Sagan af Jóa heimska Jón Ingi Hákonarson skrifar 14. febrúar 2024 09:01 Hagvöxtur er þrenns konar, sá fyrsti byggir á aukinni innlendri neyslu, annar byggir á útflutningi vöru og þjónustu og sá þriðji byggir á fjárfestingu. Hagkerfi heimsins eru ólík og hagvöxtur þeirra byggir á mismunandi þáttum en þessir þrír þættir þurfa að vera í einhverju jafnvægi. Íslenska hagkerfið er svo sannarlega að glíma við miklar áskoranir þrátt fyrir mikinn vöxt undanfarin ár. Vöxtinn má að mestu rekja til ákaflega hraðrar uppbyggingar ferðaþjónustunnar sem er útflutningsgrein þó svo að við séum að flytja inn ferðamenn. Þenslan hefur leitt til þess að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur hlutfallslega dregist saman í of langan tíma og hefur þrýst á íbúðamarkaðinn með tilheyrandi skorti og verðhækkunum og verðbólgu. Þessi vandi ásamt innfluttri verðbólgu sem varð vegna aðflutnings og framleiðsluvanda í Covid ásamt vanhugsaðri almennri peningaprentun íslenskra stjórnvalda í stað sértækari og markvissari efnahagsaðgerðum í Covid, gerir það að verkum að við glímum nú við flókinn efnahagslegan vanda. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafa miðað að því að hægja á innlendri neyslu og fjárfestingu. Áskorunin er aftur á móti að skapa jafnvægi vegna fyrrgreinds útflutnings. Þessi viðbrögð minnir mig á söguna af Jóa heimska sem týndi hundraðkalli kvöld eitt við bilaðan ljósastaur. Þar sem ekkert gekk að finna hundraðkallin ákvað að Jói að leita að honum við næsta ljósastaur því þar voru aðstæður miklu betri til leitar. Áskorun næstu ára er að byggja upp mikinn fjölda íbúða án þess að setja allt á hliðina. Bleiki fíllinn er vaxtastigið. Á meðan vextir og verðlag verða hér í hæstu hæðum verður lítið byggt sem mun auka á vandann. Holan verður bara dýpri. Spurningin sem við verðum að ræða er sú hvort sjálfstæð peningastefna hafi nú endanlega gengið sér til þurrðar og upptaka nýs gjaldmiðils sé ekki lengur bara áhugaverð pæling, heldur nauðsynleg forsenda þess að ná hér aftur jafnvægi. Í hagfræðinni er til fyrirbæri sem kallast á ensku „the impossible trinity“ sem þýtt hefur verið þrílemman sem segir að ekki sé hægt að brúka á sama tíma sjálfstæða peningastefnu, hafa frjálst flæði fjármagns og stöðugt gengi. Kenningin segir að einungis sé hægt að velja sér tvo af þessum þremur þáttum. Við höfum yfirleitt valið að hindra frjálst flæði fjármagns með fjármagnshöftum með tilheyrandi ógagnsæi, samkeppnisbresti og sóun. Einnig höfum við reynt að festa gengið með misjöfnum árangri. Það eina sem eftir er að reyna er að kasta krónunni og taka upp stöðuga alþjóðlega mynt, gefa í raun sjálfstæða peningastefnu upp á bátinn. Hagvöxtur okkar og hagsæld byggist á því að búa við opið og frjálst hagkerfi. Við höfum þurft að flytja inn vinnandi hendur í vaxandi mæli síðan eftir Hrun. Hagvöxtur okkar er mannaflsfrekur og krefst mikilla fjárfestinga í innviðum. Eitt af því sem gerist þegar lítið hagkerfi með sjálfstæða mynt ákveður að taka upp stærri mynt er að vaxtamunurinn við útlönd minnkar. Hér á landi er enn stærsti kostnaðarliður einstaklinga, fyrirtækja sem gera upp í krónum og hins opinbera þegar kemur að fjárfestingu, fjármagnskostnaður. En fjármagnskostnaður er sá liður sem hefur mest áhrif á byggingarkostnað og í raun alla nauðsynlega innviðauppbyggingu. Einfaldasta leiðin út úr þessum erfiða efnahagsvanda er að taka upp stóra alþjóðlega mynt. Þannig getum við best nýtt okkur þá miklu krafta sem frjáls alþjóðaviðskipti geta fært okkur, aukin hagsæld, meiri samkeppni, aukinn stöðugleika og bætt lífskjör handa öllum. Hin leiðin er að taka upp haftabúskap eins reglulega hefur ráðið hér ríkjum með allri sinni spillingu, sóun og ósanngirni sem slíku fyrirkomulagi fylgir. Hvað sem öllu líður þá erum við komin að þeim krossgötum þar sem við neyðumst til að velja á milli nýs gjaldmiðils eða hafta. Ég vel nýjan gjaldmiðil, en þú? Ég vil læra af Jóa heimska, ég vil ekki vera hann. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hagvöxtur er þrenns konar, sá fyrsti byggir á aukinni innlendri neyslu, annar byggir á útflutningi vöru og þjónustu og sá þriðji byggir á fjárfestingu. Hagkerfi heimsins eru ólík og hagvöxtur þeirra byggir á mismunandi þáttum en þessir þrír þættir þurfa að vera í einhverju jafnvægi. Íslenska hagkerfið er svo sannarlega að glíma við miklar áskoranir þrátt fyrir mikinn vöxt undanfarin ár. Vöxtinn má að mestu rekja til ákaflega hraðrar uppbyggingar ferðaþjónustunnar sem er útflutningsgrein þó svo að við séum að flytja inn ferðamenn. Þenslan hefur leitt til þess að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur hlutfallslega dregist saman í of langan tíma og hefur þrýst á íbúðamarkaðinn með tilheyrandi skorti og verðhækkunum og verðbólgu. Þessi vandi ásamt innfluttri verðbólgu sem varð vegna aðflutnings og framleiðsluvanda í Covid ásamt vanhugsaðri almennri peningaprentun íslenskra stjórnvalda í stað sértækari og markvissari efnahagsaðgerðum í Covid, gerir það að verkum að við glímum nú við flókinn efnahagslegan vanda. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafa miðað að því að hægja á innlendri neyslu og fjárfestingu. Áskorunin er aftur á móti að skapa jafnvægi vegna fyrrgreinds útflutnings. Þessi viðbrögð minnir mig á söguna af Jóa heimska sem týndi hundraðkalli kvöld eitt við bilaðan ljósastaur. Þar sem ekkert gekk að finna hundraðkallin ákvað að Jói að leita að honum við næsta ljósastaur því þar voru aðstæður miklu betri til leitar. Áskorun næstu ára er að byggja upp mikinn fjölda íbúða án þess að setja allt á hliðina. Bleiki fíllinn er vaxtastigið. Á meðan vextir og verðlag verða hér í hæstu hæðum verður lítið byggt sem mun auka á vandann. Holan verður bara dýpri. Spurningin sem við verðum að ræða er sú hvort sjálfstæð peningastefna hafi nú endanlega gengið sér til þurrðar og upptaka nýs gjaldmiðils sé ekki lengur bara áhugaverð pæling, heldur nauðsynleg forsenda þess að ná hér aftur jafnvægi. Í hagfræðinni er til fyrirbæri sem kallast á ensku „the impossible trinity“ sem þýtt hefur verið þrílemman sem segir að ekki sé hægt að brúka á sama tíma sjálfstæða peningastefnu, hafa frjálst flæði fjármagns og stöðugt gengi. Kenningin segir að einungis sé hægt að velja sér tvo af þessum þremur þáttum. Við höfum yfirleitt valið að hindra frjálst flæði fjármagns með fjármagnshöftum með tilheyrandi ógagnsæi, samkeppnisbresti og sóun. Einnig höfum við reynt að festa gengið með misjöfnum árangri. Það eina sem eftir er að reyna er að kasta krónunni og taka upp stöðuga alþjóðlega mynt, gefa í raun sjálfstæða peningastefnu upp á bátinn. Hagvöxtur okkar og hagsæld byggist á því að búa við opið og frjálst hagkerfi. Við höfum þurft að flytja inn vinnandi hendur í vaxandi mæli síðan eftir Hrun. Hagvöxtur okkar er mannaflsfrekur og krefst mikilla fjárfestinga í innviðum. Eitt af því sem gerist þegar lítið hagkerfi með sjálfstæða mynt ákveður að taka upp stærri mynt er að vaxtamunurinn við útlönd minnkar. Hér á landi er enn stærsti kostnaðarliður einstaklinga, fyrirtækja sem gera upp í krónum og hins opinbera þegar kemur að fjárfestingu, fjármagnskostnaður. En fjármagnskostnaður er sá liður sem hefur mest áhrif á byggingarkostnað og í raun alla nauðsynlega innviðauppbyggingu. Einfaldasta leiðin út úr þessum erfiða efnahagsvanda er að taka upp stóra alþjóðlega mynt. Þannig getum við best nýtt okkur þá miklu krafta sem frjáls alþjóðaviðskipti geta fært okkur, aukin hagsæld, meiri samkeppni, aukinn stöðugleika og bætt lífskjör handa öllum. Hin leiðin er að taka upp haftabúskap eins reglulega hefur ráðið hér ríkjum með allri sinni spillingu, sóun og ósanngirni sem slíku fyrirkomulagi fylgir. Hvað sem öllu líður þá erum við komin að þeim krossgötum þar sem við neyðumst til að velja á milli nýs gjaldmiðils eða hafta. Ég vel nýjan gjaldmiðil, en þú? Ég vil læra af Jóa heimska, ég vil ekki vera hann. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun