Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson skrifar 15. mars 2024 09:31 Ég sat málþing á vegum Læknafélags Íslands í gær um sóun í heilbrigðiskerfinu. Ég kom frekar seint og hafði áhyggjur af því að ég fengi ekki sæti. Það voru óþarfa áhyggjur því þarna voru fáir á staðnum. Amk engir embættismenn né fulltrúar kosnir af almenningi. En þar sem fundinum var streymt geri ég ráð fyrir að starfsmenn okkar og fulltrúar hafi fylgst með eftir sínum hentugleikum. Þarna var boðið upp á mjög athyglisverðar samræður fjögurra lækna sem komu víða að úr kerfinu og sem náðu að snerta á mjög mörgum viðfangsefnum. Það hefði verið áhugavert, og mögulega aukið við gagnsemi málþingsins, ef þarna hefðu verið til staðar embættismenn eða kjörnir fulltrúar fólksins til að taka þátt í samræðum sem boðið var upp á undir styrkri stjórn Sirrýjar Arnardóttur fjölmiðlakonu. En hvað um það, eitt af því sem ég hjó sérstaklega eftir voru orð Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um að á hverjum einasta degi allt árið séu í kringum 100 eldri sjúklingar á spítalanum sem eru tilbúnir til útskriftar – en sem útskrifast ekki af því að það vantar viðeigandi úrræði fyrir þá til að hverfa að. Hver dagur á spítalanum fyrir hvern einstakling kostar á bilinu 150.000 til 200.000. Það eru 5-7 milljarðar á ári sem kostar að hýsa þennan hóp í dýrasta heilbrigðisúrræði landsins. Hópur sem vill ekki og þarf ekki að vera á spítalanum. Og á meðan kemst ekki fólk inn á spítalann sem þarf á því að halda. Ragnar gekk svo langt að kalla það mannréttindabrot að halda þessu fólki inni á spítalanum í óþökk þess sjálfs. Undir það má taka. Vissulega kostar að fjölga úrræðum fyrir þennan hóp. En miðað við kostnaðinn sem við nú berum vegna ástandsins gæti það borgað sig hratt að bretta upp ermar og fjölga öðrum möguleikum. Við sem erum komin á seinni hluta starfsævinnar gætum notið góðs af því í ekki svo fjarlægri framtíð. Við hljótum að geta gert betur sem þjóð. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Heilbrigðismál Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Ég sat málþing á vegum Læknafélags Íslands í gær um sóun í heilbrigðiskerfinu. Ég kom frekar seint og hafði áhyggjur af því að ég fengi ekki sæti. Það voru óþarfa áhyggjur því þarna voru fáir á staðnum. Amk engir embættismenn né fulltrúar kosnir af almenningi. En þar sem fundinum var streymt geri ég ráð fyrir að starfsmenn okkar og fulltrúar hafi fylgst með eftir sínum hentugleikum. Þarna var boðið upp á mjög athyglisverðar samræður fjögurra lækna sem komu víða að úr kerfinu og sem náðu að snerta á mjög mörgum viðfangsefnum. Það hefði verið áhugavert, og mögulega aukið við gagnsemi málþingsins, ef þarna hefðu verið til staðar embættismenn eða kjörnir fulltrúar fólksins til að taka þátt í samræðum sem boðið var upp á undir styrkri stjórn Sirrýjar Arnardóttur fjölmiðlakonu. En hvað um það, eitt af því sem ég hjó sérstaklega eftir voru orð Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um að á hverjum einasta degi allt árið séu í kringum 100 eldri sjúklingar á spítalanum sem eru tilbúnir til útskriftar – en sem útskrifast ekki af því að það vantar viðeigandi úrræði fyrir þá til að hverfa að. Hver dagur á spítalanum fyrir hvern einstakling kostar á bilinu 150.000 til 200.000. Það eru 5-7 milljarðar á ári sem kostar að hýsa þennan hóp í dýrasta heilbrigðisúrræði landsins. Hópur sem vill ekki og þarf ekki að vera á spítalanum. Og á meðan kemst ekki fólk inn á spítalann sem þarf á því að halda. Ragnar gekk svo langt að kalla það mannréttindabrot að halda þessu fólki inni á spítalanum í óþökk þess sjálfs. Undir það má taka. Vissulega kostar að fjölga úrræðum fyrir þennan hóp. En miðað við kostnaðinn sem við nú berum vegna ástandsins gæti það borgað sig hratt að bretta upp ermar og fjölga öðrum möguleikum. Við sem erum komin á seinni hluta starfsævinnar gætum notið góðs af því í ekki svo fjarlægri framtíð. Við hljótum að geta gert betur sem þjóð. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun