Sótsvartur veruleiki fatlaðs fólks á Íslandi Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 6. desember 2023 14:31 Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi. Við vissum að niðurstöðurnar yrðu ekki góðar en þær eru virkilega sláandi. Þessi staða er óboðleg, hér þarf ráðafólk virkilega að taka til hendinni og vinna sína vinnu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á rannvinn.is en hér eru helstu niðurstöður hennar: Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. Útgjöldum án þess að stofna til skuldar Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður Af þessum niðurstöðum að dæma má hreinlega afmá þá mýtu að Ísland sé velferðarsamfélag. Fötluðu fólki er úthýst, það býr við fátækt ofan á þá staðreynd að búa við slæma heilsu. Það hlýtur að vera nógu afleitt að búa við slæma heilsu. Hver eru rökin fyrir að dæma fólk í ofanálag til fátæktar? Er fatlað fólk svartur blettur á samfélaginu? Þau sem höfðu heilsu og voru í vinnu og/eða skóla, misstu þau verðleika sinn þegar þau misstu heilsuna? Þau sem fæddust fötluð, voru þau aldrei verðmæt? Hér þarf að eiga sér stað samfélagsleg viðhorfsbreyting. Það hefur enginn það að markmiði að verða öryrki. Við erum öll verðmæt, við eigum öll að fá að lifa lífinu með reisn og fatlað fólk svo sannarlega ekki baggi á þjóðfélagið. Höfundur er formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka, varaformaður Endósamtakanna og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi. Við vissum að niðurstöðurnar yrðu ekki góðar en þær eru virkilega sláandi. Þessi staða er óboðleg, hér þarf ráðafólk virkilega að taka til hendinni og vinna sína vinnu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á rannvinn.is en hér eru helstu niðurstöður hennar: Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. Útgjöldum án þess að stofna til skuldar Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður Af þessum niðurstöðum að dæma má hreinlega afmá þá mýtu að Ísland sé velferðarsamfélag. Fötluðu fólki er úthýst, það býr við fátækt ofan á þá staðreynd að búa við slæma heilsu. Það hlýtur að vera nógu afleitt að búa við slæma heilsu. Hver eru rökin fyrir að dæma fólk í ofanálag til fátæktar? Er fatlað fólk svartur blettur á samfélaginu? Þau sem höfðu heilsu og voru í vinnu og/eða skóla, misstu þau verðleika sinn þegar þau misstu heilsuna? Þau sem fæddust fötluð, voru þau aldrei verðmæt? Hér þarf að eiga sér stað samfélagsleg viðhorfsbreyting. Það hefur enginn það að markmiði að verða öryrki. Við erum öll verðmæt, við eigum öll að fá að lifa lífinu með reisn og fatlað fólk svo sannarlega ekki baggi á þjóðfélagið. Höfundur er formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka, varaformaður Endósamtakanna og öryrki.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun