Við höfum öll þörf fyrir að tjá okkur Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 5. janúar 2024 10:30 Táknmál er talað af fólki um víða veröld og er mál þeirra sem heyra illa eða ekkert og geta þess vegna ekki átt í samskiptum með hljóðum. Táknmál er ekki alþjóðlegt heldur eru mörg táknmal til í heiminum. Þau eru mjög lifandi og hafa þróast hvert og eitt með sínum hætti rétt eins og raddmál hafa gert. Íslenskt táknmál er fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra. Þannig er íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og eina málið sem á sér lagalega stöðu utan íslenskrar tungu, líkt og kemur fram í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Á Íslandi er orðið döff notað um heyrnarlaust fólk sem talar táknmál, en það að vera döff er það að er að líta á táknmál sem sitt fyrsta mál og tilheyra samfélagi heyrnarlausra. Það er skylda íslenskra stjórnvalda að hlúa að íslensku táknmáli og styðja við það, en hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi eða heyrnarskerðing hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur. Í gær kynnti ég þingsályktun og aðgerðaáætlun í málstefnu íslensks táknmáls sem unnið hefur verið að í ráðuneyti menningarmála og boðuð var í þingsályktun frá árinu 2019 um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Málstefnan, sem er sú fyrsta fyrir íslenskt táknmál, tekur til sex meginstoða sem skipta máli fyrir málstefnu minnihlutamálsins og áhersluþætti innan hverrar meginstoðar, en þær eru: máltaka táknmálsbarna, rannsóknir og varðveisla, jákvætt viðhorf, fjölgun umdæma íslensks táknmáls og lagaumhverfi. Meðfylgjandi aðgerðaáætlun inniheldur aðgerðir sem miðast við að koma þurfi til framkvæmda á næstu þremur árum og hafa stjórnvöld nú þegar tryggt fjármuni til að fylgja þeirri áherslu eftir. Ég er stolt af þessum áfanga og þakklát öllum þeim sem tóku þátt í vinnunni, en í starfshóp sem vann drög að málstefnu íslensks táknmáls áttu sæti áttu sæti fulltrúar Málnefndar um íslenskt táknmál, Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra sem áttu í samráði við táknmálssamfélagið. Íslenskt táknmál er órjúfanlegur hluti af samfélaginu okkar enda höfum við öll þörf fyrir að eiga í samskiptum og tjá okkur um lífið og tilveruna, hvort sem um er að ræða heyrnarlausa eða heyrandi. Ég hlakka til að vinna enn frekar að því að efla íslenskt táknmál og tryggja stöðu þess til framtíðar. Hér má finna táknmálstúlkun á þingsályktun um málstefnu íslensks táknmáls 2024-2027 og aðgerðaáætlun henni tengdri. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Táknmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Táknmál er talað af fólki um víða veröld og er mál þeirra sem heyra illa eða ekkert og geta þess vegna ekki átt í samskiptum með hljóðum. Táknmál er ekki alþjóðlegt heldur eru mörg táknmal til í heiminum. Þau eru mjög lifandi og hafa þróast hvert og eitt með sínum hætti rétt eins og raddmál hafa gert. Íslenskt táknmál er fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra. Þannig er íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og eina málið sem á sér lagalega stöðu utan íslenskrar tungu, líkt og kemur fram í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Á Íslandi er orðið döff notað um heyrnarlaust fólk sem talar táknmál, en það að vera döff er það að er að líta á táknmál sem sitt fyrsta mál og tilheyra samfélagi heyrnarlausra. Það er skylda íslenskra stjórnvalda að hlúa að íslensku táknmáli og styðja við það, en hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi eða heyrnarskerðing hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur. Í gær kynnti ég þingsályktun og aðgerðaáætlun í málstefnu íslensks táknmáls sem unnið hefur verið að í ráðuneyti menningarmála og boðuð var í þingsályktun frá árinu 2019 um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Málstefnan, sem er sú fyrsta fyrir íslenskt táknmál, tekur til sex meginstoða sem skipta máli fyrir málstefnu minnihlutamálsins og áhersluþætti innan hverrar meginstoðar, en þær eru: máltaka táknmálsbarna, rannsóknir og varðveisla, jákvætt viðhorf, fjölgun umdæma íslensks táknmáls og lagaumhverfi. Meðfylgjandi aðgerðaáætlun inniheldur aðgerðir sem miðast við að koma þurfi til framkvæmda á næstu þremur árum og hafa stjórnvöld nú þegar tryggt fjármuni til að fylgja þeirri áherslu eftir. Ég er stolt af þessum áfanga og þakklát öllum þeim sem tóku þátt í vinnunni, en í starfshóp sem vann drög að málstefnu íslensks táknmáls áttu sæti áttu sæti fulltrúar Málnefndar um íslenskt táknmál, Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra sem áttu í samráði við táknmálssamfélagið. Íslenskt táknmál er órjúfanlegur hluti af samfélaginu okkar enda höfum við öll þörf fyrir að eiga í samskiptum og tjá okkur um lífið og tilveruna, hvort sem um er að ræða heyrnarlausa eða heyrandi. Ég hlakka til að vinna enn frekar að því að efla íslenskt táknmál og tryggja stöðu þess til framtíðar. Hér má finna táknmálstúlkun á þingsályktun um málstefnu íslensks táknmáls 2024-2027 og aðgerðaáætlun henni tengdri. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun