Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Þar segir að verkefni þjónustumiðstöðvar felist í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi.
Þar verði boðið upp á samveru og kaffibolla. Ráðgjöf verði veitt af starfsfólki Grindavíkurbæjar og Rauði krossinn bjóði upp á sálfélagslegan stuðning.
Þjónustumiðstöðin í Tollhúsinu í Reykjavík verði áfram opin alla virka daga milli klukkan 10 og 17. Einnig sé hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.