Krafan er réttlæti Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 11:31 VR er öflugasta stéttarfélag landsins og stendur vörð um hagsmuni verslunar- og skrifstofufólks. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks, enda eru störf fólks í verslun og þjónustu fjölbreytt. Miklu mun fjölbreyttari en marga grunar og verslunin er ein af þeim greinum sem nú gengur í gegnum miklar breytingar vegna tæknibreytinga og vegna loftslagsmála. Þessar tæknibreytingar hafa nú þegar haft áhrif á störf félagsfólks VR og fyrirséð er að þau áhrif munu bara aukast á komandi árum. Það er brýnt verkefni VR að leggja áherslu á endurmenntun og að gerð verði krafa um aukin tækifæri til starfs- og endurmenntunar. VR hefur verið leiðandi í umræðum um framtíðina og í störfum mínum í framtíðarnefnd VR hef ég lagt áherslu á þessi mál sem og þau málefni sem tengjast réttlátum umskiptum bæði vegna tækniframfara og innleiðingu gervigreindar. Huga þarf séstaklega að álögur sem leggjast á launafólk þegar kemur að aðgerðum vegna loftslagsmála verði skipt réttlátt en leggist ekki á launafólk með meiri þunga en tilefni er til. Þetta er, að mínu mati, okkar stærsta sameiginlega áskorun til að tryggja hagsæld til framtíðar fyrir okkur í VR. Áherslur á lýðræðisvæðingu og aðkomu launafólks í ákvarðanatöku eru jafnframt afar mikilvægar til þess að tryggja að horft sé til hagsmuna launafólks og samfélagsins alls, en ekki einvörðungu fjárfesta sem mögulega horfa eingöngu til skammtíma gróðavonar. Það er engin tilviljun að ég legg þessa miklu áherslu á réttlát umskipti, því það er megin verkefni VR að verja réttindi VR félaga í þeim breytingum sem við nú göngum í gegnum. Eldra félagsfólk Á sama tíma er mikilvægt að huga vel að málefnum eldra félagsfólks í VR. Mögulegir aldursfordómar á vinnumarkaði, húsnæðismál eldri félagsmanna, lífeyrismál og skerðingar eru dæmi um mál sem huga þarf að þegar kemur að eldra félagsfólki í VR. Því þessi hópur er sannarlega ein af þeim viðkvæmari þegar kemur að breytingum á vinnumarkaði. VR hefur verið í fararbroddi þegar kemur að hagsmunagæslu eldra félagsfólks og varð fyrst stéttarfélaga til þess að móta áherslur sem snúa beint að hagsmunum eldri félaga í VR. Ég legg á það áherslu að VR haldi þessu frumkvæði gagnvart hagsmunum eldri félaga. Eitt af stóru málunum í þessu efni er staðan á húsnæðismarkaði. Ég tel að jafnvægi á húsnæðismarkaði þurfi að vera til staðar á milli leigu- og eignarhúsnæðis og huga þurfi sérstaklega að bæði fyrstu kaupendum og eldra fólki sem hefur áhuga á að minnka við sig. Húsnæðismál Með frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst VR, hefur grettistaki verið lyft með stofnun Íbúðafélagsins Bjargs. Bjarg hefur nú þegar byggt um 1000 íbúðir. Með tilkomu Bjargs hófst nýr kafli óhagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi og kominn er vísir að öflugu almennu húsnæðisfélagi að norrænni fyrirmynd. Enn annar mikilvægur áfangi var stiginn síðastliðið haust þegar Blær leigufélag hóf framkvæmdir við 36 íbúðir í Úlfársdal og verða þær afhentar til leigu um næstu áramót. Þar með er formlega hafinn nýr áfangi í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Byggja þarf upp fjölbreyttan eigna-og leigumarkað og endurvekja félagslegt eignaíbúðakerfi. Ég hef verið í forystu um þennan málflokk innan VR og er verkefnið mitt hjartans mál. Ég tel að markvisst þurfi að byggja upp fjölbreyttan húsnæðismarkað hér á landi. Þar á ég við sterkt kerfi leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu sem Bjarg fellur undir og leigukerfi og hugmyndafræði sem Blær byggir á. Með því móti fæst nauðsynlegt aðhald fyrir félög sem rekin eru á markaðslegum forsendum og félög á borð við Ölmu starfi ekki á markaði þar sem ríkir skortur og sem endurspeglar hátt húsnæðisverð. Heilbrigt húsnæðiskerfi þarf að innihalda öll möguleg form af búsetuúrræðum, s.s. félagslegar leiguíbúðir, hagkvæmar leiguíbúðir í almenna íbúðakerfinu eins og Bjarg, sem og séreignakerfi eins og algengast er á Íslandi og einnig félagslegar eignaíbúðir. Endurvekja þarf félagslega eignaíbúðakerfið sem flestir kannast við sem verkamannabústaðakerfið, en var illu heilli aflagt upp úr 1990. Kröfur okkar eru ekki óeðlilegar eða ósanngjarnar. Þær eru krafa um réttlæti fyrir hönd launafólks, sem telur að ofur áhersla á hagnaðardrifinn leigumarkað hafi orðið til þess fólk á leigumarkaði býr við óöryggi, á meðan fjárfestar hafa mokað hundruðum milljóna ofan í eigi vasa. Höfundur er stjórnarmaður í VR og frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
VR er öflugasta stéttarfélag landsins og stendur vörð um hagsmuni verslunar- og skrifstofufólks. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks, enda eru störf fólks í verslun og þjónustu fjölbreytt. Miklu mun fjölbreyttari en marga grunar og verslunin er ein af þeim greinum sem nú gengur í gegnum miklar breytingar vegna tæknibreytinga og vegna loftslagsmála. Þessar tæknibreytingar hafa nú þegar haft áhrif á störf félagsfólks VR og fyrirséð er að þau áhrif munu bara aukast á komandi árum. Það er brýnt verkefni VR að leggja áherslu á endurmenntun og að gerð verði krafa um aukin tækifæri til starfs- og endurmenntunar. VR hefur verið leiðandi í umræðum um framtíðina og í störfum mínum í framtíðarnefnd VR hef ég lagt áherslu á þessi mál sem og þau málefni sem tengjast réttlátum umskiptum bæði vegna tækniframfara og innleiðingu gervigreindar. Huga þarf séstaklega að álögur sem leggjast á launafólk þegar kemur að aðgerðum vegna loftslagsmála verði skipt réttlátt en leggist ekki á launafólk með meiri þunga en tilefni er til. Þetta er, að mínu mati, okkar stærsta sameiginlega áskorun til að tryggja hagsæld til framtíðar fyrir okkur í VR. Áherslur á lýðræðisvæðingu og aðkomu launafólks í ákvarðanatöku eru jafnframt afar mikilvægar til þess að tryggja að horft sé til hagsmuna launafólks og samfélagsins alls, en ekki einvörðungu fjárfesta sem mögulega horfa eingöngu til skammtíma gróðavonar. Það er engin tilviljun að ég legg þessa miklu áherslu á réttlát umskipti, því það er megin verkefni VR að verja réttindi VR félaga í þeim breytingum sem við nú göngum í gegnum. Eldra félagsfólk Á sama tíma er mikilvægt að huga vel að málefnum eldra félagsfólks í VR. Mögulegir aldursfordómar á vinnumarkaði, húsnæðismál eldri félagsmanna, lífeyrismál og skerðingar eru dæmi um mál sem huga þarf að þegar kemur að eldra félagsfólki í VR. Því þessi hópur er sannarlega ein af þeim viðkvæmari þegar kemur að breytingum á vinnumarkaði. VR hefur verið í fararbroddi þegar kemur að hagsmunagæslu eldra félagsfólks og varð fyrst stéttarfélaga til þess að móta áherslur sem snúa beint að hagsmunum eldri félaga í VR. Ég legg á það áherslu að VR haldi þessu frumkvæði gagnvart hagsmunum eldri félaga. Eitt af stóru málunum í þessu efni er staðan á húsnæðismarkaði. Ég tel að jafnvægi á húsnæðismarkaði þurfi að vera til staðar á milli leigu- og eignarhúsnæðis og huga þurfi sérstaklega að bæði fyrstu kaupendum og eldra fólki sem hefur áhuga á að minnka við sig. Húsnæðismál Með frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst VR, hefur grettistaki verið lyft með stofnun Íbúðafélagsins Bjargs. Bjarg hefur nú þegar byggt um 1000 íbúðir. Með tilkomu Bjargs hófst nýr kafli óhagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi og kominn er vísir að öflugu almennu húsnæðisfélagi að norrænni fyrirmynd. Enn annar mikilvægur áfangi var stiginn síðastliðið haust þegar Blær leigufélag hóf framkvæmdir við 36 íbúðir í Úlfársdal og verða þær afhentar til leigu um næstu áramót. Þar með er formlega hafinn nýr áfangi í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Byggja þarf upp fjölbreyttan eigna-og leigumarkað og endurvekja félagslegt eignaíbúðakerfi. Ég hef verið í forystu um þennan málflokk innan VR og er verkefnið mitt hjartans mál. Ég tel að markvisst þurfi að byggja upp fjölbreyttan húsnæðismarkað hér á landi. Þar á ég við sterkt kerfi leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu sem Bjarg fellur undir og leigukerfi og hugmyndafræði sem Blær byggir á. Með því móti fæst nauðsynlegt aðhald fyrir félög sem rekin eru á markaðslegum forsendum og félög á borð við Ölmu starfi ekki á markaði þar sem ríkir skortur og sem endurspeglar hátt húsnæðisverð. Heilbrigt húsnæðiskerfi þarf að innihalda öll möguleg form af búsetuúrræðum, s.s. félagslegar leiguíbúðir, hagkvæmar leiguíbúðir í almenna íbúðakerfinu eins og Bjarg, sem og séreignakerfi eins og algengast er á Íslandi og einnig félagslegar eignaíbúðir. Endurvekja þarf félagslega eignaíbúðakerfið sem flestir kannast við sem verkamannabústaðakerfið, en var illu heilli aflagt upp úr 1990. Kröfur okkar eru ekki óeðlilegar eða ósanngjarnar. Þær eru krafa um réttlæti fyrir hönd launafólks, sem telur að ofur áhersla á hagnaðardrifinn leigumarkað hafi orðið til þess fólk á leigumarkaði býr við óöryggi, á meðan fjárfestar hafa mokað hundruðum milljóna ofan í eigi vasa. Höfundur er stjórnarmaður í VR og frambjóðandi til stjórnar VR.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun