Neyðarástand í plastmálum Emily Richey-Stavand skrifar 13. febrúar 2024 12:30 Plast er allstaðar. Plast er í matarpakkningum, í fötunum sem þú klæðist, í leikföngum barna þinna og ótal öðrum hlutum sem við notum öll daglega. Um 350.000 tonn af plasti eru framleidd á hverju ári á heimsvísu og talið er að framleiðslan eigi einungis eftir að aukast. Ef við grípum ekki til stórtækra aðgerða strax telur Umhverfisstofnun Sþ. (e. UNEP) að 37 milljón tonn af plasti rati í sjóinn á heimsvísu árið 2040; þetta jafngildir um 50 kg á hvern metra af strandlengju jarðar. Þetta er neyðarástand. Okkur er sagt að hafa ekki áhyggjur þar sem plast er endurvinnanlegt. Við fáum að heyra að endurvinnsla muni bjarga okkur öllum. Við þurfum bara að endurvinna plast sem finnst í maga sveltandi höfrunga, hvala, heimskautarefa á Hornströndum, og fjölda annarra dýrategunda. Þetta eru lygar. Olíu og plast stórveldin hafa eytt milljörðumkróna í að selja almenningi lygarnar um endurvinnslu alveg síðan þau byrjuðu að þrýsta plasti á neytendur sem daglegri þörf. Larry Thomas, fyrrum formaður Samtaka Plastiðnaðarins (e. Plastic Industry Association) sagði að „ef almenningur heldur að endurvinnsla sé að virka þá munu þau ekki hafa áhyggjur af umhverfinu“. Í innri skjölum DuPont, eins stærsta plast- og efnafyrirtækis heims, frá tíunda áratug síðustu aldar stendur: „endurvinnsla plasts er dýr og flokkun er óhagkvæm,“. Þessi fyrirtæki hafa áratugum saman verið meðvituð um þá staðreynd að þau séu að miklu leyti ábyrg fyrir plastmengun og loftslagsbreytingum en héldu þrátt fyrir það áfram að forgangsraða gróða umfram heilsu fólks og umhverfisins. Okkur er ætlað að trúa því að brennsla plasts sé ákveðið form af endurvinnslu og að það sé viðeigandi aðgerð gegn plastvandamálinu. En, brennsla plasts er ekki ígildi endurvinnslu. Það er athæfi sem er bara hægt að kalla einu nafni: grænþvottur. Þegar plast er brennt losar það gróðurhúsalofttegundir, og getur mengað loft, jarðveg og jafnvel landbúnaðarvörur ásamt því að skapa heilsuspillandi aðstæður vegna loftmengunarefna í nærliggjandi byggðum, sem oft hýsa efnaminni og jaðarsettra hópa. Brennsla og endurvinnsla gamals plasts til að búa til nýtt plast getur verið mjög heilsuspillandi fyrir fólk sem starfar við framleiðsluna. Þetta er ein ástæða þess að þessari starfsemi er oft útvistað til þróunarlanda þar sem brotið er á réttindum starfsfólks auk þess sem það veikist gjarnan vegna eiturefna og þarf að lifa með ýmsum afleiðingum. Komið hefur í ljós að sumar þessara endurvinnslustöðva hafa valdið astma, öndunarfærasjúkdómum, krabbameini og skaða á æxlunarkerfi. Þau sem lifa með afleiðingunum eru oftar en ekki úr efnaminni og viðkvæmari hópum. Um 99% af plasti er unnið úr jarðefnaeldsneyti og allt inniheldur það eiturefni sem eru skaðleg fyrir okkur mannfólkið og aðrar lífverur sem deila með okkur jörðinni. Örplast og eiturefni sem finna má í plasti er að finna nánast hvar sem litið er í náttúrunni, m.a. í jarðvegi og grunnvatni. Vísindafólk hefur einnig fundið örplast í skýjum. Í fyrra voru birtar niðurstöður rannsókna sem fundu plastagnir í líkömum barna við fæðingu í formi örplasts og sýndu að plast hefur mengað nær alla anga lífs okkar, þar á meðal matvæli og blóðrás okkar. Þar sem við vitum nú þegar að plast er skaðlegt og leiðir til raskana á innkirtlakerfi, æxlunarvandamála og hjarta- og æðasjúkdóma, verða þetta að teljast mjög alvarlegar fréttir. Plastmengun hefur einnig skaðleg áhrif fyrir sjávarvistkerfi. Höfin okkar eru barmafull af plasti. Samkvæmt UNEP flæða um 11 milljón tonn af plastúrgangi í höfin okkar ár hvert. Talið er að þessi tala muni þrefaldast fyrir árið 2040 nema gripið sé til stórtækra aðgerða. Sjófuglar innbyrða svo mikið plast að á síðasta ári uppgvötvuðu vísindafólk nýjan sjúkdóm sem hefur valdið dauða sjófugla og ber heitið “Plasticosis”. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin setja fram lög sem hvetja til þess að dregið sé úr einnota plasti í daglega lífi okkar. Alvöru hringrásarhagkerfi er eina lífvænlega hagkerfi framtíðarinnar. Við sem neytendur höfum einnig að ýmsu leyti völd til að bregðast við. Við getum losað okkur úr greipum neysluhyggjunnar. Við getum haft það í huga að við eigum ekki rétt á öllu því sem við viljum, sérstaklega ekki ef það sem við viljum skaðar fólkið sem framleiddi það og umhverfið. Við getum stutt við lausnir á borð við hringrásarhagkerfið. Bíllaus lífstíll og þrýstingur á stórbættar almenningssamgöngur er einnig gríðarmikilvægt þar sem um 70% af örplasti í hafinu eru dekkjaspænir frá bílum. Ungir umhverfissinnar standa einnig fyrir strandhreinsunum í samstarfi við fjölda annara samtaka þann 11. febrúar n.k. sem við hvetjum öll til að taka þátt í. Saman getum við þrýst á kerfisbreytingar og dregið úr skaðlegum áhrifum plastmengunar á heilsu okkar og náttúrunnar sem við reiðum okkur á. Höfundur er hringrásarhagkerfisfulltrúi Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Plast er allstaðar. Plast er í matarpakkningum, í fötunum sem þú klæðist, í leikföngum barna þinna og ótal öðrum hlutum sem við notum öll daglega. Um 350.000 tonn af plasti eru framleidd á hverju ári á heimsvísu og talið er að framleiðslan eigi einungis eftir að aukast. Ef við grípum ekki til stórtækra aðgerða strax telur Umhverfisstofnun Sþ. (e. UNEP) að 37 milljón tonn af plasti rati í sjóinn á heimsvísu árið 2040; þetta jafngildir um 50 kg á hvern metra af strandlengju jarðar. Þetta er neyðarástand. Okkur er sagt að hafa ekki áhyggjur þar sem plast er endurvinnanlegt. Við fáum að heyra að endurvinnsla muni bjarga okkur öllum. Við þurfum bara að endurvinna plast sem finnst í maga sveltandi höfrunga, hvala, heimskautarefa á Hornströndum, og fjölda annarra dýrategunda. Þetta eru lygar. Olíu og plast stórveldin hafa eytt milljörðumkróna í að selja almenningi lygarnar um endurvinnslu alveg síðan þau byrjuðu að þrýsta plasti á neytendur sem daglegri þörf. Larry Thomas, fyrrum formaður Samtaka Plastiðnaðarins (e. Plastic Industry Association) sagði að „ef almenningur heldur að endurvinnsla sé að virka þá munu þau ekki hafa áhyggjur af umhverfinu“. Í innri skjölum DuPont, eins stærsta plast- og efnafyrirtækis heims, frá tíunda áratug síðustu aldar stendur: „endurvinnsla plasts er dýr og flokkun er óhagkvæm,“. Þessi fyrirtæki hafa áratugum saman verið meðvituð um þá staðreynd að þau séu að miklu leyti ábyrg fyrir plastmengun og loftslagsbreytingum en héldu þrátt fyrir það áfram að forgangsraða gróða umfram heilsu fólks og umhverfisins. Okkur er ætlað að trúa því að brennsla plasts sé ákveðið form af endurvinnslu og að það sé viðeigandi aðgerð gegn plastvandamálinu. En, brennsla plasts er ekki ígildi endurvinnslu. Það er athæfi sem er bara hægt að kalla einu nafni: grænþvottur. Þegar plast er brennt losar það gróðurhúsalofttegundir, og getur mengað loft, jarðveg og jafnvel landbúnaðarvörur ásamt því að skapa heilsuspillandi aðstæður vegna loftmengunarefna í nærliggjandi byggðum, sem oft hýsa efnaminni og jaðarsettra hópa. Brennsla og endurvinnsla gamals plasts til að búa til nýtt plast getur verið mjög heilsuspillandi fyrir fólk sem starfar við framleiðsluna. Þetta er ein ástæða þess að þessari starfsemi er oft útvistað til þróunarlanda þar sem brotið er á réttindum starfsfólks auk þess sem það veikist gjarnan vegna eiturefna og þarf að lifa með ýmsum afleiðingum. Komið hefur í ljós að sumar þessara endurvinnslustöðva hafa valdið astma, öndunarfærasjúkdómum, krabbameini og skaða á æxlunarkerfi. Þau sem lifa með afleiðingunum eru oftar en ekki úr efnaminni og viðkvæmari hópum. Um 99% af plasti er unnið úr jarðefnaeldsneyti og allt inniheldur það eiturefni sem eru skaðleg fyrir okkur mannfólkið og aðrar lífverur sem deila með okkur jörðinni. Örplast og eiturefni sem finna má í plasti er að finna nánast hvar sem litið er í náttúrunni, m.a. í jarðvegi og grunnvatni. Vísindafólk hefur einnig fundið örplast í skýjum. Í fyrra voru birtar niðurstöður rannsókna sem fundu plastagnir í líkömum barna við fæðingu í formi örplasts og sýndu að plast hefur mengað nær alla anga lífs okkar, þar á meðal matvæli og blóðrás okkar. Þar sem við vitum nú þegar að plast er skaðlegt og leiðir til raskana á innkirtlakerfi, æxlunarvandamála og hjarta- og æðasjúkdóma, verða þetta að teljast mjög alvarlegar fréttir. Plastmengun hefur einnig skaðleg áhrif fyrir sjávarvistkerfi. Höfin okkar eru barmafull af plasti. Samkvæmt UNEP flæða um 11 milljón tonn af plastúrgangi í höfin okkar ár hvert. Talið er að þessi tala muni þrefaldast fyrir árið 2040 nema gripið sé til stórtækra aðgerða. Sjófuglar innbyrða svo mikið plast að á síðasta ári uppgvötvuðu vísindafólk nýjan sjúkdóm sem hefur valdið dauða sjófugla og ber heitið “Plasticosis”. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin setja fram lög sem hvetja til þess að dregið sé úr einnota plasti í daglega lífi okkar. Alvöru hringrásarhagkerfi er eina lífvænlega hagkerfi framtíðarinnar. Við sem neytendur höfum einnig að ýmsu leyti völd til að bregðast við. Við getum losað okkur úr greipum neysluhyggjunnar. Við getum haft það í huga að við eigum ekki rétt á öllu því sem við viljum, sérstaklega ekki ef það sem við viljum skaðar fólkið sem framleiddi það og umhverfið. Við getum stutt við lausnir á borð við hringrásarhagkerfið. Bíllaus lífstíll og þrýstingur á stórbættar almenningssamgöngur er einnig gríðarmikilvægt þar sem um 70% af örplasti í hafinu eru dekkjaspænir frá bílum. Ungir umhverfissinnar standa einnig fyrir strandhreinsunum í samstarfi við fjölda annara samtaka þann 11. febrúar n.k. sem við hvetjum öll til að taka þátt í. Saman getum við þrýst á kerfisbreytingar og dregið úr skaðlegum áhrifum plastmengunar á heilsu okkar og náttúrunnar sem við reiðum okkur á. Höfundur er hringrásarhagkerfisfulltrúi Ungra umhverfissinna.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun