Parísarbyggingar á Íslandi - er það hægt? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 23:36 Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. En hvað er Parísarsamþykkt bygging? Það þýðir gæðabygging sem er hönnuð og byggð þannig að kolefnisspor hennar sé í takt við 1.5 gráðu markmið Parísarsáttmálans. Losun frá slíkum byggingum ætti að vera um 50-60% lægri en frá hefðbundnum byggingum. En loftslagsvænasta byggingin er sú bygging sem ekki þarf að byggja, því mikilvægt að nýta og samnýta þær byggingar sem byggðar hafa verið eins vel og lengi og hægt er. Víðar um borgina má sjá að verið er rífa niður eða hefja niðurrif bygginga. Sumstaðar er greinilegt að viðhald bygginga er vanrækt. Þær eru í raun keyptar til þess að láta þær drappast niður og skemmast svo hægt verði að fá leyfi til niðurrifs. Leyfin eru líklega veitt þar sem byggingarnar verða lýti í umhverfinu og jafnvel hættulegar. Erum við að byggja á Íslandi í takti við Parísarsáttmálann sem við erum búin að skrifa undir? Steypa er afar verðmætt efni sem inniheldur mikið innibyggt kolefni, um 350-450 kg CO2/m3. Í dag er búið að þróa og hægt að framleiða steypu með mun lægra kolefnisspor eða um 200- 250 kg CO2/m3 en oftast er ekki gerð krafa um að slík steypa sé notuð í verkefni. Ef Ísland ætlar sér að ná markmiðum í loftslagsmálum þá þýðir ekki að halda áfram að henda verðmætum á borð við steypu. Við verðum að byrja að endurnýta efni beint eða óbeint. Nýta botnplötur, veggi og aðra hluti eldri bygginga á nýjan hátt. Leggja meiri metnað í að hanna byggingar út frá eldra efni. Ef ekki er hægt að endurnýta á staðnum, að fara þá með efnin í aðra endurvinnslu, skera út, eða mylja aftur niður í hráefni og hefja nýtt ferli. Um þessar mundir er verið að nota mörg þúsund rúmmetra af steypu með tilheyrandi kolefnisspori. Það væri frábært að sjá ríki og sveitarfélög setja kröfur um endurnýtingu við hönnun og við nýbyggingar. Að förgunargjald steypu sé ekki of lágt til þess að draga úr öllum hvata til endurnýtingar. Og að gerðar yrðu markvissar kröfur um lægri losun frá byggingarefnum fyrir allar ný- og viðhaldsframkvæmdir. Árið 2023 var hlýasta ár frá upphafi, eða um 1.18 gráður yfir heimsmeðaltali tuttugustu aldar. Við stefnum óðfluga í átt að mun meiri hlýnun en 1.5 gráðu. Það er gríðarleg fjárhags- og samfélagsáhætta að fara lengra í þá átt. Við verðum að snúa við þessari þróun. Við verðum að setja allar loftslagsaðgerðir á fulla ferð og nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir liti allar framkvæmdir. Einungis þannig eigum við séns á því að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Byggjum Grænni Framtíð, vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnsem unnar er frábært framtak stjórnvalda um að byggja loftslagsvænna í framtíðinni. En við getum gert meira strax, okkur liggur á og allir verða að taka þátt. Það er afar erfitt að sjá byggingar eftir byggingar vera rifnar niður og vitandi að steypa er ekki endurnýtt að neinu marki hér á landi, að minnsta kosti ekki ennþá. Einnig er sorglegt að heyra um byggingu eftir byggingu sem er það illa farinn eftir raka- og mygluskemmdir að það sé mælt með að hún sé rifin. Það er mikil þörf fyrir nýbyggingar á næstu árum, förum vel með byggingarnar okkar og byggjum í takt við markmið okkar í loftslagsmálum. Byggjum Parísarbyggingar á Íslandi. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Loftslagsmál Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. En hvað er Parísarsamþykkt bygging? Það þýðir gæðabygging sem er hönnuð og byggð þannig að kolefnisspor hennar sé í takt við 1.5 gráðu markmið Parísarsáttmálans. Losun frá slíkum byggingum ætti að vera um 50-60% lægri en frá hefðbundnum byggingum. En loftslagsvænasta byggingin er sú bygging sem ekki þarf að byggja, því mikilvægt að nýta og samnýta þær byggingar sem byggðar hafa verið eins vel og lengi og hægt er. Víðar um borgina má sjá að verið er rífa niður eða hefja niðurrif bygginga. Sumstaðar er greinilegt að viðhald bygginga er vanrækt. Þær eru í raun keyptar til þess að láta þær drappast niður og skemmast svo hægt verði að fá leyfi til niðurrifs. Leyfin eru líklega veitt þar sem byggingarnar verða lýti í umhverfinu og jafnvel hættulegar. Erum við að byggja á Íslandi í takti við Parísarsáttmálann sem við erum búin að skrifa undir? Steypa er afar verðmætt efni sem inniheldur mikið innibyggt kolefni, um 350-450 kg CO2/m3. Í dag er búið að þróa og hægt að framleiða steypu með mun lægra kolefnisspor eða um 200- 250 kg CO2/m3 en oftast er ekki gerð krafa um að slík steypa sé notuð í verkefni. Ef Ísland ætlar sér að ná markmiðum í loftslagsmálum þá þýðir ekki að halda áfram að henda verðmætum á borð við steypu. Við verðum að byrja að endurnýta efni beint eða óbeint. Nýta botnplötur, veggi og aðra hluti eldri bygginga á nýjan hátt. Leggja meiri metnað í að hanna byggingar út frá eldra efni. Ef ekki er hægt að endurnýta á staðnum, að fara þá með efnin í aðra endurvinnslu, skera út, eða mylja aftur niður í hráefni og hefja nýtt ferli. Um þessar mundir er verið að nota mörg þúsund rúmmetra af steypu með tilheyrandi kolefnisspori. Það væri frábært að sjá ríki og sveitarfélög setja kröfur um endurnýtingu við hönnun og við nýbyggingar. Að förgunargjald steypu sé ekki of lágt til þess að draga úr öllum hvata til endurnýtingar. Og að gerðar yrðu markvissar kröfur um lægri losun frá byggingarefnum fyrir allar ný- og viðhaldsframkvæmdir. Árið 2023 var hlýasta ár frá upphafi, eða um 1.18 gráður yfir heimsmeðaltali tuttugustu aldar. Við stefnum óðfluga í átt að mun meiri hlýnun en 1.5 gráðu. Það er gríðarleg fjárhags- og samfélagsáhætta að fara lengra í þá átt. Við verðum að snúa við þessari þróun. Við verðum að setja allar loftslagsaðgerðir á fulla ferð og nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir liti allar framkvæmdir. Einungis þannig eigum við séns á því að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Byggjum Grænni Framtíð, vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnsem unnar er frábært framtak stjórnvalda um að byggja loftslagsvænna í framtíðinni. En við getum gert meira strax, okkur liggur á og allir verða að taka þátt. Það er afar erfitt að sjá byggingar eftir byggingar vera rifnar niður og vitandi að steypa er ekki endurnýtt að neinu marki hér á landi, að minnsta kosti ekki ennþá. Einnig er sorglegt að heyra um byggingu eftir byggingu sem er það illa farinn eftir raka- og mygluskemmdir að það sé mælt með að hún sé rifin. Það er mikil þörf fyrir nýbyggingar á næstu árum, förum vel með byggingarnar okkar og byggjum í takt við markmið okkar í loftslagsmálum. Byggjum Parísarbyggingar á Íslandi. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar