Núna er þetta bara orðið ágætt! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 6. mars 2024 18:01 Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið. Hins vegar má líta á það sem trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarsamstarfsins, ætli þingflokkur Vinstri grænna, eða minnsta kosti hluti hans, að hlaupa frá áðurnefndri sátt í útlendingamálunum. Formaður þingflokks Vinstri grænna, sagði það hátt og skýrt í fyrstu umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, að flokkurinn styddi ekki frumvarpið, nema gengið yrði að kröfum þingflokks Vinstri grænna um breytingar á frumvarpinu. Slíkt er auðvitað með öllu ólíðandi, jafnvel þó þingmeirihluti sé fyrir frumvarpinu óbreyttu í þinginu. Enda væri flokkurinn, með andstöðu sinni við frumvarpið, að gefa það út að hann styddi ekki stefnu ríkisstjórnar sem hann sjálfur er aðili að í útlendingamálum. Flokkurinn væri því einn og óstuddur að stimpla sig út úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þó fyrr hefði verið, gætu einhverjir sagt. Enda þorri þjóðarinnar búinn að fá upp í kok og nánast farinn að kyngja ælunni út af alls kyns tafaleikjum og skemmdarverkum, ráðherra og þingmanna Vinstri grænna, sem tafið hafa nær alla uppbygginu á innviðum og atvinnulífi og þar með stuðlað að verri lífskjörum Íslendinga, en þau þyrftu annars að vera. Það vill nú bara þannig til, að þingflokksformaður, sagði það fullum fetum, að ef einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins styddi vantrausttillögu á Svandísi Svavarsdóttur, sem reyndar aldrei var borin upp af kunnum ástæðum, þá þýddi það stjórnarslit. Skipti þar engu hvort tillagan yrði samþykkt eða ekki. Hann er því með öðrum orðum að boða stjórnarslit, nema gengið verði enn aftur að kröfum Vinstri grænna vegna útlendingafrumvarpsins. Verði honum það að góðu að berjast við Pírata um þessi 10-15% atkvæða sem þessir no borders flokkar gætu mögulega átt vís. Það má alls ekki gerast að enn einn ganginn að þorri þjóðarinnar verði beygður undir no borders-stefnu Vinstri grænna eða aðra skaðlega sérvisku þess flokks. Það er fyrir lifandis löngu komið nóg af slíku rugli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Vinstri græn Alþingi Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið. Hins vegar má líta á það sem trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarsamstarfsins, ætli þingflokkur Vinstri grænna, eða minnsta kosti hluti hans, að hlaupa frá áðurnefndri sátt í útlendingamálunum. Formaður þingflokks Vinstri grænna, sagði það hátt og skýrt í fyrstu umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, að flokkurinn styddi ekki frumvarpið, nema gengið yrði að kröfum þingflokks Vinstri grænna um breytingar á frumvarpinu. Slíkt er auðvitað með öllu ólíðandi, jafnvel þó þingmeirihluti sé fyrir frumvarpinu óbreyttu í þinginu. Enda væri flokkurinn, með andstöðu sinni við frumvarpið, að gefa það út að hann styddi ekki stefnu ríkisstjórnar sem hann sjálfur er aðili að í útlendingamálum. Flokkurinn væri því einn og óstuddur að stimpla sig út úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þó fyrr hefði verið, gætu einhverjir sagt. Enda þorri þjóðarinnar búinn að fá upp í kok og nánast farinn að kyngja ælunni út af alls kyns tafaleikjum og skemmdarverkum, ráðherra og þingmanna Vinstri grænna, sem tafið hafa nær alla uppbygginu á innviðum og atvinnulífi og þar með stuðlað að verri lífskjörum Íslendinga, en þau þyrftu annars að vera. Það vill nú bara þannig til, að þingflokksformaður, sagði það fullum fetum, að ef einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins styddi vantrausttillögu á Svandísi Svavarsdóttur, sem reyndar aldrei var borin upp af kunnum ástæðum, þá þýddi það stjórnarslit. Skipti þar engu hvort tillagan yrði samþykkt eða ekki. Hann er því með öðrum orðum að boða stjórnarslit, nema gengið verði enn aftur að kröfum Vinstri grænna vegna útlendingafrumvarpsins. Verði honum það að góðu að berjast við Pírata um þessi 10-15% atkvæða sem þessir no borders flokkar gætu mögulega átt vís. Það má alls ekki gerast að enn einn ganginn að þorri þjóðarinnar verði beygður undir no borders-stefnu Vinstri grænna eða aðra skaðlega sérvisku þess flokks. Það er fyrir lifandis löngu komið nóg af slíku rugli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar