Skrásetning í Palestínu Ingólfur Gíslason skrifar 22. desember 2023 15:01 Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza. Ísraelsher hefur nú drepið að minnsta kosti 20 þúsund íbúa þar síðan 7. október síðastliðinn. Þetta er um 1% af íbúafjöldanum. Af þessum eru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Framan af innrás Ísraels voru birtar nokkuð nákvæmar tölur um fjöldann sem drepinn var á hverjum degi en svo er ekki lengur. Það er erfitt að telja þegar innviðir til að skrásetja eru ónýtir, fólkið sem sér um tölurnar hefur verið drepið og margir eru enn undir húsarústum. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út og enginn lifir til að tilkynna um drápin. Við vitum ekki hvort það eru í raun 20 þúsund eða enn fleiri sem Ísraelsher hefur drepið. Þeir eru sennilega töluvert fleiri en óvissan er upp á margar þúsundir. Palestínumenn eru ekki tölur og vilja ekki vera tölur, en að þessu leyti fá Palestínumenn ekki einu sinni að vera tölur, að minnsta kosti ekki nákvæmar tölur. Fréttastofur heimsins, þar á meðal fréttastofa RÚV, hafa reynt að vekja efasemdir um fjölda fólks sem Ísraelsher hefur drepið. Sagt er að tölurnar séu frá heilbrigðisráðuneyti sem heyri undir Hamas og haft eftir Bandaríkjaforseta að það sé ekki hægt að treysta tölunum. Palestínumenn fá ekki að vera marktækar tölur. Tölur sem hækka og tölur sem lækka Á meðan tölur um drepna Palestínumenn eru dregnar í efa hafa þær hækkað á hverjum degi. Tölur um meint fórnarlömb Hamas hafa hins vegar farið lækkandi þó að þeim hafi verið dreift eins og sannleika án fyrirvara. Fyrst áttu fórnarlömbin að hafa verið um 1400 talsins. Þessi tala var endurtekinn dag eftir dag í margar vikur. Svo var talan 1400 lækkuð niður í 1200. Ísraelsher hafði víst ekki áttað sig á því að um 200 af þessum 1400 voru í raun Palestínumenn sem herinn hafði drepið í orrustu. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael féll ótalinn fjöldi almennra borgara einmitt fyrir árásum eigin hers þegar hann barðist við Hamasliða. Samkvæmt nýjustu tölum (AFP fréttastofunnar) féllu 1139 manns í aðgerðum Hamas. Þar af voru 695 almennir borgarar með ísraelskt ríkisfang, þar af 36 börn, þar af eitt ungabarn, og 71 erlendur ríkisborgari. Fjöldi hermanna var 373. Hvert einasta dauðsfall er harmleikur en það er áhugavert að fjöldi almennra borgara sem féll 7. október er langtum minni heldur en rúmast innan óvissu um það hve marga Palestínumenn Ísraelsher hefur drepið síðan. Í þeirri tölu myndu 1200 manns vera „innan skekkjumarka“ eins og sagt er. Þjóðskrárvald Ísraelsríki notar þjóðskrá Palestínumanna til að telja þá og flokka í hópa með mismunandi réttindi. Íbúi á Gaza hefur til dæmis minna ferðafrelsi en íbúi á Vestubakkanum. Séu nöfnin talin í þessari skrá kemur í ljós ef allir Palestínumenn hefðu ríkisborgararétt í Ísrael væru þeir um það bil jafn margir og gyðingar í ríkinu. Ef allir íbúar í Palestínu hefðu jöfn borgaraleg réttindi yrði landið ekki lengur undir stjórn gyðinga. Þetta er ástæðan fyrir því að meirihluti Palestínumanna er ríkisfangslaus og ástæðan fyrir því að Ísraelsríki vill losna við þá úr Palestínu. Ísraelsríki hefur nú gert svæðið óbyggilegt og eyðilagt skilyrði til lífs. Rúmar 2 milljónir búa á Gaza og þau eru öll á flótta. Ætlun Ísraelsríkis er að reka þau öll út úr Palestínu. Á þennan hátt fá Palestínumenn enn ekki að vera tölur. Því Ísraelsríki, hernáms- og herraþjóð í Palestínu, telur þá ekki til manna. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ingólfur Gíslason Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza. Ísraelsher hefur nú drepið að minnsta kosti 20 þúsund íbúa þar síðan 7. október síðastliðinn. Þetta er um 1% af íbúafjöldanum. Af þessum eru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Framan af innrás Ísraels voru birtar nokkuð nákvæmar tölur um fjöldann sem drepinn var á hverjum degi en svo er ekki lengur. Það er erfitt að telja þegar innviðir til að skrásetja eru ónýtir, fólkið sem sér um tölurnar hefur verið drepið og margir eru enn undir húsarústum. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út og enginn lifir til að tilkynna um drápin. Við vitum ekki hvort það eru í raun 20 þúsund eða enn fleiri sem Ísraelsher hefur drepið. Þeir eru sennilega töluvert fleiri en óvissan er upp á margar þúsundir. Palestínumenn eru ekki tölur og vilja ekki vera tölur, en að þessu leyti fá Palestínumenn ekki einu sinni að vera tölur, að minnsta kosti ekki nákvæmar tölur. Fréttastofur heimsins, þar á meðal fréttastofa RÚV, hafa reynt að vekja efasemdir um fjölda fólks sem Ísraelsher hefur drepið. Sagt er að tölurnar séu frá heilbrigðisráðuneyti sem heyri undir Hamas og haft eftir Bandaríkjaforseta að það sé ekki hægt að treysta tölunum. Palestínumenn fá ekki að vera marktækar tölur. Tölur sem hækka og tölur sem lækka Á meðan tölur um drepna Palestínumenn eru dregnar í efa hafa þær hækkað á hverjum degi. Tölur um meint fórnarlömb Hamas hafa hins vegar farið lækkandi þó að þeim hafi verið dreift eins og sannleika án fyrirvara. Fyrst áttu fórnarlömbin að hafa verið um 1400 talsins. Þessi tala var endurtekinn dag eftir dag í margar vikur. Svo var talan 1400 lækkuð niður í 1200. Ísraelsher hafði víst ekki áttað sig á því að um 200 af þessum 1400 voru í raun Palestínumenn sem herinn hafði drepið í orrustu. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael féll ótalinn fjöldi almennra borgara einmitt fyrir árásum eigin hers þegar hann barðist við Hamasliða. Samkvæmt nýjustu tölum (AFP fréttastofunnar) féllu 1139 manns í aðgerðum Hamas. Þar af voru 695 almennir borgarar með ísraelskt ríkisfang, þar af 36 börn, þar af eitt ungabarn, og 71 erlendur ríkisborgari. Fjöldi hermanna var 373. Hvert einasta dauðsfall er harmleikur en það er áhugavert að fjöldi almennra borgara sem féll 7. október er langtum minni heldur en rúmast innan óvissu um það hve marga Palestínumenn Ísraelsher hefur drepið síðan. Í þeirri tölu myndu 1200 manns vera „innan skekkjumarka“ eins og sagt er. Þjóðskrárvald Ísraelsríki notar þjóðskrá Palestínumanna til að telja þá og flokka í hópa með mismunandi réttindi. Íbúi á Gaza hefur til dæmis minna ferðafrelsi en íbúi á Vestubakkanum. Séu nöfnin talin í þessari skrá kemur í ljós ef allir Palestínumenn hefðu ríkisborgararétt í Ísrael væru þeir um það bil jafn margir og gyðingar í ríkinu. Ef allir íbúar í Palestínu hefðu jöfn borgaraleg réttindi yrði landið ekki lengur undir stjórn gyðinga. Þetta er ástæðan fyrir því að meirihluti Palestínumanna er ríkisfangslaus og ástæðan fyrir því að Ísraelsríki vill losna við þá úr Palestínu. Ísraelsríki hefur nú gert svæðið óbyggilegt og eyðilagt skilyrði til lífs. Rúmar 2 milljónir búa á Gaza og þau eru öll á flótta. Ætlun Ísraelsríkis er að reka þau öll út úr Palestínu. Á þennan hátt fá Palestínumenn enn ekki að vera tölur. Því Ísraelsríki, hernáms- og herraþjóð í Palestínu, telur þá ekki til manna. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun