Elsta vörumerki Bretlands fær nýtt útlit Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 10:23 Til vinstri má sjá gamla merkið og til hægri það nýja. Lyle's Golden Syrup Lyle's Golden Syrup hefur tekið til notkunar nýjar umbúðir á vörum sínum. Í stað rotnandi ljónshræs kemur teiknuð mynd af ljóni. Breytingin á þó einungis við sírópið sem fæst í flöskum en sírópsdósirnar vinsælu verða enn með sama útlit. Breska ríkisútvarpið fjallar um breytinguna en um er að ræða elsta umbúðaútlit Bretlands og er í heimsmetabók Guinness sem elsta kennimerki heims. Umbúðirnar hafa verið óbreyttar í 140 ár. Stofnandi Lyle's Golden Syrup, Abram Lyle, var trúaður maður og sækir merkið innblástur í sögu í Gamla testamentinu. Í sögunni drepur Samson ljón með berum höndum en uppgötvar svo að býflugur sveimi yfir hræinu. Þar með ákvað hann að merkið yrði ljónshræ þar sem býflugur eru á sveimi yfir því. Svona líta dósirnar út en þær munu halda sínu útliti.Lyle's Golden Syrup Nýja merkið er teiknað ljónshöfuð en býflugunum er fækkað og má aðeins sjá eina slíka þar. Litapalletan er sú sama, grænn og gulllitaður eru í aðalhlutverkum. Hér má sjá nýja merkið, býflugan er lítil og er á sveimi rétt vinstra megin yfir höfði ljónsins.Lyle's Golden Syrup Í grein BBC kemur fram að ekki séu allir á par sáttir með nýja útlitið. Margir telja að þarna sé verið að skemma einstakt útlit vörunnar. Vegna gagnrýninnar þurfti fyrirtækið að gefa út yfirlýsingu þar sem kom fram að sírópsdósirnar, sem er þekktasta vara Lyle's Golden Syrup, muni halda upphaflega útlitinu. Auglýsinga- og markaðsmál Matur Bretland Tíska og hönnun Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Breska ríkisútvarpið fjallar um breytinguna en um er að ræða elsta umbúðaútlit Bretlands og er í heimsmetabók Guinness sem elsta kennimerki heims. Umbúðirnar hafa verið óbreyttar í 140 ár. Stofnandi Lyle's Golden Syrup, Abram Lyle, var trúaður maður og sækir merkið innblástur í sögu í Gamla testamentinu. Í sögunni drepur Samson ljón með berum höndum en uppgötvar svo að býflugur sveimi yfir hræinu. Þar með ákvað hann að merkið yrði ljónshræ þar sem býflugur eru á sveimi yfir því. Svona líta dósirnar út en þær munu halda sínu útliti.Lyle's Golden Syrup Nýja merkið er teiknað ljónshöfuð en býflugunum er fækkað og má aðeins sjá eina slíka þar. Litapalletan er sú sama, grænn og gulllitaður eru í aðalhlutverkum. Hér má sjá nýja merkið, býflugan er lítil og er á sveimi rétt vinstra megin yfir höfði ljónsins.Lyle's Golden Syrup Í grein BBC kemur fram að ekki séu allir á par sáttir með nýja útlitið. Margir telja að þarna sé verið að skemma einstakt útlit vörunnar. Vegna gagnrýninnar þurfti fyrirtækið að gefa út yfirlýsingu þar sem kom fram að sírópsdósirnar, sem er þekktasta vara Lyle's Golden Syrup, muni halda upphaflega útlitinu.
Auglýsinga- og markaðsmál Matur Bretland Tíska og hönnun Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent