtu að Ísland sé velferðarsamfélag. Fötluðu fólki er úthýst, það býr við fátækt ofan á þá staðreynd að búa við slæma heilsu. Það hlýtur að vera nógu afleitt að búa við slæma heilsu. Hver eru rökin fyrir að dæma fólk í ofanálag til fátæktar? Er fatlað fólk svartur blettur á samfélaginu? Þau sem höfðu heilsu og voru í vinnu og/eða skóla, misstu þau verðleika sinn þegar þau misstu heilsuna? Þau sem fæddust fötluð, voru þau aldrei verðmæt? Hér þarf að eiga sér stað samfélagsleg viðhorfsbreyting. Það hefur enginn það að markmiði að verða öryrki. Við erum öll verðmæt, við eigum öll að fá að lifa lífinu með reisn og fatlað fólk svo sannarlega ekki baggi á þjóðfélagið. Höfundur er formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka, varaformaður Endósamtakanna og öryrki.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun