Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 12:31 Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið. Alma Möller landlæknir var í Kastljósinu í vikunni (12.2) og ræddi um mikla notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga. En þessi mikla notkun á einnig við um aðra aldursflokka. Nú er að svo að margir þurfa á geðlyfjum að halda, til skemmri eða lengri tíma. Hins vegar er lyfjagjöf ekki endilega upphafspunkturinn þegar kemur að meðhöndlun á andlegri vanlíðan. Í fyrrgreindu viðtali mælti Alma með því að gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við Hugræna atferlismeðferð væru notaðar sem fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun þunglyndis. Þeir sem taka þunglyndislyf ættu líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ávinningur sé af því að taka lyfið? Eru þau hjálpleg í baráttunni við kvíðann, þunglyndið eða aðra vanlíðan? Finn ég mun á mér eftir að ég fór að taka lyfið? Þeir eru ófáir sem ég hef hitt sem eiga erfitt með að muna hvenær þeir byrjuð að taka lyfin og aðrir eru ekki vissir hvort þau séu að gera gagn. Eru kostir þess að taka lyfin meiri en gallarnir til lengri tíma litið? Öll lyf hafa aukaverkanir en við finnum mismikið fyrir þeim. STAÐREYND um þunglyndi: Rannsóknir síðustu 50 ára hafa ekki náð að sanna að þunglyndi orsakist af lágu magni seretonins í heila. En þunglyndislyf eiga jú að hafa áhrif á magn seretonins í heila. STAÐREYND: þegar lyfjanotkun er hætt koma óhjákvæmilega fram fráhvarfseinkenni, sem margir taka sem versnun þunglyndis. Fráhvarfseinkenni þunglyndislyfja geta verið alvarleg og langdregin. Þá hefur verið sýnt fram á að sumar tegundir þunglyndislyfja eru tengdar aukinni hættu á sjálfsvígum hjá fullorðnum með þunglyndi. Sertral er eitt algengasta þunglyndislyfið á Íslandi. Margir eru ómeðvitaðir um aukaverkanir þeirra lyfja sem þeir taka. Ég fletti sertral upp í lyfjahandbókinni og eftirfarandi aukaverkanir voru skráðar sem algengar: Hjartaónot, verkur fyrir brjósti, hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, þreyta, kviðverkur, hægðatregða, uppköst, lystarleysi, munnþurrkur, svitamyndun, ógleði, niðurgangur, meltingatruflanir, skapgerðabreytingar, minnkuð kynhvöt, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar. Nýlega sagði kona sögu sína í fjölmiðlum en hún leitaði læknis vegna kulnunar. Í greininni segir konan að henni hafi þótt læknirinn leggja óþarflega mikla áherslu á að gefa lyf. „Ég hefði viljað að læknirinn hefði tekið öðruvísi á mínu vandamáli… að hann hefði skoðað svefninn, mataræðið og hvað ég væri að taka inn af bætiefnum.“ Konan talar um að nánar hefði þurft að kortleggja daglega streitu og gefa ráð varðandi hreyfingu í stað þess að skrifa upp á lyf. Það er STAÐREYND að hundruð rannsókna sýna fram á góðan árangur sálfræðimeðferðar við andlegri vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Það er staðreynd að þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála á borð við kvíða og þunglyndi gilda sömu lögmál og við meðhöndlun líkamlegra vandamála eins og sykursýki og hækkaðs blóðþrýstings. Það sem skiptir máli er að breyta HEGÐUN. Ef við glímum við sykursýki 2 eða hækkaðan blóðþrýsting þurfum við að breyta mataræði og/eða minnka streitu. Sömu lögmál gilda þegar kemur að andlegri vanlíðan. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Við þurfum að gera meira af því sem gefur okkur gleði og auka daglega virkni og hreyfingu. Það er staðreynd að erfiðar hugsanir og tilfinningar eru hluti af lífi okkar allra. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og atferlis- og sáttarmeðferð (ACT) bjóða upp á tæki til að takast á við andlega vanlíðan og hjálpa okkur í átt að betri líðan. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Lyf Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið. Alma Möller landlæknir var í Kastljósinu í vikunni (12.2) og ræddi um mikla notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga. En þessi mikla notkun á einnig við um aðra aldursflokka. Nú er að svo að margir þurfa á geðlyfjum að halda, til skemmri eða lengri tíma. Hins vegar er lyfjagjöf ekki endilega upphafspunkturinn þegar kemur að meðhöndlun á andlegri vanlíðan. Í fyrrgreindu viðtali mælti Alma með því að gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við Hugræna atferlismeðferð væru notaðar sem fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun þunglyndis. Þeir sem taka þunglyndislyf ættu líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ávinningur sé af því að taka lyfið? Eru þau hjálpleg í baráttunni við kvíðann, þunglyndið eða aðra vanlíðan? Finn ég mun á mér eftir að ég fór að taka lyfið? Þeir eru ófáir sem ég hef hitt sem eiga erfitt með að muna hvenær þeir byrjuð að taka lyfin og aðrir eru ekki vissir hvort þau séu að gera gagn. Eru kostir þess að taka lyfin meiri en gallarnir til lengri tíma litið? Öll lyf hafa aukaverkanir en við finnum mismikið fyrir þeim. STAÐREYND um þunglyndi: Rannsóknir síðustu 50 ára hafa ekki náð að sanna að þunglyndi orsakist af lágu magni seretonins í heila. En þunglyndislyf eiga jú að hafa áhrif á magn seretonins í heila. STAÐREYND: þegar lyfjanotkun er hætt koma óhjákvæmilega fram fráhvarfseinkenni, sem margir taka sem versnun þunglyndis. Fráhvarfseinkenni þunglyndislyfja geta verið alvarleg og langdregin. Þá hefur verið sýnt fram á að sumar tegundir þunglyndislyfja eru tengdar aukinni hættu á sjálfsvígum hjá fullorðnum með þunglyndi. Sertral er eitt algengasta þunglyndislyfið á Íslandi. Margir eru ómeðvitaðir um aukaverkanir þeirra lyfja sem þeir taka. Ég fletti sertral upp í lyfjahandbókinni og eftirfarandi aukaverkanir voru skráðar sem algengar: Hjartaónot, verkur fyrir brjósti, hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, þreyta, kviðverkur, hægðatregða, uppköst, lystarleysi, munnþurrkur, svitamyndun, ógleði, niðurgangur, meltingatruflanir, skapgerðabreytingar, minnkuð kynhvöt, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar. Nýlega sagði kona sögu sína í fjölmiðlum en hún leitaði læknis vegna kulnunar. Í greininni segir konan að henni hafi þótt læknirinn leggja óþarflega mikla áherslu á að gefa lyf. „Ég hefði viljað að læknirinn hefði tekið öðruvísi á mínu vandamáli… að hann hefði skoðað svefninn, mataræðið og hvað ég væri að taka inn af bætiefnum.“ Konan talar um að nánar hefði þurft að kortleggja daglega streitu og gefa ráð varðandi hreyfingu í stað þess að skrifa upp á lyf. Það er STAÐREYND að hundruð rannsókna sýna fram á góðan árangur sálfræðimeðferðar við andlegri vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Það er staðreynd að þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála á borð við kvíða og þunglyndi gilda sömu lögmál og við meðhöndlun líkamlegra vandamála eins og sykursýki og hækkaðs blóðþrýstings. Það sem skiptir máli er að breyta HEGÐUN. Ef við glímum við sykursýki 2 eða hækkaðan blóðþrýsting þurfum við að breyta mataræði og/eða minnka streitu. Sömu lögmál gilda þegar kemur að andlegri vanlíðan. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Við þurfum að gera meira af því sem gefur okkur gleði og auka daglega virkni og hreyfingu. Það er staðreynd að erfiðar hugsanir og tilfinningar eru hluti af lífi okkar allra. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og atferlis- og sáttarmeðferð (ACT) bjóða upp á tæki til að takast á við andlega vanlíðan og hjálpa okkur í átt að betri líðan. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun