Starfsgetumat ríkisins Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 07:00 Nú eru stjórnvöld að undirbúa starfsgetumat fyrir öryrkja þó það sé ekki nefnt það heldur eitthvað miklu loðnara. Öryrkjar styðja breytingar og heildarendurskoðun þess kerfis sem lýtur að þeim en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. ,,ekkert um okkur án okkar” Öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma, hefur jafnvel í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að ,,nenna” ekki að vinna eins og fjarstæðukennt og það nú er. Að vinna er svo stór og mikilvægur hluti af lífinu, bæði fjárhagslega og félagslega, það vita allir. Það kemur mörgum á óvart að nú þegar eru um 25% öryrkja á vinnumarkaði, langflestir í hlutastarfi, eins og geta má. Markmið stjórnvalda nú eru góðra gjalda verð en að því sögðu þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Fatlað fólk og langveikt hefur slæma reynslu af almannatryggingakerfinu. Það er ósveigjanlegt, sjálfmiðað, óþjónustulundað og já jafnvel á stundum ómannúðlegt. Hvers vegna ætti starfsgetumat ríkisins að verða eitthvað öðruvisi? Um framboð og eftirspurn eftir fötluðu fólki Það eru fleiri sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði en raunverulega eru í vinnu skv. niðurstöðum úr skýrslu Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem gerð var fyrir ÖBÍ réttindasamtök og birt í desember síðastliðnum. Sem dæmi má nefna að tæplega 18% fatlaðs fólk myndi treysta sér til að vera í 25% starfi eða minna en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Rúm 15% treysta sér til að vera í 26-50% starfi en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. En, eins og nærri má geta, er heilsufar stærsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólk og langveikra. Það á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Það þyrfti á því á að halda að klæðskerasniðið vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfði getu, færni og heilsu hvers og eins. Stjórnvöld verða að geta stutt vel við öryrkjann en fatlað fólk og langveikt með fullt örorkumat er um tuttugu þúsund hér á landi. Ríkið verður því að útvega mörg þúsund hlutastörf ef vel á að vera í sliku kerfi, því hvers virði er að leiða starfsgetumat í lög ef engin eru störfin í veruleikanum. Fatlað fólk og langveikt gæti því setið uppi með með starfgetumat sem í raun og veru færir því ekki neitt nema ef til vill enn skertari lífeyri og meiri og flóknari kerfisvanda. Misheppnað starfsgetumat í nágrannalöndum Það er ekkert undarlegt að fatlað fólk og langveikt sé bæði skeptískt á og hræðist starfsgetumat ríkisins, sem enn er mjög óljóst hvernig muni bæta kjör þeirra. Það eru miklar líkur á a slík t ,,tilraun” um starfsgetumat misheppnist eins og hefur raungerst í löndunum í kringum okkar (ef þú spyrð fatlað fólk og langveikt) m.a. vegna takmarkaðs atvinnuframboðs og heilsuleysis fatlaðs fólks og langveikra, hver verða þá viðbrögð ríkisins? Skerðist þá örorkulífeyrir í samræmi við veitt starfsgeturmat þótt engin bjóðist atvinnan? Þegar stórt er spurt … Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú eru stjórnvöld að undirbúa starfsgetumat fyrir öryrkja þó það sé ekki nefnt það heldur eitthvað miklu loðnara. Öryrkjar styðja breytingar og heildarendurskoðun þess kerfis sem lýtur að þeim en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. ,,ekkert um okkur án okkar” Öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma, hefur jafnvel í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að ,,nenna” ekki að vinna eins og fjarstæðukennt og það nú er. Að vinna er svo stór og mikilvægur hluti af lífinu, bæði fjárhagslega og félagslega, það vita allir. Það kemur mörgum á óvart að nú þegar eru um 25% öryrkja á vinnumarkaði, langflestir í hlutastarfi, eins og geta má. Markmið stjórnvalda nú eru góðra gjalda verð en að því sögðu þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Fatlað fólk og langveikt hefur slæma reynslu af almannatryggingakerfinu. Það er ósveigjanlegt, sjálfmiðað, óþjónustulundað og já jafnvel á stundum ómannúðlegt. Hvers vegna ætti starfsgetumat ríkisins að verða eitthvað öðruvisi? Um framboð og eftirspurn eftir fötluðu fólki Það eru fleiri sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði en raunverulega eru í vinnu skv. niðurstöðum úr skýrslu Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem gerð var fyrir ÖBÍ réttindasamtök og birt í desember síðastliðnum. Sem dæmi má nefna að tæplega 18% fatlaðs fólk myndi treysta sér til að vera í 25% starfi eða minna en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Rúm 15% treysta sér til að vera í 26-50% starfi en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. En, eins og nærri má geta, er heilsufar stærsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólk og langveikra. Það á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Það þyrfti á því á að halda að klæðskerasniðið vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfði getu, færni og heilsu hvers og eins. Stjórnvöld verða að geta stutt vel við öryrkjann en fatlað fólk og langveikt með fullt örorkumat er um tuttugu þúsund hér á landi. Ríkið verður því að útvega mörg þúsund hlutastörf ef vel á að vera í sliku kerfi, því hvers virði er að leiða starfsgetumat í lög ef engin eru störfin í veruleikanum. Fatlað fólk og langveikt gæti því setið uppi með með starfgetumat sem í raun og veru færir því ekki neitt nema ef til vill enn skertari lífeyri og meiri og flóknari kerfisvanda. Misheppnað starfsgetumat í nágrannalöndum Það er ekkert undarlegt að fatlað fólk og langveikt sé bæði skeptískt á og hræðist starfsgetumat ríkisins, sem enn er mjög óljóst hvernig muni bæta kjör þeirra. Það eru miklar líkur á a slík t ,,tilraun” um starfsgetumat misheppnist eins og hefur raungerst í löndunum í kringum okkar (ef þú spyrð fatlað fólk og langveikt) m.a. vegna takmarkaðs atvinnuframboðs og heilsuleysis fatlaðs fólks og langveikra, hver verða þá viðbrögð ríkisins? Skerðist þá örorkulífeyrir í samræmi við veitt starfsgeturmat þótt engin bjóðist atvinnan? Þegar stórt er spurt … Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun