Ósáttur með tal eftirlitsmannsins í kaupfélaginu en sektin stendur Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2024 14:54 Erfitt er að tryggja eftirlit með að allir nautgripir séu örugglega úti í átta vikur á sumri. Matvælastofnun telur sig þó geta fylgst með því hvort nautgripir séu yfir höfuð settir eitthvað út á bæjum. Vísir/Vilhelm Nautgripabóndi á Vesturlandi þarf að greiða 350 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um útivist nautgripa eftir að matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar. Bóndinn kærði málið til ráðuneytisins þar sem hann setti meðal annars út á eftirlit stofunarinnar og sér í lagi hegðun eftirlitsmanns Matvælastofnunar í Kaupfélagi Borgfirðinga. Í úrskurðinum kemur fram að eftirlitsmaðurinn eigi að hafa hafið umræðu um eftirlitið við einn af bændum búsins og sagt frá því hversu mörg bú væru í skoðun í eftirlitinu, á hvaða bú væri nákvæmlega búið að fara þar að þau hafi verið tilkynnt og sömuleiðis hvaða bú myndu sleppa vegna þess að þar hafi verið ummerki eftir gripi fyrir utan fjós. Bóndinn taldi slíkt vera ófagleg vinnubrögð og ekki í samræmi vinnubrögð hjá stofnun eins og MAST sem færi með viðkvæm mál. Sagði hann samtalið hafa verið í viðurvist viðskiptavina og starfsmanna kaupfélagsins. Játaði að hafa ekki tryggt útivistina Matvælaráðuneytið staðfesti stjórnvaldsákvörðun Matvælastofnun um að sekta bóndann þar sem lágmarksútivist nautgripanna – átta vikur á sumri – hafi ekki verið uppfyllt á síðasta ári. Á bóndinn sömuleiðis að hafa játað að hafa ekki tryggt gripunum lögmælta útivist. Varðandi hegðun eftirlitsmannsins í kaupfélaginu þá leit ráðuneytið svo á að ekki væri hægt að kæra það sem snúi að verklagi starfsmannsins. Slíkt teljist ekki stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga heldur beri að beina slíku til forstjóra stofnunarinnar enda sé frekar um að ræða starfsmannamál. Misráðið Í svörum Matvælastofnunar kom fram að atvikið í kaupfélaginu hafi verið tveggja manna tal. „Eftirlitsmaðurinn þekkti viðkomandi og fékk spurningar og upplýsingar um fleiri aðila sem ekki hefðu uppfyllt skyldur um útivist nautgripa. Hafi hann með einhverjum hætti gefið í skyn að slíkt væri mögulega rétt, þá er ljóst að slíkt var misráðið.“ Af öllu virtu var það niðurstaða ráðuneytisins að Matvælastofnun hafi verið heimilt að leggja sektina á bóndann með því að vanrækja að tryggja nautgripum sínum lögmælta útivist á grónu landi sumarið 2023. Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að eftirlitsmaðurinn eigi að hafa hafið umræðu um eftirlitið við einn af bændum búsins og sagt frá því hversu mörg bú væru í skoðun í eftirlitinu, á hvaða bú væri nákvæmlega búið að fara þar að þau hafi verið tilkynnt og sömuleiðis hvaða bú myndu sleppa vegna þess að þar hafi verið ummerki eftir gripi fyrir utan fjós. Bóndinn taldi slíkt vera ófagleg vinnubrögð og ekki í samræmi vinnubrögð hjá stofnun eins og MAST sem færi með viðkvæm mál. Sagði hann samtalið hafa verið í viðurvist viðskiptavina og starfsmanna kaupfélagsins. Játaði að hafa ekki tryggt útivistina Matvælaráðuneytið staðfesti stjórnvaldsákvörðun Matvælastofnun um að sekta bóndann þar sem lágmarksútivist nautgripanna – átta vikur á sumri – hafi ekki verið uppfyllt á síðasta ári. Á bóndinn sömuleiðis að hafa játað að hafa ekki tryggt gripunum lögmælta útivist. Varðandi hegðun eftirlitsmannsins í kaupfélaginu þá leit ráðuneytið svo á að ekki væri hægt að kæra það sem snúi að verklagi starfsmannsins. Slíkt teljist ekki stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga heldur beri að beina slíku til forstjóra stofnunarinnar enda sé frekar um að ræða starfsmannamál. Misráðið Í svörum Matvælastofnunar kom fram að atvikið í kaupfélaginu hafi verið tveggja manna tal. „Eftirlitsmaðurinn þekkti viðkomandi og fékk spurningar og upplýsingar um fleiri aðila sem ekki hefðu uppfyllt skyldur um útivist nautgripa. Hafi hann með einhverjum hætti gefið í skyn að slíkt væri mögulega rétt, þá er ljóst að slíkt var misráðið.“ Af öllu virtu var það niðurstaða ráðuneytisins að Matvælastofnun hafi verið heimilt að leggja sektina á bóndann með því að vanrækja að tryggja nautgripum sínum lögmælta útivist á grónu landi sumarið 2023.
Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira