Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. janúar 2024 13:34 Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er enn á þeirri skoðun að réttast hefði verið að halda áfram stuðningi við UNRWA en um ákvörðun utanríkisráðherra var rætt á fundi utanríkismálanefndar þingsins í morgun. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslurnar hefur verið umdeild en hún var tekin strax í kjölfarið á ásökunum Ísraelsstjórnar á hendur tólf starfsmönnum UNRWA um að hafa komið að hryðjuverkunum þann 7. október. Ákvörðunin hefur verið umdeild í ljósi þeirrar mannúðarkrísu sem nú ríkir á Gasa en við íbúunum blasir við yfirvofandi hungursneyð ofan á alla eyðilegginguna og dauðsfalla óbreyttra borgara. Ákvörðunin hefur líka verið gagnrýnd vegna skorts á samráði en nokkrir stjórnarþingmenn sögðu að betur hefði farið á því ef Bjarni hefði ráðfært sig við utanríkismálanefnd þingsins áður en ákvörðunin var tekin og lýst yfir. Nefndin fundaði um málið í morgun. Eftir þennan fund, ertu sæmilega sáttur við þær röksemdir sem voru settar fram í kjölfarið? „Nei, ég er ennþá sama sinnis. Við hefðum átt að fara slóð Íra, Norðmanna og Spánverja og greiða áfram en ekki bíða með þær þar til annað kemur í ljós ekki síst vegna þess að ráðherrann segir sjálfur að það hafi ekkert staðið til að senda peningana út um helgina. Ég er líka ósammála ráðherra um að það hafi ekki verið nein ástæða til að ræða málið við utanríkismálanefnd eða inni í ríkisstjórn og þar er hann jafnframt mjög ósammála forsætisráðherra greinilega,“ segir Logi og vísar til andsvara Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Þar sagði hún í pontu Alþingis: „Svo vil ég bara segja það hér líka að það er mjög mikilvægt og hefði betur farið á því að það hefði verið gert fyrr, fyrir þessa ákvörðun, að utanríkismálanefnd Alþingis væri höfð með í ráðum.“ Skynjarðu mikinn hljómgrunn í þinginu um að það hefði í rauninni verið betri ákvörðun að halda áfram greiðslum? „Það eru skiptar skoðanir og þó verð ég nú að segja að mér finnst ráðherra hafa slegið aðeins úr og hann hefur auðvitað sagt að það sé ekkert því til fyrirstöðu að greiða þessa peninga inn ef rannsókn leiði það í ljós að úrbætur hafi verið gerðar. Það kom líka fram að það getur orðið veruleg krísa ef framlög berast ekki inn í febrúarmánuði og nú á rannsóknin að taka einn mánuð, þannig að við vonum það besta,“ segir Logi Einarsson. Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Samfylkingin Tengdar fréttir „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslurnar hefur verið umdeild en hún var tekin strax í kjölfarið á ásökunum Ísraelsstjórnar á hendur tólf starfsmönnum UNRWA um að hafa komið að hryðjuverkunum þann 7. október. Ákvörðunin hefur verið umdeild í ljósi þeirrar mannúðarkrísu sem nú ríkir á Gasa en við íbúunum blasir við yfirvofandi hungursneyð ofan á alla eyðilegginguna og dauðsfalla óbreyttra borgara. Ákvörðunin hefur líka verið gagnrýnd vegna skorts á samráði en nokkrir stjórnarþingmenn sögðu að betur hefði farið á því ef Bjarni hefði ráðfært sig við utanríkismálanefnd þingsins áður en ákvörðunin var tekin og lýst yfir. Nefndin fundaði um málið í morgun. Eftir þennan fund, ertu sæmilega sáttur við þær röksemdir sem voru settar fram í kjölfarið? „Nei, ég er ennþá sama sinnis. Við hefðum átt að fara slóð Íra, Norðmanna og Spánverja og greiða áfram en ekki bíða með þær þar til annað kemur í ljós ekki síst vegna þess að ráðherrann segir sjálfur að það hafi ekkert staðið til að senda peningana út um helgina. Ég er líka ósammála ráðherra um að það hafi ekki verið nein ástæða til að ræða málið við utanríkismálanefnd eða inni í ríkisstjórn og þar er hann jafnframt mjög ósammála forsætisráðherra greinilega,“ segir Logi og vísar til andsvara Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Þar sagði hún í pontu Alþingis: „Svo vil ég bara segja það hér líka að það er mjög mikilvægt og hefði betur farið á því að það hefði verið gert fyrr, fyrir þessa ákvörðun, að utanríkismálanefnd Alþingis væri höfð með í ráðum.“ Skynjarðu mikinn hljómgrunn í þinginu um að það hefði í rauninni verið betri ákvörðun að halda áfram greiðslum? „Það eru skiptar skoðanir og þó verð ég nú að segja að mér finnst ráðherra hafa slegið aðeins úr og hann hefur auðvitað sagt að það sé ekkert því til fyrirstöðu að greiða þessa peninga inn ef rannsókn leiði það í ljós að úrbætur hafi verið gerðar. Það kom líka fram að það getur orðið veruleg krísa ef framlög berast ekki inn í febrúarmánuði og nú á rannsóknin að taka einn mánuð, þannig að við vonum það besta,“ segir Logi Einarsson.
Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Samfylkingin Tengdar fréttir „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01
„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18
Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22