Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:08 Það er ákaflega dapurlegt að fylgjast með því hvernig umræðan hjá stjórnsýslunni er þessa dagana. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um sjókvíaeldi, þennan mengandi stóriðnað. En vilji Íslendinga er fótum troðinn. Íslenska náttúra þarf að þola endalausan yfirgang. Fjöregg íslenskra byggða Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Síðastliðið haust stóðum við Íslendingar frammi fyrir einu mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar en ljóst er að villti laxinn bar skaða af því. En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði. Og bændur og leigutakar vörðu degi jafnt sem nóttu við að leita að eldislaxi í ánum sínum. Girt var fyrir árnar, laxastigum lokað, hylir voru skannaðir og kafað eftir eldislöxum áður en þeir næðu að blandast villta laxinum. Þar var lögð fram gríðarmikil vinna þar sem bændur og leigutakar lögðust á eitt að bjarga íslenskri náttúru. Vernda villta laxinn. Hver á að borga? Bændur, fjölskyldu þeirra og leigutakar hentu öllu öðru frá sér og óðu í verkið. Nú mörgum mánuðum seinna hafa þeir ekki fengið vinnuna við þetta greidda. Hver á að borga? Enginn er ábyrgur fyrir því er okkur sagt. Hver borgar brúsann þegar náttúran ber skaðann? Enginn. Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í. Þvílík hneisa Samúð mín er líka hjá íbúum svæða þar sem á að gefa leyfi fyrir sjókvíum þvert á vilja íbúanna. Fólk sem býr á þessum stöðum er með sína framtíðarsýn á staðinn sem það býr á, hvers vegna það kýs að búa þarna og hvernig það vill sjá umhverfi sitt þróast. Það býr einmitt á þessum stöðum til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. En það hentar illa að taka tillit til þeirra. Að þjónkast við erlenda auðmenn er það sem gera skal. Og sjókvíum skal raðað allt um kring þrátt fyrir að íbúarnir berjist á móti. Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað. Þvílík hneisa. Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi. Mönnum komið fyrir í ráðuneytum Það er hræðilegt hvernig er komið fyrir íslenskri stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldið. Norskir auðmenn taka yfir auðlindir Íslands með mengandi stóriðju í krafti þess að það sé verið að bjarga brothættum byggðum og það er allur afsláttur gefinn á leiðinni. Leyfisveitingar, viðmið og mörk sveigð til og frá til að mæta sem best kröfum erlendra auðmanna sem eru búnir að koma sínum velgjörðarmönnum fyrir í ráðuneytum og annarri stjórnsýslu. Og svo ber enginn ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Engin viðurlög við brotum. Engin hugsun á því að sjókvíaeldið er á leiðinni að útrýma villta laxinum og þar með að rústa annarri atvinnugrein, laxveiðinni. Á meðan stjórnsýslan er jafn brotakennd og veikbyggð og við horfum nú upp á hljótum við að gera kröfu um að þingmenn staldri aðeins við. Hvers vegna þessi endalausa þjónkun við erlent auðvald? Er ekki meira virði að berjast fyrir náttúrunni? Hagur hennar og okkar er nefnilega sá sami. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er ákaflega dapurlegt að fylgjast með því hvernig umræðan hjá stjórnsýslunni er þessa dagana. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um sjókvíaeldi, þennan mengandi stóriðnað. En vilji Íslendinga er fótum troðinn. Íslenska náttúra þarf að þola endalausan yfirgang. Fjöregg íslenskra byggða Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Síðastliðið haust stóðum við Íslendingar frammi fyrir einu mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar en ljóst er að villti laxinn bar skaða af því. En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði. Og bændur og leigutakar vörðu degi jafnt sem nóttu við að leita að eldislaxi í ánum sínum. Girt var fyrir árnar, laxastigum lokað, hylir voru skannaðir og kafað eftir eldislöxum áður en þeir næðu að blandast villta laxinum. Þar var lögð fram gríðarmikil vinna þar sem bændur og leigutakar lögðust á eitt að bjarga íslenskri náttúru. Vernda villta laxinn. Hver á að borga? Bændur, fjölskyldu þeirra og leigutakar hentu öllu öðru frá sér og óðu í verkið. Nú mörgum mánuðum seinna hafa þeir ekki fengið vinnuna við þetta greidda. Hver á að borga? Enginn er ábyrgur fyrir því er okkur sagt. Hver borgar brúsann þegar náttúran ber skaðann? Enginn. Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í. Þvílík hneisa Samúð mín er líka hjá íbúum svæða þar sem á að gefa leyfi fyrir sjókvíum þvert á vilja íbúanna. Fólk sem býr á þessum stöðum er með sína framtíðarsýn á staðinn sem það býr á, hvers vegna það kýs að búa þarna og hvernig það vill sjá umhverfi sitt þróast. Það býr einmitt á þessum stöðum til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. En það hentar illa að taka tillit til þeirra. Að þjónkast við erlenda auðmenn er það sem gera skal. Og sjókvíum skal raðað allt um kring þrátt fyrir að íbúarnir berjist á móti. Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað. Þvílík hneisa. Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi. Mönnum komið fyrir í ráðuneytum Það er hræðilegt hvernig er komið fyrir íslenskri stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldið. Norskir auðmenn taka yfir auðlindir Íslands með mengandi stóriðju í krafti þess að það sé verið að bjarga brothættum byggðum og það er allur afsláttur gefinn á leiðinni. Leyfisveitingar, viðmið og mörk sveigð til og frá til að mæta sem best kröfum erlendra auðmanna sem eru búnir að koma sínum velgjörðarmönnum fyrir í ráðuneytum og annarri stjórnsýslu. Og svo ber enginn ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Engin viðurlög við brotum. Engin hugsun á því að sjókvíaeldið er á leiðinni að útrýma villta laxinum og þar með að rústa annarri atvinnugrein, laxveiðinni. Á meðan stjórnsýslan er jafn brotakennd og veikbyggð og við horfum nú upp á hljótum við að gera kröfu um að þingmenn staldri aðeins við. Hvers vegna þessi endalausa þjónkun við erlent auðvald? Er ekki meira virði að berjast fyrir náttúrunni? Hagur hennar og okkar er nefnilega sá sami. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar