Fyrirmyndir stækka framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Einar Daðason skrifa 1. mars 2024 08:01 Stundum segir mynd – eða myndband – meira en þúsund orð. Við leggjum því til að þú horfir á myndbandið hér að neðan áður en lengra er haldið. Þessir frábæru krakkar fanga vel hvað fyrirmyndir skipta okkur öll miklu máli. Ekki aðeins til að veita okkur leiðsögn og innblástur, heldur jafnframt til að opna augu okkar fyrir tækifærunum sem leynast allt í kringum okkur. Það getur nefnilega reynst erfitt að ímynda sér möguleika sem við vitum ekki að eru fyrir hendi. Fyrirmyndir víkka þannig sjóndeildarhring okkar og um leið: stækka framtíðina. Stækkaðu framtíðina Þaðan dregur nýtt verkefni sem ráðuneytin okkar ýttu úr vör í gær heiti sitt. Stækkaðu framtíðina er ætlað að opna augu barna fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi auk þess að ýta undir að þau sjái tilgang með náminu sínu. Stækkaðu framtíðina er verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins og felst í því að sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir til að lýsa starfi sínu, segja nemendum frá því hvernig nám þeirra hefur nýst og hvaða bakgrunn viðkomandi hefur Við þekkum það eflaust flest að þegar við vorum lítil langaði okkur á einhverjum tímapunkti að gera það sama og foreldrar okkar í framtíðinni. Samkvæmt rannsóknum hafa börn myndað sér skoðun ansi ung á því hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór og helstu fyrirmyndir þeirra eru einmittforeldrar þeirra og frægt fólk; eins og leikarar, tónlistarfólk eða samfélagsmiðlastjörnur. Stækkaðu framtíðina miðar að því að því að öll börn og ungmenni sjái þá möguleika sem þeim standa til boða, óháð bakgrunni og staðsetningu, með því að kynnast fjölbreyttum fyrirmyndum. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast ólíkum störfum og heyra sögur frá fólki af vinnumarkaðinum og upplifi aukinn áhuga á námi og tækifærum framtíðarinnar. Áttu klukkustund aflögu? Við viljum hvetja sem flest sem til að taka þátt, sama hvaða stöðu þau gegna á vinnumarkaði. Við þurfum fjölbreyttan hóp fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Þátttaka í verkefninu er einföld. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu verkefnisins -stækkaðuframtíðina.is. Þar getur fólk valið hversu margar heimsóknir í skóla það treystir sér í - allt eftir tíma og áhuga. Ein heimsókn í kennslustund á ári er nóg til að vera með í að stækka framtíðina. Verkefnið er íslensk útgáfa af breska verkefninu Inspiring the Future sem hóf göngu sína árið 2012. Síðan þá hafa um 52 þúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í verkefninu með frábærum árangri. Verkefninu er einnig haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss og nú er komið að Íslandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast ávef verkefnisins. Við hlökkum til að stækka framtíðina með ykkur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ásmundur Einar Daðason Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Stundum segir mynd – eða myndband – meira en þúsund orð. Við leggjum því til að þú horfir á myndbandið hér að neðan áður en lengra er haldið. Þessir frábæru krakkar fanga vel hvað fyrirmyndir skipta okkur öll miklu máli. Ekki aðeins til að veita okkur leiðsögn og innblástur, heldur jafnframt til að opna augu okkar fyrir tækifærunum sem leynast allt í kringum okkur. Það getur nefnilega reynst erfitt að ímynda sér möguleika sem við vitum ekki að eru fyrir hendi. Fyrirmyndir víkka þannig sjóndeildarhring okkar og um leið: stækka framtíðina. Stækkaðu framtíðina Þaðan dregur nýtt verkefni sem ráðuneytin okkar ýttu úr vör í gær heiti sitt. Stækkaðu framtíðina er ætlað að opna augu barna fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi auk þess að ýta undir að þau sjái tilgang með náminu sínu. Stækkaðu framtíðina er verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins og felst í því að sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir til að lýsa starfi sínu, segja nemendum frá því hvernig nám þeirra hefur nýst og hvaða bakgrunn viðkomandi hefur Við þekkum það eflaust flest að þegar við vorum lítil langaði okkur á einhverjum tímapunkti að gera það sama og foreldrar okkar í framtíðinni. Samkvæmt rannsóknum hafa börn myndað sér skoðun ansi ung á því hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór og helstu fyrirmyndir þeirra eru einmittforeldrar þeirra og frægt fólk; eins og leikarar, tónlistarfólk eða samfélagsmiðlastjörnur. Stækkaðu framtíðina miðar að því að því að öll börn og ungmenni sjái þá möguleika sem þeim standa til boða, óháð bakgrunni og staðsetningu, með því að kynnast fjölbreyttum fyrirmyndum. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast ólíkum störfum og heyra sögur frá fólki af vinnumarkaðinum og upplifi aukinn áhuga á námi og tækifærum framtíðarinnar. Áttu klukkustund aflögu? Við viljum hvetja sem flest sem til að taka þátt, sama hvaða stöðu þau gegna á vinnumarkaði. Við þurfum fjölbreyttan hóp fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Þátttaka í verkefninu er einföld. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu verkefnisins -stækkaðuframtíðina.is. Þar getur fólk valið hversu margar heimsóknir í skóla það treystir sér í - allt eftir tíma og áhuga. Ein heimsókn í kennslustund á ári er nóg til að vera með í að stækka framtíðina. Verkefnið er íslensk útgáfa af breska verkefninu Inspiring the Future sem hóf göngu sína árið 2012. Síðan þá hafa um 52 þúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í verkefninu með frábærum árangri. Verkefninu er einnig haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss og nú er komið að Íslandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast ávef verkefnisins. Við hlökkum til að stækka framtíðina með ykkur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun