Bessastaðir eða Bossastaðir Bergvin Oddsson skrifar 31. mars 2024 07:00 Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum. Annars vegar hvernig standi á því í fámennu ríki á borð við Ísland þar sem tæplega 300.000 einstaklingar eru á kjörskrá og eingöngu tæplega 200.000 einstaklingar eru kjörgengir til þess að gegna forsetaembættinu. Í stóru ríki á borð við Bandaríkin eru 2-3 frambjóðendur. Á dögunum voru finnsku forsetakosningarnar haldnar og voru rúmlega 10 manns í kjöri og mætti svo lengi telja. Hér á landi erum við að fara horfa upp á 30-50 einstaklinga gefa kost á sér í þessu fámenna landi. Ágætt er að rifja hér upp að fyrir nokkrum árum síðan voru lög um Forseta Íslands breytt á þá vegu að þegar forsetinn lætur af embætti þiggi hann aðeins sex mánaða biðlaun. Ólíkt því sem fyrrverandi forsetar, þau Vigdís og Ólafur, njóta ævilangt að þiggja laun forseta. Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur. Hins vegar langar mig að varpa þeirri spurningu hér fram hvort það væri ekki eðlilegt í ljósi sögunnar að forsetinn hefur setið á friðarstóli í gegnum tíðina með örfáum undantekningum að lengja kjörtímabil forsetans í 6 eða jafnvel 8 ár. Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þennan samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld. Breytum Stjórnarskránni Nú verðum við sem þjóð að taka okkur saman í andlitinu og auðvitað háttvirtir þingmenn einnig og breyta íslensku Stjórnarskránni. Í dag þurfa frambjóðendur að lágmarki 1500 meðmælendur og að hámarki 3.000. Þetta er gömul hefð og regla síðan á lýðveldisstofnun og þjóðinni talsvert búið að fjölga síðan á 5. áratug sl. aldar. Verra er þó að forsetinn þurfi ekki að lágmarki helming atkvæða til að ná kjöri eins og víðast hvar er í öðrum ríkjum. Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda. Það er ótrúlegt í 80 ára lýðveldissögunni að alþingi hafi ekki fyri löngu breytt þessari reglu að forseti þurfi að hljóta lágmark 50% atkvæða, ella þurfi að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna eða já á milli efstu þriggja. Hommi, kona eða Eyjamaður Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrði Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem Eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá Eyjamann á Bessastaði..... Veljum frambærasta frambjóðandann hvort sem viðkomandi er gagnkynhneigður, samkynhneigður, kona eða kvár, Eyjamaður eða Skagamaður. Berum virðingu fyrir hvort öðru og tölum um meðframbjóðendur en ekki andstæðinga í komandi forsetakosningum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ekki forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum. Annars vegar hvernig standi á því í fámennu ríki á borð við Ísland þar sem tæplega 300.000 einstaklingar eru á kjörskrá og eingöngu tæplega 200.000 einstaklingar eru kjörgengir til þess að gegna forsetaembættinu. Í stóru ríki á borð við Bandaríkin eru 2-3 frambjóðendur. Á dögunum voru finnsku forsetakosningarnar haldnar og voru rúmlega 10 manns í kjöri og mætti svo lengi telja. Hér á landi erum við að fara horfa upp á 30-50 einstaklinga gefa kost á sér í þessu fámenna landi. Ágætt er að rifja hér upp að fyrir nokkrum árum síðan voru lög um Forseta Íslands breytt á þá vegu að þegar forsetinn lætur af embætti þiggi hann aðeins sex mánaða biðlaun. Ólíkt því sem fyrrverandi forsetar, þau Vigdís og Ólafur, njóta ævilangt að þiggja laun forseta. Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur. Hins vegar langar mig að varpa þeirri spurningu hér fram hvort það væri ekki eðlilegt í ljósi sögunnar að forsetinn hefur setið á friðarstóli í gegnum tíðina með örfáum undantekningum að lengja kjörtímabil forsetans í 6 eða jafnvel 8 ár. Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þennan samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld. Breytum Stjórnarskránni Nú verðum við sem þjóð að taka okkur saman í andlitinu og auðvitað háttvirtir þingmenn einnig og breyta íslensku Stjórnarskránni. Í dag þurfa frambjóðendur að lágmarki 1500 meðmælendur og að hámarki 3.000. Þetta er gömul hefð og regla síðan á lýðveldisstofnun og þjóðinni talsvert búið að fjölga síðan á 5. áratug sl. aldar. Verra er þó að forsetinn þurfi ekki að lágmarki helming atkvæða til að ná kjöri eins og víðast hvar er í öðrum ríkjum. Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda. Það er ótrúlegt í 80 ára lýðveldissögunni að alþingi hafi ekki fyri löngu breytt þessari reglu að forseti þurfi að hljóta lágmark 50% atkvæða, ella þurfi að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna eða já á milli efstu þriggja. Hommi, kona eða Eyjamaður Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrði Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem Eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá Eyjamann á Bessastaði..... Veljum frambærasta frambjóðandann hvort sem viðkomandi er gagnkynhneigður, samkynhneigður, kona eða kvár, Eyjamaður eða Skagamaður. Berum virðingu fyrir hvort öðru og tölum um meðframbjóðendur en ekki andstæðinga í komandi forsetakosningum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ekki forsetaframbjóðandi.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun