Chelsea í úrslit eftir stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2024 21:51 Cole Palmer skoraði tvö fyrir Chelsea í kvöld. Nigel French/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum enska deildarbikarsins er liðið vann sannkallaðan stórsigur gegn B-deildarliði Middlesbrough í kvöld, 6-1. Gestirnir í Middlesbrough unnu fyrri leik liðanna 1-0 og Chelsea-menn voru því með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. Þeir bláklæddu voru þó fljótir að koma sér úr vandræðunum því liðið tók forystu í leik strax á 15. mínútu þegar Jonathan Howson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Enzo Fernandez tvöfaldaði forystu heimamanna stundarfjórðungi síðar. Axel Disasi skoraði svo þriðja mark Chelsea á 36. mínútu áður en Cole Palmer sá til þess að Chelsea fór með 4-0 forystu inn í hálfleikshléið og einvígið svo gott sem búið. Cole Palmer bætti öðru marki sínu og fimmta marki Chelsea við á 77. mínútu og varamaðurinn Noni Madueke rak síðasta naglann í kistu Middlesbrough fjórum mínútum síðar. Gestirnir náðu þó inn einu sárabótarmarki á 88. mínútu þegar Morgan Rogers kom boltanum í netið, en þar við sat. Niðurstaðan því afar öruggur 6-1 sigur Chelsea og samanlagður 6-2 sigur staðreynd. Chelsea er því ál eið í úrslit enska deildarbikarsins þar sem liðið mætir annað hvort Liverpool eða Fulham, en Middlesbrough situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn
Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum enska deildarbikarsins er liðið vann sannkallaðan stórsigur gegn B-deildarliði Middlesbrough í kvöld, 6-1. Gestirnir í Middlesbrough unnu fyrri leik liðanna 1-0 og Chelsea-menn voru því með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. Þeir bláklæddu voru þó fljótir að koma sér úr vandræðunum því liðið tók forystu í leik strax á 15. mínútu þegar Jonathan Howson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Enzo Fernandez tvöfaldaði forystu heimamanna stundarfjórðungi síðar. Axel Disasi skoraði svo þriðja mark Chelsea á 36. mínútu áður en Cole Palmer sá til þess að Chelsea fór með 4-0 forystu inn í hálfleikshléið og einvígið svo gott sem búið. Cole Palmer bætti öðru marki sínu og fimmta marki Chelsea við á 77. mínútu og varamaðurinn Noni Madueke rak síðasta naglann í kistu Middlesbrough fjórum mínútum síðar. Gestirnir náðu þó inn einu sárabótarmarki á 88. mínútu þegar Morgan Rogers kom boltanum í netið, en þar við sat. Niðurstaðan því afar öruggur 6-1 sigur Chelsea og samanlagður 6-2 sigur staðreynd. Chelsea er því ál eið í úrslit enska deildarbikarsins þar sem liðið mætir annað hvort Liverpool eða Fulham, en Middlesbrough situr eftir með sárt ennið.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti