Afhverju ætlar Carbfix að flytja CO2 inn til landsins? Bergur Sigfússon skrifar 22. apríl 2024 10:01 Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Á þessari mynd má sjá nokkur verkefni sem öll gera sitt í að bæta umhverfið. Árið 1904 var rafmagn fyrst framleitt með jarðhita. 102 árum síðar var Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar (í rauðum hring) gangsett en framleiðsla rafmagns og heits vatns með þessari virkjun kemur í veg fyrir umtalsverða losun koldíoxíðs sem myndi losna ef orkan væri framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis. Hið sama á við nánast öll orkuver heimsins sem framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þau koma í veg fyrir losun CO2 og sem betur fer eru margar þjóðir heims búnar að setja í fimmta gírinn í þeim málum. Annað verkefni sem kemur í veg fyrir losun CO2 er þörungaver Vaxa technologies (í grænum hring). Þar eru prótein framleidd með margfalt minni losun CO2 á hvert kíló af próteini en í hefðbundinni matvælaframleiðslu. Vaxa eru búin að þróa sína tækni í rúman áratug og það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með vexti þeirra frá því þau settu upp litla tilraunaaðstöðu á rannsóknastofu Hellisheiðarvirkjunar. Í gufunni frá kæliturnum Hellisheiðarvirkjunar leynist einnig hreinsistöð þar sem 1/3 hluti af koldíðoxíði sem kemur upp með gufunni er fangaður og þar með er dregið úr losun virkjunarinnar. Sú hreinsistöð hefur nú starfað nánast samfleytt í 10 ár. Í byggingu er ný stöð, Steingerður, sem mun klára þetta verkefni og senda rest af gasinu til niðurdælingar og steinrenningar. Þróun þessarar föngunartækni Carbfix hefur tekið u.þ.b. 15 ár en fyrsta tilraunastöðin sem var í tveimur 40 feta gámum var gangsett (í misárangursríkum skrefum) og keyrð árin 2010-2012. Hægt er að nota þessa föngunartækni við u.þ.b. helming jarðhitaorkuvera í heiminum og eitthvað af þungaiðnaði (fer eftir efnasamsetningu útblásturs) en því miður er ekki enn hægt að nota föngunartækni Carbfix við álver, til þess þarf aðra tækni. Að lokum sjást tvö lofthreinsiver samstarfsaðila okkar Climeworks, sem fanga CO2 úr andrúmslofti (bláir hringir). Allar sviðsmyndir Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna IPCC gera ráð fyrir að slíkum tólum þurfi að beita í mjög stórum stíl árið 2050 til að hreinsa upp losun fyrri kynslóða og til að kolefnisjafna þá losun sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir. Þess vegna fórum við í samstarf við Climeworks sem hafði staðið í sinni þróun síðan 2009 og erum nú búin að vera í því samstarfi í 7 ár. CO2 frá fyrra lofthreinsiverinu, Orca, sem hefur starfað frá 2021 er sent niður í Þrengsli til niðurdælingar (minnsti blái hringur) þar sem við þróuðum upphaflega Carbfix niðurdælingartæknina og prófuðum fyrst árin 2011 og 2012. Seinna lofthreinsiverið, Mammoth, er í uppkeyrslu núna en CO2 frá því verður dælt í litlu tvær kúlurnar vinstra megin við lofthreinsiverið. Og til að svara spurningunni sem varpað var fram um hvers vegna við flytjum inn CO2: Tækniþróun tekur tíma og fyrirhöfn. En afrakstur tækniþróunar á Hellisheiði og Þrengslum verður nýttur í Coda Terminal í Straumsvík til að dæla niður CO2 frá iðnaði á meginlandi Evrópu sem er tilbúinn með föngun á sinni losun. Föngun frá hérlendum álverum kemur svo síðar og þá er planið að Carbfix verði tilbúið að taka við þeim straumum Semsagt, allar lausnir í loftslagsmálum haldast í hendur og tækniþróun þeirra tekur tíma. En þetta hefst allt saman. Höfundur er tækniþróunarstjóri Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Á þessari mynd má sjá nokkur verkefni sem öll gera sitt í að bæta umhverfið. Árið 1904 var rafmagn fyrst framleitt með jarðhita. 102 árum síðar var Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar (í rauðum hring) gangsett en framleiðsla rafmagns og heits vatns með þessari virkjun kemur í veg fyrir umtalsverða losun koldíoxíðs sem myndi losna ef orkan væri framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis. Hið sama á við nánast öll orkuver heimsins sem framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þau koma í veg fyrir losun CO2 og sem betur fer eru margar þjóðir heims búnar að setja í fimmta gírinn í þeim málum. Annað verkefni sem kemur í veg fyrir losun CO2 er þörungaver Vaxa technologies (í grænum hring). Þar eru prótein framleidd með margfalt minni losun CO2 á hvert kíló af próteini en í hefðbundinni matvælaframleiðslu. Vaxa eru búin að þróa sína tækni í rúman áratug og það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með vexti þeirra frá því þau settu upp litla tilraunaaðstöðu á rannsóknastofu Hellisheiðarvirkjunar. Í gufunni frá kæliturnum Hellisheiðarvirkjunar leynist einnig hreinsistöð þar sem 1/3 hluti af koldíðoxíði sem kemur upp með gufunni er fangaður og þar með er dregið úr losun virkjunarinnar. Sú hreinsistöð hefur nú starfað nánast samfleytt í 10 ár. Í byggingu er ný stöð, Steingerður, sem mun klára þetta verkefni og senda rest af gasinu til niðurdælingar og steinrenningar. Þróun þessarar föngunartækni Carbfix hefur tekið u.þ.b. 15 ár en fyrsta tilraunastöðin sem var í tveimur 40 feta gámum var gangsett (í misárangursríkum skrefum) og keyrð árin 2010-2012. Hægt er að nota þessa föngunartækni við u.þ.b. helming jarðhitaorkuvera í heiminum og eitthvað af þungaiðnaði (fer eftir efnasamsetningu útblásturs) en því miður er ekki enn hægt að nota föngunartækni Carbfix við álver, til þess þarf aðra tækni. Að lokum sjást tvö lofthreinsiver samstarfsaðila okkar Climeworks, sem fanga CO2 úr andrúmslofti (bláir hringir). Allar sviðsmyndir Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna IPCC gera ráð fyrir að slíkum tólum þurfi að beita í mjög stórum stíl árið 2050 til að hreinsa upp losun fyrri kynslóða og til að kolefnisjafna þá losun sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir. Þess vegna fórum við í samstarf við Climeworks sem hafði staðið í sinni þróun síðan 2009 og erum nú búin að vera í því samstarfi í 7 ár. CO2 frá fyrra lofthreinsiverinu, Orca, sem hefur starfað frá 2021 er sent niður í Þrengsli til niðurdælingar (minnsti blái hringur) þar sem við þróuðum upphaflega Carbfix niðurdælingartæknina og prófuðum fyrst árin 2011 og 2012. Seinna lofthreinsiverið, Mammoth, er í uppkeyrslu núna en CO2 frá því verður dælt í litlu tvær kúlurnar vinstra megin við lofthreinsiverið. Og til að svara spurningunni sem varpað var fram um hvers vegna við flytjum inn CO2: Tækniþróun tekur tíma og fyrirhöfn. En afrakstur tækniþróunar á Hellisheiði og Þrengslum verður nýttur í Coda Terminal í Straumsvík til að dæla niður CO2 frá iðnaði á meginlandi Evrópu sem er tilbúinn með föngun á sinni losun. Föngun frá hérlendum álverum kemur svo síðar og þá er planið að Carbfix verði tilbúið að taka við þeim straumum Semsagt, allar lausnir í loftslagsmálum haldast í hendur og tækniþróun þeirra tekur tíma. En þetta hefst allt saman. Höfundur er tækniþróunarstjóri Carbfix.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun