Mengun á við 1,7 milljón manns í boði SFS Jón Kaldal skrifar 15. apríl 2024 10:17 Af hverju þarf sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu mengunarvarnarlögum og önnur starfsemi? Það verður spennandi að sjá hvort þessari spurningu er svarað í umhverfisskýrslu SFS „Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi“ sem verður kynnt á hádegisfundi samtakanna á Grand hóteli í dag. Nú eru um 37 þúsund tonn af eldislaxi í sjókvíum við Ísland. Samkvæmt norsku umhverfisstofnunni er skólp frá hverju tonni af eldislaxi í sjókví ígildi skólps frá 16 manneskjum. Þetta þýðir að skólpið sem streymir nú óhreinsað í gegnum netmöskvana er á við 592.000 manns, eða ríflega 50 prósent umfram þann fjölda af fólki sem býr á Íslandi. Ef framleiðslan nær því hámarki sem gert ráð fyrir verður þessi mengun á við 1,7 milljón manns. Það er á við um 4,5 sinnum fjölda íbúa landsins. Í boði SFS. Ekki geðslegur kokteill Og úrgangurinn sem flæðir óhindraður í hafið frá sjókvíaeldi er ekki huggulegur kokteill. Í honum eru fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast í miklu magni, skordýraeitur sem er notað gegn lúsinni og þungmálmurinn kopar, sem er notaður í ásætuvarnir til að koma í veg fyrir að gróður og sjávarlífverur festi sig á netapokana. Norska Hafrannsóknastofnunin hefur vakið athygli á því að óheft notkun ásætuvarna sem innihalda kopar (svokallað koparoxíð) er grafalvarlegt mál. Efnið leysist ekki upp í náttúrunni heldur hleðst upp og er baneitrað fyrir lífríkið. Í nýlegri skýrslu norska Hafró er bent á að framleiðslufyrirtækjum á landi er umsvifalaust lokað ef þau losa meira en tvö kíló af kopar út í umhverfið. Hvert sjókvíaeldissvæði losar að meðaltali 1.700 kíló á ári í sjóinn. Þetta eru efni sem Arnarlax og Arctic Fish, bæði aðildarfélög í SFS, hafa notað á netin sín um árabil. Af hverju? Af hverju er þetta leyft? kunnið þið mögulega að velta fyrir ykkur kæru lesendur. Á Íslandi gilda ströng lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, mörg ár er síðan blátt bann var lagt við notkun botnmálningar sem inniheldur kopar á skip og sveitarfélög hafa bætt við háum gjöldum á íbúa sína til að fjármagna skólphreinsistöðvar á landi. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum skildum þetta ekki heldur. Hvernig getur það viðgengist að sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu lögum og önnur starfsemi? Fyrirspurnir innan kerfisins leiddu okkur á endanum til Umhverfisráðuneytisins. Þar bárust þær skýringar að um sjókvíeldið giltu sérstök lög og reglugerðir vegna þess að „starfsemin fer fram í viðtakanum“. Hugsið ykkur. Einsog annað búdýrahald á landi þarf landeldi á laxi að lúta öllum áðurnefndum lögum um meðferð skólps, en af því að sjókvíarnar hanga í plastflotholtum í sjónum þá mega þau láta skólpið flæða beint í hafið. Eðlilega er um 70 prósent þjóðarinnar á móti svona vitleysu. Furðuleg mótsögn Þetta er ein af (mörgum) ástæðum þess að óskiljanlegt er að SFS hafi kosið að taka að sér þessa grimmu hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi. Sú starfsemi er í mótsögn við flest allt það sem íslenskur sjávarútvegur stendur fyrir þegar kemur að umgengni við umhverfið enda skaðar sjókvíaeldi lífríkið. Þar á meðal vistkerfi í fjörðum sem þjóna mikilvægu hlutverki í uppvexti ungviðis þorsktegunda. Með sjókvíaeldið innaborðs eru heitstrengingar SFS um sterka umhverfisvitund hlægilegur grænþvottur eða grátleg hræsni. Bæði jafnvel. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju þarf sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu mengunarvarnarlögum og önnur starfsemi? Það verður spennandi að sjá hvort þessari spurningu er svarað í umhverfisskýrslu SFS „Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi“ sem verður kynnt á hádegisfundi samtakanna á Grand hóteli í dag. Nú eru um 37 þúsund tonn af eldislaxi í sjókvíum við Ísland. Samkvæmt norsku umhverfisstofnunni er skólp frá hverju tonni af eldislaxi í sjókví ígildi skólps frá 16 manneskjum. Þetta þýðir að skólpið sem streymir nú óhreinsað í gegnum netmöskvana er á við 592.000 manns, eða ríflega 50 prósent umfram þann fjölda af fólki sem býr á Íslandi. Ef framleiðslan nær því hámarki sem gert ráð fyrir verður þessi mengun á við 1,7 milljón manns. Það er á við um 4,5 sinnum fjölda íbúa landsins. Í boði SFS. Ekki geðslegur kokteill Og úrgangurinn sem flæðir óhindraður í hafið frá sjókvíaeldi er ekki huggulegur kokteill. Í honum eru fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast í miklu magni, skordýraeitur sem er notað gegn lúsinni og þungmálmurinn kopar, sem er notaður í ásætuvarnir til að koma í veg fyrir að gróður og sjávarlífverur festi sig á netapokana. Norska Hafrannsóknastofnunin hefur vakið athygli á því að óheft notkun ásætuvarna sem innihalda kopar (svokallað koparoxíð) er grafalvarlegt mál. Efnið leysist ekki upp í náttúrunni heldur hleðst upp og er baneitrað fyrir lífríkið. Í nýlegri skýrslu norska Hafró er bent á að framleiðslufyrirtækjum á landi er umsvifalaust lokað ef þau losa meira en tvö kíló af kopar út í umhverfið. Hvert sjókvíaeldissvæði losar að meðaltali 1.700 kíló á ári í sjóinn. Þetta eru efni sem Arnarlax og Arctic Fish, bæði aðildarfélög í SFS, hafa notað á netin sín um árabil. Af hverju? Af hverju er þetta leyft? kunnið þið mögulega að velta fyrir ykkur kæru lesendur. Á Íslandi gilda ströng lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, mörg ár er síðan blátt bann var lagt við notkun botnmálningar sem inniheldur kopar á skip og sveitarfélög hafa bætt við háum gjöldum á íbúa sína til að fjármagna skólphreinsistöðvar á landi. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum skildum þetta ekki heldur. Hvernig getur það viðgengist að sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu lögum og önnur starfsemi? Fyrirspurnir innan kerfisins leiddu okkur á endanum til Umhverfisráðuneytisins. Þar bárust þær skýringar að um sjókvíeldið giltu sérstök lög og reglugerðir vegna þess að „starfsemin fer fram í viðtakanum“. Hugsið ykkur. Einsog annað búdýrahald á landi þarf landeldi á laxi að lúta öllum áðurnefndum lögum um meðferð skólps, en af því að sjókvíarnar hanga í plastflotholtum í sjónum þá mega þau láta skólpið flæða beint í hafið. Eðlilega er um 70 prósent þjóðarinnar á móti svona vitleysu. Furðuleg mótsögn Þetta er ein af (mörgum) ástæðum þess að óskiljanlegt er að SFS hafi kosið að taka að sér þessa grimmu hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi. Sú starfsemi er í mótsögn við flest allt það sem íslenskur sjávarútvegur stendur fyrir þegar kemur að umgengni við umhverfið enda skaðar sjókvíaeldi lífríkið. Þar á meðal vistkerfi í fjörðum sem þjóna mikilvægu hlutverki í uppvexti ungviðis þorsktegunda. Með sjókvíaeldið innaborðs eru heitstrengingar SFS um sterka umhverfisvitund hlægilegur grænþvottur eða grátleg hræsni. Bæði jafnvel. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun