Hvernig stendur á þessum hörmungunum? Halldór Gunnarsson skrifar 28. janúar 2024 17:00 Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra. Í leiðinni fann hann kynþátt sem var sökudólgurinn fyrir öllu því sem aflaga fór í Þýskalandi – gyðinga. Jarðvegur skapaðist fyrir grimmdarlegustu þjóðernishreinsanir í sögunni. Hér væri vert að staldra við og skoða hvernig íslensk yfirvöld tóku á móti gyðingum á flótta, það minnir um margt á viðhorfin til palestínskra flóttamanna í dag. Látum það kjurt liggja – í bili. Að seinni heimstyrjöld lokinni, stóð heimurinn sakbitinn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig og hvar mætti finna gyðingum sem þjóð öruggt skjól. Hugmyndin um að gyðingar flyttu aftur til „landsins helga“ hljómaði fallega í eyrum hins kristna heims. Bretar, sem höfðu öll tök á svæðinu, ásamt öðrum vesturveldum beittu sér fyrir þessari lausn, sem varð síðan lendingin. Ísrealsríki varð í framhaldinu alþjóðlega viðurkennt ríki og öllum var létt, eða hvað? Það var eitt „smá“ vandamál; á því landi í Palestínu sem var ætlað Ísraelsríki, bjó fólk, Arabar að vísu, sem höfðu ekki skilning á öðru en að landið væri þeirra og veittu vopnaða viðspyrnu, en máttu sín lítils. Gyðingar víðsvegar að streymdu til landsins helga og brátt var ljóst að það þyrfti meira land og til að gera langa sögu stutta hefur Ísrael lagt undir sig meira og meira land allt til dagsins í dag og byggt múra sem eiga að aðskilja þjóðirnar tvær og haldið Palestínumönnum í því sem oft er kallað stærsta fangelsi í heimi. Hér kemur í ljós að kynþáttahyggjan er ekki bundin við eina þjóð fremur en aðra. Þeir Arabar sem tóku því ekki með þegjandi að vera sviptir heimilum sínum og veittu mótspyrnu, fengu stimpilinn hryðjuverkamenn, enda var við „Guðs útvöldu þjóð“ að etja, og umheimurinn hafði ekki mikla samúð með sjónarmiðum Palestínumanna. Þeir gyðingar sem fluttu til Palestínu gerðu það að sjálfsögðu í góðri trú og þyrsti í öruggt skjól fyrir sig og börnin sín eftir undangengnar hörmungar. Þessi yfirsjón að virða að vettugi búseturétt Palestínumanna á eigin landi, hefur gert þessa mórölsku lausn Vesturveldanna að dauðagildru saklausra borgara, Palestínumanna sem gyðinga. Átökin nú sýna það svart á hvítu. Landnám Ísraels og ofbeldisfull aðferðafræðin við það hefur fætt af sér magnað hatur meðal Palestínumanna með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara í Ísrael. Því hefur verið svarað með að drepa sem flesta hatursmenn, og börn drepin í leiðinni í nafni sjálfsvarnar. Hth Það eykur aðeins á hatrið og undirbýr jarðveginn fyrir frekari grimmdarverk. Sjái Ísrael þetta ofbeldi sem lausn á vítahringnum og vilji fara þá leið til enda, dugir ekkert minna en að útrýma Palestínumönnum alveg, og bendir margt til þess að það sé sú leið sem hafi verið valin. Alþjóðadómstóllinn í Haag, telur með nýlegum úrskurði að slíkt sé alls ekki útilokað og ástæða til að skoða betur. Eina leiðin útúr þessu hörmulega ástandi virðist vera hin margumrædda tveggja ríkja lausn sem ráðamönnum í Ísrael er því miður mjög á móti skapi, eða samfélag þar sem allir hafi sama rétt, burtséð frá trú eða kynþætti. Má þar nefna dæmið þegar endir var bundinn á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. En er það kannski til of mikils mælst? Höfundur er tónlistarmaður og textasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra. Í leiðinni fann hann kynþátt sem var sökudólgurinn fyrir öllu því sem aflaga fór í Þýskalandi – gyðinga. Jarðvegur skapaðist fyrir grimmdarlegustu þjóðernishreinsanir í sögunni. Hér væri vert að staldra við og skoða hvernig íslensk yfirvöld tóku á móti gyðingum á flótta, það minnir um margt á viðhorfin til palestínskra flóttamanna í dag. Látum það kjurt liggja – í bili. Að seinni heimstyrjöld lokinni, stóð heimurinn sakbitinn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig og hvar mætti finna gyðingum sem þjóð öruggt skjól. Hugmyndin um að gyðingar flyttu aftur til „landsins helga“ hljómaði fallega í eyrum hins kristna heims. Bretar, sem höfðu öll tök á svæðinu, ásamt öðrum vesturveldum beittu sér fyrir þessari lausn, sem varð síðan lendingin. Ísrealsríki varð í framhaldinu alþjóðlega viðurkennt ríki og öllum var létt, eða hvað? Það var eitt „smá“ vandamál; á því landi í Palestínu sem var ætlað Ísraelsríki, bjó fólk, Arabar að vísu, sem höfðu ekki skilning á öðru en að landið væri þeirra og veittu vopnaða viðspyrnu, en máttu sín lítils. Gyðingar víðsvegar að streymdu til landsins helga og brátt var ljóst að það þyrfti meira land og til að gera langa sögu stutta hefur Ísrael lagt undir sig meira og meira land allt til dagsins í dag og byggt múra sem eiga að aðskilja þjóðirnar tvær og haldið Palestínumönnum í því sem oft er kallað stærsta fangelsi í heimi. Hér kemur í ljós að kynþáttahyggjan er ekki bundin við eina þjóð fremur en aðra. Þeir Arabar sem tóku því ekki með þegjandi að vera sviptir heimilum sínum og veittu mótspyrnu, fengu stimpilinn hryðjuverkamenn, enda var við „Guðs útvöldu þjóð“ að etja, og umheimurinn hafði ekki mikla samúð með sjónarmiðum Palestínumanna. Þeir gyðingar sem fluttu til Palestínu gerðu það að sjálfsögðu í góðri trú og þyrsti í öruggt skjól fyrir sig og börnin sín eftir undangengnar hörmungar. Þessi yfirsjón að virða að vettugi búseturétt Palestínumanna á eigin landi, hefur gert þessa mórölsku lausn Vesturveldanna að dauðagildru saklausra borgara, Palestínumanna sem gyðinga. Átökin nú sýna það svart á hvítu. Landnám Ísraels og ofbeldisfull aðferðafræðin við það hefur fætt af sér magnað hatur meðal Palestínumanna með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara í Ísrael. Því hefur verið svarað með að drepa sem flesta hatursmenn, og börn drepin í leiðinni í nafni sjálfsvarnar. Hth Það eykur aðeins á hatrið og undirbýr jarðveginn fyrir frekari grimmdarverk. Sjái Ísrael þetta ofbeldi sem lausn á vítahringnum og vilji fara þá leið til enda, dugir ekkert minna en að útrýma Palestínumönnum alveg, og bendir margt til þess að það sé sú leið sem hafi verið valin. Alþjóðadómstóllinn í Haag, telur með nýlegum úrskurði að slíkt sé alls ekki útilokað og ástæða til að skoða betur. Eina leiðin útúr þessu hörmulega ástandi virðist vera hin margumrædda tveggja ríkja lausn sem ráðamönnum í Ísrael er því miður mjög á móti skapi, eða samfélag þar sem allir hafi sama rétt, burtséð frá trú eða kynþætti. Má þar nefna dæmið þegar endir var bundinn á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. En er það kannski til of mikils mælst? Höfundur er tónlistarmaður og textasmiður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar