Ekki fara í skattaköttinn Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir skrifa 22. febrúar 2024 13:01 Í hvert sinn sem skil á skattframtali nálgast heyrast háværar raddir um aukið fjármálalæsi í íslensku menntakerfi, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Algengt er á Íslandi að ungt fólk hefji sinn starfsferil um 16 ára aldur og gefur það því auga leið að þessi fræðsla á vel heima í menntaskólum. Einnig má nefna að seinustu ár hafa fleiri og fleiri kosið að starfa sem svokallaðir „giggarar“ og þar með fara í verktakavinnu. Það reynist þó erfiðara um vik ef skattframtalið stendur í vegi, það er, ef fólk kann ekki skil á því og borgar ýmist of mikið eða of lítið til skattsins. Margir mikla hlutina fyrir sér, kaupa jafnvel viðeigandi þjónustu eða fá vini/vandamenn til að vinna skattframtalið fyrir sig. Þörfin á fræðslu um skattamál er brýn. Fjárhagslegt sjálfstæði og fjármálalæsi spilar stórt hlutverk í baráttunni um jafnrétti kynjanna og hafa ýmis félagasamtök og stofnanir veitt málaflokknum athygli upp á síðkastið með því að bjóða upp á fræðsluviðburði í tengslum við fjármál. UAK (Ungar athafnakonur) eru þar engin undantekning en félagið hefur verið í samstarfi við Kauphöllina seinustu ár og staðið fyrir ýmsum vel sóttum viðburðum með það að markmiði að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þótt víst sé að aðeins sé tvennt óumflýjanlegt í þessu lífi, dauðinn og skatturinn, er bjart framundan ef við sýnum ábyrgð, styðjum við fræðslu og eflum sjálfstæði einstaklinga. Það er einlægt markmið UAK að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Af þeim sökum hvetjum við ungar konur til að ganga til liðs við okkur og þiggja fræðslu um skattamál í samstarfi við LOGN bókhald. Í þetta sinn segjum við því „ekki fara í skattaköttinn” en til er gamalt máltæki sem segir, „gefðu manni fisk, og þú fæðir hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk, og þú hefur fætt hann fyrir lífstíð”. Vinnustofa UAK „Ekki fara í skattaköttinn” verður haldin 26. febrúar nk. í húsi Samtaka atvinnulífsins. Höfundar eru Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir, stjórnarkonur UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem skil á skattframtali nálgast heyrast háværar raddir um aukið fjármálalæsi í íslensku menntakerfi, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Algengt er á Íslandi að ungt fólk hefji sinn starfsferil um 16 ára aldur og gefur það því auga leið að þessi fræðsla á vel heima í menntaskólum. Einnig má nefna að seinustu ár hafa fleiri og fleiri kosið að starfa sem svokallaðir „giggarar“ og þar með fara í verktakavinnu. Það reynist þó erfiðara um vik ef skattframtalið stendur í vegi, það er, ef fólk kann ekki skil á því og borgar ýmist of mikið eða of lítið til skattsins. Margir mikla hlutina fyrir sér, kaupa jafnvel viðeigandi þjónustu eða fá vini/vandamenn til að vinna skattframtalið fyrir sig. Þörfin á fræðslu um skattamál er brýn. Fjárhagslegt sjálfstæði og fjármálalæsi spilar stórt hlutverk í baráttunni um jafnrétti kynjanna og hafa ýmis félagasamtök og stofnanir veitt málaflokknum athygli upp á síðkastið með því að bjóða upp á fræðsluviðburði í tengslum við fjármál. UAK (Ungar athafnakonur) eru þar engin undantekning en félagið hefur verið í samstarfi við Kauphöllina seinustu ár og staðið fyrir ýmsum vel sóttum viðburðum með það að markmiði að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þótt víst sé að aðeins sé tvennt óumflýjanlegt í þessu lífi, dauðinn og skatturinn, er bjart framundan ef við sýnum ábyrgð, styðjum við fræðslu og eflum sjálfstæði einstaklinga. Það er einlægt markmið UAK að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Af þeim sökum hvetjum við ungar konur til að ganga til liðs við okkur og þiggja fræðslu um skattamál í samstarfi við LOGN bókhald. Í þetta sinn segjum við því „ekki fara í skattaköttinn” en til er gamalt máltæki sem segir, „gefðu manni fisk, og þú fæðir hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk, og þú hefur fætt hann fyrir lífstíð”. Vinnustofa UAK „Ekki fara í skattaköttinn” verður haldin 26. febrúar nk. í húsi Samtaka atvinnulífsins. Höfundar eru Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir og Gunnlaug Ásgeirsdóttir, stjórnarkonur UAK.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar