Völd óskast – Allra vegna Steinþór Logi Arnarsson skrifar 23. febrúar 2024 15:00 Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint. En síðan eldumst við og síum inn í okkur eins og svampar að hlutirnir séu nú ekki endilega svo einfaldir og af hverju þeir þurfi nú að vera svona og svona. Um leið verðum við kannski meðvirk því að sumt sé bara flókið og við stöldrum jafnvel við þar og sættum okkur við að skilja ekki allt til hlítar. Verðum meðvirk hefðinni og fetum troðin spor. Aflvaki þróunar Sem betur fer er það þó ekki algilt og fjölmargt ungt fólk óhrætt við að koma fram á sjónarsviðið með hugmyndir byggðar á nýrri hugsjón og nýjum leiðum. Það breytist hratt á milli kynslóða hvernig við metum hlutina, við sjáum ekki endilega tilveruna í sama ljósi og sú kynslóð sem á undan okkur kom. Sú næsta mun síðan líklega ekki sjá hana heldur með sömu augum og við gerum í dag. Fáir ef einhverjir ná nefnilega þeim árangri að vera ungir að eilífu þegar vel er að gáð. Þannig kunna hagsmunir kynslóða að vera mismunandi og gildi samfélaga breytast hratt. Þar liggur einn helsti aflvaki þróunar okkar. Tækifærin Því er mikilvægt að rödd ungs fólks nái að hljóma á sem flestum sviðum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða menntamál sem spanna stóran hluta lífs ungs fólks eða húsnæðismál þar sem ungt fólk þarf iðulega, kynslóð fyrir kynslóð, að feta sama háa þröskuldinn inn í sína fyrstu eign en er síðan sett út í kuldann í þágu efnahagsstöðugleika landans. Svo ekki sé svo minnst á hvernig við stöndum að því að fæða og klæða þjóðina og með hvaða hætti við nýtum land okkar og auðlindir til þess á sem sjálfbærastan hátt fyrir komandi kynslóðir. Þannig mætti lengi telja upp hvar ungt fólk ætti að vera með í ráðum. Unga fólkið á hverjum tíma fyrir sig mun nefnilega lifa lengst með ágóða eða afleiðingum þess sem ákveðið eða gert er. Hjá því liggja stærstu tækifærin um bættan hag þjóðarinnar - alltaf. Völd óskast Það er því ekki úr lausu lofti gripið að yfirskriftin á hinni glæsilegu lýðræðishátíð Landssambands ungmennafélaga (LUF) er „Völd óskast! Hún verður haldin samhliða sambandsþingi LUF laugardaginn 24. febrúar 2024 í Hörpu, allt í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Ungt fólk á nefnilega völd vel skilin í þágu okkar allra, ekki síst komandi kynslóða og þar er þeim vel komið fyrir. Höfundur er formaður SUB – Samtaka ungra bænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint. En síðan eldumst við og síum inn í okkur eins og svampar að hlutirnir séu nú ekki endilega svo einfaldir og af hverju þeir þurfi nú að vera svona og svona. Um leið verðum við kannski meðvirk því að sumt sé bara flókið og við stöldrum jafnvel við þar og sættum okkur við að skilja ekki allt til hlítar. Verðum meðvirk hefðinni og fetum troðin spor. Aflvaki þróunar Sem betur fer er það þó ekki algilt og fjölmargt ungt fólk óhrætt við að koma fram á sjónarsviðið með hugmyndir byggðar á nýrri hugsjón og nýjum leiðum. Það breytist hratt á milli kynslóða hvernig við metum hlutina, við sjáum ekki endilega tilveruna í sama ljósi og sú kynslóð sem á undan okkur kom. Sú næsta mun síðan líklega ekki sjá hana heldur með sömu augum og við gerum í dag. Fáir ef einhverjir ná nefnilega þeim árangri að vera ungir að eilífu þegar vel er að gáð. Þannig kunna hagsmunir kynslóða að vera mismunandi og gildi samfélaga breytast hratt. Þar liggur einn helsti aflvaki þróunar okkar. Tækifærin Því er mikilvægt að rödd ungs fólks nái að hljóma á sem flestum sviðum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða menntamál sem spanna stóran hluta lífs ungs fólks eða húsnæðismál þar sem ungt fólk þarf iðulega, kynslóð fyrir kynslóð, að feta sama háa þröskuldinn inn í sína fyrstu eign en er síðan sett út í kuldann í þágu efnahagsstöðugleika landans. Svo ekki sé svo minnst á hvernig við stöndum að því að fæða og klæða þjóðina og með hvaða hætti við nýtum land okkar og auðlindir til þess á sem sjálfbærastan hátt fyrir komandi kynslóðir. Þannig mætti lengi telja upp hvar ungt fólk ætti að vera með í ráðum. Unga fólkið á hverjum tíma fyrir sig mun nefnilega lifa lengst með ágóða eða afleiðingum þess sem ákveðið eða gert er. Hjá því liggja stærstu tækifærin um bættan hag þjóðarinnar - alltaf. Völd óskast Það er því ekki úr lausu lofti gripið að yfirskriftin á hinni glæsilegu lýðræðishátíð Landssambands ungmennafélaga (LUF) er „Völd óskast! Hún verður haldin samhliða sambandsþingi LUF laugardaginn 24. febrúar 2024 í Hörpu, allt í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Ungt fólk á nefnilega völd vel skilin í þágu okkar allra, ekki síst komandi kynslóða og þar er þeim vel komið fyrir. Höfundur er formaður SUB – Samtaka ungra bænda.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun