Friður 3000 Geir Gunnar Markússon skrifar 11. desember 2023 11:00 Heiti þessa pistils er fengið frá þeim tíma þegar Ástþór Magnússon var í framboði til forseta Íslands árið 1996 og notaðist við slagorðið „Friður 2000“. Ástþór var með það markmið að ná alheimsfrið fyrir árið 2000 en miðað við ástandið í heimsmálum í dag þá virðist nú friður í heiminum frekar fjarlægt markmið. Kannski verðum við búin að ná að sættast á frið í heiminum árið 3000? Hvernig stendur á því að borgarar þessa heims þurfa alltaf að vera í stríði? Maður hefði vonað að með meiri velmegun, aukinni þekkingu og af reynslu fyrri stríða að menn færu nú að slíðra sverðin. Við virðumst lítið sem ekkert læra af sögunni og Gyðingar sem fóru hvað verst út úr seinni heimstyrjöldinni eru nú farnir að slátra Palestínumönnum í „útrýmingarbúðum“ á Gaza! Alveg galið og það er alveg sama hvað maður hugsar þetta djúp þetta bara gengur ekki upp í hausnum á manni. Það er svo merkilegt með öll þessi stríð nú á tímum og áður fyrr að þetta er svo oft gert í nafni trúar. Það er einkennilegt að drepa í nafni trúar, því flest trúarbrögð ganga út á kærleik! Hvaða máli skiptir það hvað við trúum á s.s. Guð, Múhameð, Búdda, okkur sjálf, ekki neitt, heilagar kýr eða sólina, svo lengi sem við erum góðar manneskjur? En hverjir eru að heyja þessi stríð? Það eru oftast valdagráðugir, ríkir og frekir karlar sem telja að þeir megi allt, geti allt og ætla að gera heiminn að sínum. Freki karlinn er búinn að fá að stjórna þessum heimi allt of lengi með þeim „árangri“ sem við sjáum á þessum stríðshrjáða og sundraða heimi. Það er óskandi að kvenmenn fari að taka við stjórn heimsins. Því ef konur munu ráða hér í heiminum þá væru ekki lönd í stríði við hvort annað, þau væru bara í fýlu við hvort annað. Þeir sem síst mega sín verða svo helstu fórnarlömb þessara stríða. Það er ekki hallir freku karlanna sem eru sprengdar upp í stríðum heldur heimili friðelskandi fólks sem hefur ekkert til saka unnið nema að fæðast í þennan grimma heim. Flóttamenn úr stríðshrjáðum löndum fá svo slæmar móttökur frá freka karlinum sem vill helsta loka landamærum síns lands því ekki vill hann að eyða aurum í innflytjendur. Freki karlinn er duglegur í dag að byggja gjá milli „almennra“ borgara og innflytjenda sem þeir sjá oft allt til foráttu. Það er vonandi fyrir freka karlinn að hann verði aldrei flóttamaður frá eigin landi! Eigum við borgarar þessa heims ekki að fara að senda freka karlinn á eftirlaun? Hann hefur fengið að ganga of langt með græðgi og yfirgangi, það er kominn tími til að friðelskandi og víðsýnt fólk fái að stýra í þessum heimi. Það sem er hættulegast í þessum heimi er að gott fólk geri ekki neitt og leyfi freka karlinum að stjórna án þess að láta í sér heyra eða bregðast við ranglætinu, græðginni og frekjunni. Ég vil trúa því að það séu fleiri í þessum heimi sem eru friðelskandi og vilja ekkert frekar en lifa í sátt og samlyndi. Að við förum að vinna saman og auðga þjóðfélög með allskyns blöndum af mismunandi fólki. Stefnum að því að deila friði um allan heim og kjósum freku karlana burt. Deilum ást, umhyggju, hlýju og náungakærleik. Tökum upp friðarbyltingu og förum að pósta #peace2030 út um allt. Heimurinn og við eigum það skilið. Byggjum brýr í stað múra! Ef við erum með stórt heimili og miklar tekjur, bjóðum þeim sem minna mega sín til okkar í stað þess að byggja múra í kringum heimili okkar. Eigið gleðileg og kærleiksrík jól. Höfundur er næringarfræðingur. Imagine (íslensk þýðing) Að hugsa himnaríki og helvíti ekki til aðeins jörð og himin það er auðvelt ef ég vil. Að hugsa að allir lifðu og hrærðust hér og nú. Hugsaðu þér hvergi nein landamæri lögð að drepa og deyja fyrir né deilt um trúarbrögð. Já hugsaðu þér heiminn halda grið og frið. Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn gerum heiminn að griðastað. Að hugsa sér ef engar eignir væru til græðgi og hungur horfin, hvergi ranglátt spil Að hugsa öll gæði heimsins og jarðar deilast jafnt Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn, gerum heiminn að einum stað. - John Lennon Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Heiti þessa pistils er fengið frá þeim tíma þegar Ástþór Magnússon var í framboði til forseta Íslands árið 1996 og notaðist við slagorðið „Friður 2000“. Ástþór var með það markmið að ná alheimsfrið fyrir árið 2000 en miðað við ástandið í heimsmálum í dag þá virðist nú friður í heiminum frekar fjarlægt markmið. Kannski verðum við búin að ná að sættast á frið í heiminum árið 3000? Hvernig stendur á því að borgarar þessa heims þurfa alltaf að vera í stríði? Maður hefði vonað að með meiri velmegun, aukinni þekkingu og af reynslu fyrri stríða að menn færu nú að slíðra sverðin. Við virðumst lítið sem ekkert læra af sögunni og Gyðingar sem fóru hvað verst út úr seinni heimstyrjöldinni eru nú farnir að slátra Palestínumönnum í „útrýmingarbúðum“ á Gaza! Alveg galið og það er alveg sama hvað maður hugsar þetta djúp þetta bara gengur ekki upp í hausnum á manni. Það er svo merkilegt með öll þessi stríð nú á tímum og áður fyrr að þetta er svo oft gert í nafni trúar. Það er einkennilegt að drepa í nafni trúar, því flest trúarbrögð ganga út á kærleik! Hvaða máli skiptir það hvað við trúum á s.s. Guð, Múhameð, Búdda, okkur sjálf, ekki neitt, heilagar kýr eða sólina, svo lengi sem við erum góðar manneskjur? En hverjir eru að heyja þessi stríð? Það eru oftast valdagráðugir, ríkir og frekir karlar sem telja að þeir megi allt, geti allt og ætla að gera heiminn að sínum. Freki karlinn er búinn að fá að stjórna þessum heimi allt of lengi með þeim „árangri“ sem við sjáum á þessum stríðshrjáða og sundraða heimi. Það er óskandi að kvenmenn fari að taka við stjórn heimsins. Því ef konur munu ráða hér í heiminum þá væru ekki lönd í stríði við hvort annað, þau væru bara í fýlu við hvort annað. Þeir sem síst mega sín verða svo helstu fórnarlömb þessara stríða. Það er ekki hallir freku karlanna sem eru sprengdar upp í stríðum heldur heimili friðelskandi fólks sem hefur ekkert til saka unnið nema að fæðast í þennan grimma heim. Flóttamenn úr stríðshrjáðum löndum fá svo slæmar móttökur frá freka karlinum sem vill helsta loka landamærum síns lands því ekki vill hann að eyða aurum í innflytjendur. Freki karlinn er duglegur í dag að byggja gjá milli „almennra“ borgara og innflytjenda sem þeir sjá oft allt til foráttu. Það er vonandi fyrir freka karlinn að hann verði aldrei flóttamaður frá eigin landi! Eigum við borgarar þessa heims ekki að fara að senda freka karlinn á eftirlaun? Hann hefur fengið að ganga of langt með græðgi og yfirgangi, það er kominn tími til að friðelskandi og víðsýnt fólk fái að stýra í þessum heimi. Það sem er hættulegast í þessum heimi er að gott fólk geri ekki neitt og leyfi freka karlinum að stjórna án þess að láta í sér heyra eða bregðast við ranglætinu, græðginni og frekjunni. Ég vil trúa því að það séu fleiri í þessum heimi sem eru friðelskandi og vilja ekkert frekar en lifa í sátt og samlyndi. Að við förum að vinna saman og auðga þjóðfélög með allskyns blöndum af mismunandi fólki. Stefnum að því að deila friði um allan heim og kjósum freku karlana burt. Deilum ást, umhyggju, hlýju og náungakærleik. Tökum upp friðarbyltingu og förum að pósta #peace2030 út um allt. Heimurinn og við eigum það skilið. Byggjum brýr í stað múra! Ef við erum með stórt heimili og miklar tekjur, bjóðum þeim sem minna mega sín til okkar í stað þess að byggja múra í kringum heimili okkar. Eigið gleðileg og kærleiksrík jól. Höfundur er næringarfræðingur. Imagine (íslensk þýðing) Að hugsa himnaríki og helvíti ekki til aðeins jörð og himin það er auðvelt ef ég vil. Að hugsa að allir lifðu og hrærðust hér og nú. Hugsaðu þér hvergi nein landamæri lögð að drepa og deyja fyrir né deilt um trúarbrögð. Já hugsaðu þér heiminn halda grið og frið. Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn gerum heiminn að griðastað. Að hugsa sér ef engar eignir væru til græðgi og hungur horfin, hvergi ranglátt spil Að hugsa öll gæði heimsins og jarðar deilast jafnt Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn, gerum heiminn að einum stað. - John Lennon
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun