Heimilisleysi blasir við öryrkjum Svanberg Hreinsson skrifar 2. maí 2024 09:30 Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði. Fáir öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana flestir áður en þeir urðu öryrkjar. Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum áratug og leigjendur horfa upp á kaupmátt sinn rýrna ár frá ári samhliða hækkandi leiguverði. Þessa þróun þekki ég vel. Sem öryrki greiddi ég um síðustu mánaðamót 62% af ráðstöfunartekjum mínum í húsaleigu. Síðan greiddi ég 3,5% af mínum tekjum til lífsnauðsynlegra lyfjakaupa. Sem sagt, 65,5% í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita, rafmagn, síma og internet, tryggingar og mat. Þrátt fyrir að lifa mjög hógværu lífi, þá mun óbreyttur húsnæðismarkaður setja mig á götuna. Ég er ekki einn í þessari stöðu. Þúsundir öryrkja glíma við svipaðar og jafnvel erfiðari aðstæður. Undirstaða alls stöðuleika er húsnæðisöryggi. Fátækt fólk á Íslandi, öryrkjar, einstæðir foreldrar og fleiri jaðarsettir hópar hafa lítið sem ekkert húsnæðisöryggi. Fjölskyldur sem ekki eiga fasteign þurfa margar að flytja á hverju ári, líkt og á fardögum fyrri tíða. Þetta þýðir að börn leigjenda festa engar rætur, upplifa engan stöðuleika. Þeirra líf mun litast af baráttu foreldra þeirra fyrir þaki yfir höfuðið Nú hefur sitjandi ríkisstjórn verið við völd í nær sjö ár og gert lítið annað en að skilja húsnæðismálin eftir í sætum graut. Af hverju í ósköpunum er ekki búið að grípa til aðgerða sem skila raunverulegum árangri? Núverandi húsnæðisstefna stjórnvalda ýtir undir frekari verðbólgu, aukna stéttaskiptingu og rótleysi barnafjölskyldna. Fátækt vex og kaupmáttur dregst saman. Vonleysið sem öryrkjar upplifa er í boði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Félagsmál Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði. Fáir öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana flestir áður en þeir urðu öryrkjar. Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum áratug og leigjendur horfa upp á kaupmátt sinn rýrna ár frá ári samhliða hækkandi leiguverði. Þessa þróun þekki ég vel. Sem öryrki greiddi ég um síðustu mánaðamót 62% af ráðstöfunartekjum mínum í húsaleigu. Síðan greiddi ég 3,5% af mínum tekjum til lífsnauðsynlegra lyfjakaupa. Sem sagt, 65,5% í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita, rafmagn, síma og internet, tryggingar og mat. Þrátt fyrir að lifa mjög hógværu lífi, þá mun óbreyttur húsnæðismarkaður setja mig á götuna. Ég er ekki einn í þessari stöðu. Þúsundir öryrkja glíma við svipaðar og jafnvel erfiðari aðstæður. Undirstaða alls stöðuleika er húsnæðisöryggi. Fátækt fólk á Íslandi, öryrkjar, einstæðir foreldrar og fleiri jaðarsettir hópar hafa lítið sem ekkert húsnæðisöryggi. Fjölskyldur sem ekki eiga fasteign þurfa margar að flytja á hverju ári, líkt og á fardögum fyrri tíða. Þetta þýðir að börn leigjenda festa engar rætur, upplifa engan stöðuleika. Þeirra líf mun litast af baráttu foreldra þeirra fyrir þaki yfir höfuðið Nú hefur sitjandi ríkisstjórn verið við völd í nær sjö ár og gert lítið annað en að skilja húsnæðismálin eftir í sætum graut. Af hverju í ósköpunum er ekki búið að grípa til aðgerða sem skila raunverulegum árangri? Núverandi húsnæðisstefna stjórnvalda ýtir undir frekari verðbólgu, aukna stéttaskiptingu og rótleysi barnafjölskyldna. Fátækt vex og kaupmáttur dregst saman. Vonleysið sem öryrkjar upplifa er í boði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun