Einokunarkjöt og ríkistryggingar Sigmar Guðmundsson skrifar 23. mars 2024 09:00 Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Í vikunni eignaðist ríkið tryggingafélag, þrátt fyrir að ekki nokkur maður hafi kallað eftir því að ríkið færi í samkeppni við einkaaðila um ferðatryggingar til Tene og gæludýratryggingar. Í vikunni var líka samþykkt að kjötafurðarstöðvar megi hafa með sér samráð um verð og verkaskiptingu. Breytingarnar heimila líka öllum á þessum markaði að sameinast í eitt einokunarfyrirtæki, ef mönnum sýnist svo. Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, SS, Matafjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings sem metið er á rúma 60 milljarða. Ólöglegt samráð er orðið löglegt á þessum markaði og Samkeppniseftirlitinu gert að hætta að skipta sér af því sem þar fer fram. Það sem er glæpur á flestum mörkuðum er núna fullkomlega löglegt þegar um er að ræða kjöt og mjólk. Eina leiðin til eiga smá möguleika á að losna undan kjötsamráði og mjólkureinokun á Íslandi er að gerast vegan. ASÍ, Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa sagt þetta stórslys og fordæmalausa aðgerð sem vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Þetta dregur úr samkeppni og eyðir henni jafnvel alveg. Hækkar svo verð til neytenda en lækkar verðið sem bændur fá fyrir streðið. Þessu þarf að vinda ofan af og Viðreisn treystir sér í það verk. Formaður flokksins sem fer með neytenda og samkeppnismál í ríkisstjórninni gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni neytendasamtakanna og samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti fagnaði hann þessu mjög. Lengi lifi frjáls samkeppni og neytendur, eða þannig! Farsinn í kringum ríkistryggingarnar er líka sorglegur. Ríkisbanki, sem til stendur að selja að hluta, kaupir tryggingafélag , vitandi að um pólitíska stórsprengju er að ræða. Það hefur engin kallað eftir því að ríkisvaldið haslaði sér völl á tryggingamarkaði, ekkert frekar en á matvörumarkaði. Samt gerist þetta á vakt Sjálfstæðisflokksins, þvert á eigendastefnu ríkisins. Það er auðvitað hlutverk stjórnvalda og á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að tryggja með vönduðu regluverki að svona geti ekki gerst. Eftir ellefu ára samfellda valdatíð og yfirlýst markmið um að draga úr fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði ríkisvæðir ríkisbanki tryggingafélag. Og borgar fyrir með upphæð sem nemur þriðjungnum af því sem hingað til hefur fengist fyrir Íslandsbanka. Fjármálaráðherra ber ábyrgð. En það gerir Bankasýslan og bankaráð Landsbankans líka. Tryggja þarf að svona gerist ekki aftur og Viðreisn treystir sér í það verk. Þetta er sem sagt vikan sem færði okkur einokunarkjöt og tryggingafélag ríkisins. Sjálfstæðisflokknum vil ég óska til hamingju. Að ríkisvæða tryggingafélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði á örfáum dögum, er dágott verk á ekki lengri tíma. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þetta var dapurleg vika fyrir fólk sem hefur þá sannfæringu að markaðshyggja og minni ríkisafskipti séu til bóta. Glötuð vika fyrir fólk sem trúir að frjáls, heilbrigð samkeppni sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör fólks sem nú þegar er að kikna undan séríslenskum okurvöxtum og verðbólgubrjálæðinu. Í vikunni eignaðist ríkið tryggingafélag, þrátt fyrir að ekki nokkur maður hafi kallað eftir því að ríkið færi í samkeppni við einkaaðila um ferðatryggingar til Tene og gæludýratryggingar. Í vikunni var líka samþykkt að kjötafurðarstöðvar megi hafa með sér samráð um verð og verkaskiptingu. Breytingarnar heimila líka öllum á þessum markaði að sameinast í eitt einokunarfyrirtæki, ef mönnum sýnist svo. Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, SS, Matafjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings sem metið er á rúma 60 milljarða. Ólöglegt samráð er orðið löglegt á þessum markaði og Samkeppniseftirlitinu gert að hætta að skipta sér af því sem þar fer fram. Það sem er glæpur á flestum mörkuðum er núna fullkomlega löglegt þegar um er að ræða kjöt og mjólk. Eina leiðin til eiga smá möguleika á að losna undan kjötsamráði og mjólkureinokun á Íslandi er að gerast vegan. ASÍ, Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hafa sagt þetta stórslys og fordæmalausa aðgerð sem vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Þetta dregur úr samkeppni og eyðir henni jafnvel alveg. Hækkar svo verð til neytenda en lækkar verðið sem bændur fá fyrir streðið. Þessu þarf að vinda ofan af og Viðreisn treystir sér í það verk. Formaður flokksins sem fer með neytenda og samkeppnismál í ríkisstjórninni gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni neytendasamtakanna og samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti fagnaði hann þessu mjög. Lengi lifi frjáls samkeppni og neytendur, eða þannig! Farsinn í kringum ríkistryggingarnar er líka sorglegur. Ríkisbanki, sem til stendur að selja að hluta, kaupir tryggingafélag , vitandi að um pólitíska stórsprengju er að ræða. Það hefur engin kallað eftir því að ríkisvaldið haslaði sér völl á tryggingamarkaði, ekkert frekar en á matvörumarkaði. Samt gerist þetta á vakt Sjálfstæðisflokksins, þvert á eigendastefnu ríkisins. Það er auðvitað hlutverk stjórnvalda og á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að tryggja með vönduðu regluverki að svona geti ekki gerst. Eftir ellefu ára samfellda valdatíð og yfirlýst markmið um að draga úr fyrirferð ríkisins á fjármálamarkaði ríkisvæðir ríkisbanki tryggingafélag. Og borgar fyrir með upphæð sem nemur þriðjungnum af því sem hingað til hefur fengist fyrir Íslandsbanka. Fjármálaráðherra ber ábyrgð. En það gerir Bankasýslan og bankaráð Landsbankans líka. Tryggja þarf að svona gerist ekki aftur og Viðreisn treystir sér í það verk. Þetta er sem sagt vikan sem færði okkur einokunarkjöt og tryggingafélag ríkisins. Sjálfstæðisflokknum vil ég óska til hamingju. Að ríkisvæða tryggingafélag og tryggja einokun milliliða í landbúnaði á örfáum dögum, er dágott verk á ekki lengri tíma. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun