Vandræði Tottenham halda áfram 7. desember 2023 22:13 James Ward-Prowse skoraði sigurmark West Ham. Nigel French/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Tottenham tapaði ekki leik í fyrstu tíu umferðunum í ensku úrvalsdeildinni er liðið nú án sigurs í síðustu fimm leikjum eftir 1-2 tap gegn West Ham í Lundúnaslag í kvöld. Heimamenn í Tottenham byrjuðu leikinn mun betur, og voru í raun sterkari aðilinn allan tímann, og Christian Romero kom liðinu yfir strax á elleftu mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu Pedro Porro í netið. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að miklu leyti farið fram í kringum vítateig West Ham tókst heimamönnum ekki að finna netið í annað skipti fyrir hálfleik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir áframhaldandi yfirburði heimamanna í síðari hálfleik voru það gestirnir sem jöfnuðu metin þegar Jarrod Bowen setti boltann í netið eftir að boltinn hafði skoppað á milli manna inni í vítateig Tottenham og staðan orðin 1-1 gegn gangi leiksins. Það er ekki alltaf spurt að því hver gangur leiksins er og gestirnir bættu öðru marki við á 74. mínútu þegar James Ward-Prowse nýtti sér mistök í vörn Tottenham og tryggði gestunum þar með mikilvægan sigur, 1-2. Eftir sigurinn er West Ham með 24 stig í níunda sæti deildarinnar eftir 15 umferðir, þremur stigum á eftir Tottenham sem situr í fimmta sæti. Enski boltinn
Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Tottenham tapaði ekki leik í fyrstu tíu umferðunum í ensku úrvalsdeildinni er liðið nú án sigurs í síðustu fimm leikjum eftir 1-2 tap gegn West Ham í Lundúnaslag í kvöld. Heimamenn í Tottenham byrjuðu leikinn mun betur, og voru í raun sterkari aðilinn allan tímann, og Christian Romero kom liðinu yfir strax á elleftu mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu Pedro Porro í netið. Þrátt fyrir að leikurinn hafi að miklu leyti farið fram í kringum vítateig West Ham tókst heimamönnum ekki að finna netið í annað skipti fyrir hálfleik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir áframhaldandi yfirburði heimamanna í síðari hálfleik voru það gestirnir sem jöfnuðu metin þegar Jarrod Bowen setti boltann í netið eftir að boltinn hafði skoppað á milli manna inni í vítateig Tottenham og staðan orðin 1-1 gegn gangi leiksins. Það er ekki alltaf spurt að því hver gangur leiksins er og gestirnir bættu öðru marki við á 74. mínútu þegar James Ward-Prowse nýtti sér mistök í vörn Tottenham og tryggði gestunum þar með mikilvægan sigur, 1-2. Eftir sigurinn er West Ham með 24 stig í níunda sæti deildarinnar eftir 15 umferðir, þremur stigum á eftir Tottenham sem situr í fimmta sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti