Vill að ríkið kaupi íbúa Grindavíkur út Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 11:07 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. Vilhjálmur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem atburðir gærdagsins voru ræddir. Hann segir íbúa Grindavíkur syrgja samfélagið sem þeir bjuggu við. „Við bjuggum í litlu og samheldnu samfélagi þar sem börnin okkar, og við öll, höfðum mikið frelsi. Þau hlupu á milli til vina, í skóla og í íþróttir, og allir hittust í búðinni.“ Samfélagið hafi lifað í gegnum íþrótta- og annað félagsstarf síðan Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín, og gríðarlega mikilvægt sé að halda því áfram. Fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda áfram Ríkisstjórnin fundar í dag varðandi húsnæðismál Grindvíkinga. Forsætisráðherra hefur boðað stuðningsaðgerðir og sagt að verði aukinn kraftur í að leysa húsnæðisvanda íbúa. Aðspurður um hvaða aðgerðir hann myndi vilja sjá segir Vilhjálmur að það besta sem gæti gerst í dag er að sem flestum spurningum væri svarað. „Það er ekki hægt að svara spurningum um náttúruna, hvernig hún ætlar að haga sér, en það er hægt að svara því hvernig íbúar verða gripnir og fyrirtækin.“ Vilhjálmur segir eldgosið í gær hafa haft það miklar afleiðingar að ekki eigi að spyrja neinn hvort hann treysti sér til að snúa til baka til Grindavíkur eða ekki. Björn Steinbekk Nauðsynlegt sé að fólk geti farið að skipuleggja næstu mánuði og jafnvel ár, búa sér heimili á nýjum stað án þess að hafa áhyggjur af tveimur heimilum. Ofan í áfallið sem fylgir því að vera með yfirgefna fasteign án rafmagns og hita og vita ekki neitt um framtíðina á því. Umræða hefur skapast um að jafnvel verði ekki óhætt að búa í Grindavík næstu árin eða áratugina. Vilhjálmur telur það allt of mikla svartsýni. „Það er fullur hugur í fyrirtækjunum að halda áfram. Öll stærstu fyrirtækin eru án skemmda fyrir utan að núna vantar hita og rafmagn. Svo erum við með Bláa lónið í jaðri bæjarins sem er í fullum rekstri. Þessi náttúruvá eins og önnur, gengur yfir, og við munum komast til baka.“ Vill að ríkið kaupi íbúa út Vilhjálmur telur þó að lengri bið sé eftir því að íbúar treysti sér til að snúa til baka. Tryggja þurfi öryggi fyrir börn og með auknum sprungum sem mynduðust í gær taki lengri tíma að laga heitt og kalt vatn auk rafmagns. Óvissa sé fyrir hendi hvað varði landris og annað, en „nauðsynlegt sé að halda hjólunum gangandi og hleypa þeim sem eiga heil hús á öruggum svæðum sem fyrst heim ef þeir vilja það.“ „Það þarf líka að hleypa fyrirtækjum inn sem fyrst í verðmætabjörgun og koma hita og rafmagni á þau. Forsenda þess að hægt sé að byggja Grindavík hratt upp aftur er að koma starfseminni í gang sem fyrst.“ Þó sé ljóst að einhver hópur fólks muni ekki treysta sér til að snúa til baka. „Breytingin var svo stór í gær að það á ekki að þurfa að spyrja neinn hvort hann vilji flytja til baka eða ekki. Það á svo margt eftir að koma í ljós. Þetta er flókið, náttúruhamfaratrygging er eitt, hættuvæðin annað. Þess vegna held ég að sé fljótlegast að hjálpa fólkinu að hjálpa sér sjálft, með því að stjórnvöld verði bara að kaupa út húsnæði en íbúar fá þá forkaupsrétt þegar og ef þeir vilja flytja til baka. Þá geti stjórnvöld staðið í stappi við náttúruhamfaratryggingar að fá bætur eða tryggingar greiddar út. Með þessari leið þurfi ríkið ekki að borga leigustyrk eða kaupa fasteignir fyrir Grindvíkinga. „Þetta eru svör sem hægt er að svara strax og þarna er hægt að hjálpa fólkinu að fara vinna strax í áfallinu og byrja á nýjum punkti. Það þarf þá ekki að vera fylgjast með fréttum í miðju áfalli í marga mánuði um hver ætlar að gera hvað.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Vilhjálm hér að neðan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Bítið Rekstur hins opinbera Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Vilhjálmur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem atburðir gærdagsins voru ræddir. Hann segir íbúa Grindavíkur syrgja samfélagið sem þeir bjuggu við. „Við bjuggum í litlu og samheldnu samfélagi þar sem börnin okkar, og við öll, höfðum mikið frelsi. Þau hlupu á milli til vina, í skóla og í íþróttir, og allir hittust í búðinni.“ Samfélagið hafi lifað í gegnum íþrótta- og annað félagsstarf síðan Grindvíkingar þurftu að yfirgefa heimili sín, og gríðarlega mikilvægt sé að halda því áfram. Fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda áfram Ríkisstjórnin fundar í dag varðandi húsnæðismál Grindvíkinga. Forsætisráðherra hefur boðað stuðningsaðgerðir og sagt að verði aukinn kraftur í að leysa húsnæðisvanda íbúa. Aðspurður um hvaða aðgerðir hann myndi vilja sjá segir Vilhjálmur að það besta sem gæti gerst í dag er að sem flestum spurningum væri svarað. „Það er ekki hægt að svara spurningum um náttúruna, hvernig hún ætlar að haga sér, en það er hægt að svara því hvernig íbúar verða gripnir og fyrirtækin.“ Vilhjálmur segir eldgosið í gær hafa haft það miklar afleiðingar að ekki eigi að spyrja neinn hvort hann treysti sér til að snúa til baka til Grindavíkur eða ekki. Björn Steinbekk Nauðsynlegt sé að fólk geti farið að skipuleggja næstu mánuði og jafnvel ár, búa sér heimili á nýjum stað án þess að hafa áhyggjur af tveimur heimilum. Ofan í áfallið sem fylgir því að vera með yfirgefna fasteign án rafmagns og hita og vita ekki neitt um framtíðina á því. Umræða hefur skapast um að jafnvel verði ekki óhætt að búa í Grindavík næstu árin eða áratugina. Vilhjálmur telur það allt of mikla svartsýni. „Það er fullur hugur í fyrirtækjunum að halda áfram. Öll stærstu fyrirtækin eru án skemmda fyrir utan að núna vantar hita og rafmagn. Svo erum við með Bláa lónið í jaðri bæjarins sem er í fullum rekstri. Þessi náttúruvá eins og önnur, gengur yfir, og við munum komast til baka.“ Vill að ríkið kaupi íbúa út Vilhjálmur telur þó að lengri bið sé eftir því að íbúar treysti sér til að snúa til baka. Tryggja þurfi öryggi fyrir börn og með auknum sprungum sem mynduðust í gær taki lengri tíma að laga heitt og kalt vatn auk rafmagns. Óvissa sé fyrir hendi hvað varði landris og annað, en „nauðsynlegt sé að halda hjólunum gangandi og hleypa þeim sem eiga heil hús á öruggum svæðum sem fyrst heim ef þeir vilja það.“ „Það þarf líka að hleypa fyrirtækjum inn sem fyrst í verðmætabjörgun og koma hita og rafmagni á þau. Forsenda þess að hægt sé að byggja Grindavík hratt upp aftur er að koma starfseminni í gang sem fyrst.“ Þó sé ljóst að einhver hópur fólks muni ekki treysta sér til að snúa til baka. „Breytingin var svo stór í gær að það á ekki að þurfa að spyrja neinn hvort hann vilji flytja til baka eða ekki. Það á svo margt eftir að koma í ljós. Þetta er flókið, náttúruhamfaratrygging er eitt, hættuvæðin annað. Þess vegna held ég að sé fljótlegast að hjálpa fólkinu að hjálpa sér sjálft, með því að stjórnvöld verði bara að kaupa út húsnæði en íbúar fá þá forkaupsrétt þegar og ef þeir vilja flytja til baka. Þá geti stjórnvöld staðið í stappi við náttúruhamfaratryggingar að fá bætur eða tryggingar greiddar út. Með þessari leið þurfi ríkið ekki að borga leigustyrk eða kaupa fasteignir fyrir Grindvíkinga. „Þetta eru svör sem hægt er að svara strax og þarna er hægt að hjálpa fólkinu að fara vinna strax í áfallinu og byrja á nýjum punkti. Það þarf þá ekki að vera fylgjast með fréttum í miðju áfalli í marga mánuði um hver ætlar að gera hvað.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Vilhjálm hér að neðan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Bítið Rekstur hins opinbera Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira