Kvenfrelsi, leikskóli og börn Björg Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2024 00:08 Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Lengi hefur það verið á stefnuskrá hreyfingarinnar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að bjóða öllum börnum upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er enn ekki komið í lög að öll börn eigi rétt á leikskólavist, né er skylda að setja börn á leikskóla þó fæstum dyljist að börn sem koma úr leikskóla fyrir grunnskólagöngu hafa þarfa reynslu um margt sem nýtist þeim vel í upphafi skólagöngu. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Hafnarfjörður velur til að mynda að ekki komist öll börn inn í leikskóla sem sækja um pláss eftir fæðingarorlof foreldra. Síðasta haust voru 141 barn á biðlista skv. frétt mbl. Markmið þó sagt vera að koma börnum að við 15 mánaða aldur. Í viðtali við RÚV hvatti bæjarstjóri Hafnarfjarðar foreldra til að nýta sér heimgreiðslur sem eru ríflega kr. 100.000, og samsvarar um 8 klst. niðurgreiðslu til dagforeldris, sem bæjarstjóra finnst einnig, eins og fram kemur í viðtalinu, að eigi að fjölga. Ekki er hægt að bera saman að hafa barn í daggæslu eða á leikskóla. Fagmenntun til margra ára er grunnur að því að greina og grípa þau börn sem þurfa aðstoð snemma á ævinni, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða meðfæddra áskorana. Viðvarandi skortur á leikskólaplássi Í Hafnarfirði hefur undanfarin ár verið sagður af því að starfsfólk vanti og nú á að ráða bót á því með stórtækri kerfisbreytingu sem boðuð er á vormánuðum og miðar helst að því að þrýsta á um að börn séu styttri tíma á leikskóla en áður, eða umorðað „börn verji meiri tíma með fjölskyldu sinni“ Í tillögum starfshóps um málefnið er lögð til eðlisbreyting á starfi leikskóla í Hafnarfirði eins og sjá má hér. * Skiljanlega hafa leikskólakennarar tekið því vel að fá sambærilega starfsdaga og styttingar eins og aðrir kennarar, en það sem þarf að horfast í augu við er að börn á Íslenskum leikskólum hafa að meðaltali verið um 42 stundir á viku s.s. ríflega 8 tíma á dag alla daga, árið um kring og vandséð hvernig fólk í fullri dagvinnu getur komist af með 6 tíma vistun. Fleiri sveitafélög fara svipaða leið og Hafnarfjörður boðar, sum með gjaldfrjálsa 6 tíma en hækkun fyrir lengri tíma. Stéttarfélög hafa ályktað á móti gjaldskrárhækkunum sem og ASÍ samtök launafólks, en í ályktun ASÍ segir m.a.: „Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“ Áhrif breytinganna eiga eftir að koma í ljós og spurning hvernig foreldrar og börn taki því að fá styttri faglegri þjónustu fyrir börnin og því að þeim verði smalað milli deilda og milli skóla. Verði úr að færri foreldrar nýti vistun fullan dag má telja meiri líkur en minni að það komi í hlut móðurinnar að brúa bilið því rannsóknir sýna ójafna verkaskiptingu kynja þegar kemur að umönnun barna. Mæður eru líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun. Stöndum vörð um börnin okkar og upprætum birtingarmyndir kynjamisréttis. Höfundur er fulltrúi í svæðisfélagi VG Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hafnarfjörður Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Lengi hefur það verið á stefnuskrá hreyfingarinnar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að bjóða öllum börnum upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur. Það er enn ekki komið í lög að öll börn eigi rétt á leikskólavist, né er skylda að setja börn á leikskóla þó fæstum dyljist að börn sem koma úr leikskóla fyrir grunnskólagöngu hafa þarfa reynslu um margt sem nýtist þeim vel í upphafi skólagöngu. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Hafnarfjörður velur til að mynda að ekki komist öll börn inn í leikskóla sem sækja um pláss eftir fæðingarorlof foreldra. Síðasta haust voru 141 barn á biðlista skv. frétt mbl. Markmið þó sagt vera að koma börnum að við 15 mánaða aldur. Í viðtali við RÚV hvatti bæjarstjóri Hafnarfjarðar foreldra til að nýta sér heimgreiðslur sem eru ríflega kr. 100.000, og samsvarar um 8 klst. niðurgreiðslu til dagforeldris, sem bæjarstjóra finnst einnig, eins og fram kemur í viðtalinu, að eigi að fjölga. Ekki er hægt að bera saman að hafa barn í daggæslu eða á leikskóla. Fagmenntun til margra ára er grunnur að því að greina og grípa þau börn sem þurfa aðstoð snemma á ævinni, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða meðfæddra áskorana. Viðvarandi skortur á leikskólaplássi Í Hafnarfirði hefur undanfarin ár verið sagður af því að starfsfólk vanti og nú á að ráða bót á því með stórtækri kerfisbreytingu sem boðuð er á vormánuðum og miðar helst að því að þrýsta á um að börn séu styttri tíma á leikskóla en áður, eða umorðað „börn verji meiri tíma með fjölskyldu sinni“ Í tillögum starfshóps um málefnið er lögð til eðlisbreyting á starfi leikskóla í Hafnarfirði eins og sjá má hér. * Skiljanlega hafa leikskólakennarar tekið því vel að fá sambærilega starfsdaga og styttingar eins og aðrir kennarar, en það sem þarf að horfast í augu við er að börn á Íslenskum leikskólum hafa að meðaltali verið um 42 stundir á viku s.s. ríflega 8 tíma á dag alla daga, árið um kring og vandséð hvernig fólk í fullri dagvinnu getur komist af með 6 tíma vistun. Fleiri sveitafélög fara svipaða leið og Hafnarfjörður boðar, sum með gjaldfrjálsa 6 tíma en hækkun fyrir lengri tíma. Stéttarfélög hafa ályktað á móti gjaldskrárhækkunum sem og ASÍ samtök launafólks, en í ályktun ASÍ segir m.a.: „Breytingar munu hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þriðjungur kvenna er nú þegar í hlutastörfum og rannsóknir sína að umönnunarábyrgð er helsta ástæða þess að konur eru í skertu starfshlutfalli. Með aðgerðunum varpa sveitarfélögin mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.“ Áhrif breytinganna eiga eftir að koma í ljós og spurning hvernig foreldrar og börn taki því að fá styttri faglegri þjónustu fyrir börnin og því að þeim verði smalað milli deilda og milli skóla. Verði úr að færri foreldrar nýti vistun fullan dag má telja meiri líkur en minni að það komi í hlut móðurinnar að brúa bilið því rannsóknir sýna ójafna verkaskiptingu kynja þegar kemur að umönnun barna. Mæður eru líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun. Stöndum vörð um börnin okkar og upprætum birtingarmyndir kynjamisréttis. Höfundur er fulltrúi í svæðisfélagi VG Hafnarfirði.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun