Einokunarkjöt og ríkistryggingar Sigmar Guðmundsson skrifar 23. mars 2024 09:00 Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Í vikunni eignaðist ríkið tryggingafélag, þrátt fyrir að ekki nokkur maður hafi kallað eftir því að ríkið færi í samkeppni við einkaaðila um ferðatryggingar til Tene og gæludýratryggingar. Í vikunni var líka samþykkt að kjötafurðarstöðvar megi hafa með sér samráð um verð og verkaskiptingu. Breytingarnar heimila líka öllum á þessum markaði að sameinast í eitt einokunarfyrirtæki, ef mönnum sýnist svo. Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, SS, Matafjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings sem metið er á rúma 60 milljarða. Ólöglegt samráð er orðið löglegt á þessum markaði og Samkeppniseftirlitinu gert að hætta að skipta sér af því sem þar fer fram. Það sem er glæpur á flestum mörkuðum er núna fullkomlega löglegt þegar um er að ræða kjöt og mjólk. Eina leiðin til eiga smá möguleika á að losna undan kjötsamráði og mjólkureinokun á Íslandi er að gerast vegan. ASÍ, Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa sagt þetta stórslys og fordæmalausa aðgerð sem vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Þetta dregur úr samkeppni og eyðir henni jafnvel alveg. Hækkar svo verð til neytenda en lækkar verðið sem bændur fá fyrir streðið. Þessu þarf að vinda ofan af og Viðreisn treystir sér í það verk. Formaður flokksins sem fer með neytenda og samkeppnismál í ríkisstjórninni gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni neytendasamtakanna og samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti fagnaði hann þessu mjög. Lengi lifi frjáls samkeppni og neytendur, eða þannig! Farsinn í kringum ríkistryggingarnar er líka sorglegur. Ríkisbanki, sem til stendur að selja að hluta, kaupir tryggingafélag , vitandi að um pólitíska stórsprengju er að ræða. Það hefur engin kallað eftir því að ríkisvaldið haslaði sér völl á tryggingamarkaði, ekkert frekar en á matvörumarkaði. Samt gerist þetta á vakt Sjálfstæðisflokksins, þvert á eigendastefnu ríkisins. Það er auðvitað hlutverk stjórnvalda og á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að tryggja með vönduðu regluverki að svona geti ekki gerst. Eftir ellefu ára samfellda valdatíð og yfirlýst markmið um að draga úr fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði ríkisvæðir ríkisbanki tryggingafélag. Og borgar fyrir með upphæð sem nemur þriðjungnum af því sem hingað til hefur fengist fyrir Íslandsbanka. Fjármálaráðherra ber ábyrgð. En það gerir Bankasýslan og bankaráð Landsbankans líka. Tryggja þarf að svona gerist ekki aftur og Viðreisn treystir sér í það verk. Þetta er sem sagt vikan sem færði okkur einokunarkjöt og tryggingafélag ríkisins. Sjálfstæðisflokknum vil ég óska til hamingju. Að ríkisvæða tryggingafélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði á örfáum dögum, er dágott verk á ekki lengri tíma. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Í vikunni eignaðist ríkið tryggingafélag, þrátt fyrir að ekki nokkur maður hafi kallað eftir því að ríkið færi í samkeppni við einkaaðila um ferðatryggingar til Tene og gæludýratryggingar. Í vikunni var líka samþykkt að kjötafurðarstöðvar megi hafa með sér samráð um verð og verkaskiptingu. Breytingarnar heimila líka öllum á þessum markaði að sameinast í eitt einokunarfyrirtæki, ef mönnum sýnist svo. Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, SS, Matafjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings sem metið er á rúma 60 milljarða. Ólöglegt samráð er orðið löglegt á þessum markaði og Samkeppniseftirlitinu gert að hætta að skipta sér af því sem þar fer fram. Það sem er glæpur á flestum mörkuðum er núna fullkomlega löglegt þegar um er að ræða kjöt og mjólk. Eina leiðin til eiga smá möguleika á að losna undan kjötsamráði og mjólkureinokun á Íslandi er að gerast vegan. ASÍ, Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa sagt þetta stórslys og fordæmalausa aðgerð sem vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Þetta dregur úr samkeppni og eyðir henni jafnvel alveg. Hækkar svo verð til neytenda en lækkar verðið sem bændur fá fyrir streðið. Þessu þarf að vinda ofan af og Viðreisn treystir sér í það verk. Formaður flokksins sem fer með neytenda og samkeppnismál í ríkisstjórninni gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni neytendasamtakanna og samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti fagnaði hann þessu mjög. Lengi lifi frjáls samkeppni og neytendur, eða þannig! Farsinn í kringum ríkistryggingarnar er líka sorglegur. Ríkisbanki, sem til stendur að selja að hluta, kaupir tryggingafélag , vitandi að um pólitíska stórsprengju er að ræða. Það hefur engin kallað eftir því að ríkisvaldið haslaði sér völl á tryggingamarkaði, ekkert frekar en á matvörumarkaði. Samt gerist þetta á vakt Sjálfstæðisflokksins, þvert á eigendastefnu ríkisins. Það er auðvitað hlutverk stjórnvalda og á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að tryggja með vönduðu regluverki að svona geti ekki gerst. Eftir ellefu ára samfellda valdatíð og yfirlýst markmið um að draga úr fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði ríkisvæðir ríkisbanki tryggingafélag. Og borgar fyrir með upphæð sem nemur þriðjungnum af því sem hingað til hefur fengist fyrir Íslandsbanka. Fjármálaráðherra ber ábyrgð. En það gerir Bankasýslan og bankaráð Landsbankans líka. Tryggja þarf að svona gerist ekki aftur og Viðreisn treystir sér í það verk. Þetta er sem sagt vikan sem færði okkur einokunarkjöt og tryggingafélag ríkisins. Sjálfstæðisflokknum vil ég óska til hamingju. Að ríkisvæða tryggingafélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði á örfáum dögum, er dágott verk á ekki lengri tíma. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun