Sameiningartákn? Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 12. maí 2024 10:30 Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra. Eitt af hlutverkum forsetans er að efla stöðu Íslands alþjóðlega og styðja hagsmuni þjóðarinnar út á við, efnahagslega sem og pólitískt séð. Það er einnig æðsta hlutverk utanríkisráðherra landsins og gjörvallrar utanríkisþjónustunnar, stofnana eins og Íslandsstofu og svokallaðra Millilandaráða, sem og einkaaðila. Forsetinn vinnur jafnframt að því að efla stöðu íslenskrar menningar og lista á alþjóðasviðinu. Það gera einnig menningarmálaráðherra og -ráðuneyti, utanríkisþjónustan, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Tónlistarmiðstöð, og Miðstöð íslenskrar myndlistar, til að nefna nokkra, sem og fjöldi einkaaðila. Forsetinn leggur sitt lóð á vogarskálarnar alþjóðlega við eflingu þeirra gilda sem standa okkur næst: mannréttinda, friðar, lýðræðis og réttarríkis. Það er einnig eitt helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar og fjölda frjálsra félagasamtaka. Forsetinn veitir fulltrúum stjórnmálaflokka umboð til ríkisstjórnarmyndunar, sér til þess að í landinu sé starfshæf ríkisstjórn, og staðfestir lög frá Alþingi. Samkvæmt þingræðisreglu stjórnarskrár er ríkisstjórnarmyndun og lagasetning þó fyrst og fremst í höndum alþingismanna. Loks stendur forsetinn að jafna vörð um íslenskan menningararf, tungu, og náttúru, sem og grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi. Því hlutverki sinna einnig ótal menningarstofnanir, ráðuneyti, dómskerfið, umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og fræðasamfélagið, sem og einkaaðilar. En hvaða hlutverk stendur þá eftir, sem hvílir fyrst og síðast á herðum forsetans? Það er að vera sameiningartákn og sameiningarafl þjóðarinnar. En hvað þýðir það í raun? Það þýðir að forseti Íslands sé fólksins. Ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Að forsetinn geti sett sig í spor allra hópa samfélagsins, sama hversu vel eða illa þeir standa. Að forsetinn eigi auðvelt með að finna til samkenndar og sýna öðru fólki raunverulega samkennd. Að hlusta. Að vera algjörlega til staðar hverju sinni. Að hugsa hlutina út frá öðru fólki, samfélaginu, en ekki eingöngu sér eða sinni tilveru. Að geta myndað innihaldsrík tengsl við annað fólk, þar með talið þau sem upplifa sig á jaðri samfélagsins. Til þess að geta myndað slík tengsl þarf fólk að hafa öðlast reynslu og gengið í gegnum erfiðleika í eigin lífi, lært af þeim og vaxið. Og ekki einungis eflst og styrkts persónulega heldur einnig aukið getu sína til að setja sig í spor annarra. Aukið getu sína til að setja sjálf sitt og samfélagsstöðu sína algjörlega til hliðar þegar aðstæður kalla á. Þannig forseti gefur sig að þeim sem á þurfa að halda, og beitir í framhaldinu áhrifum sínum til að bæta stöðu þeirra. Talar þeirra máli. Þannig forseti leiðir saman ólíka hópa og stuðlar að sátt og samlyndi, eflir samfélagsheildina. Þannig forseti er fyrirmynd okkar allra. Forsetinn þarf því að búa yfir bæði lífsreynslu og visku. Við þurfum nefnilega ekki mest af öllu annan stjórnmálamann eða embættismann, eða fulltrúa hagsmunasamtaka, í stól forseta. Við þurfum heldur alls ekki einstakling sem er fyrst og fremst að hugsa um eiginn framgang og valdastöðu. Við þurfum miklu frekar einstakling sem getur áreynslulaust verið í liði okkar allra, sama á hverju bjátar. Einstakling sem stuðlar að aukinni samkennd, skilningi og hlýju innan samfélags okkar, og þar með talið aukinni samfélagsþátttöku og valdeflingu þeirra sem standa veikt. Á tímum aukinnar skautunar í samfélaginu, og þeirra félagslegu áskorana sem hraðar samfélagsbreytingar skapa, nægir að nefna snjallvæðingu og þróun gervigreindar, er þetta hlutverk forseta Íslands síst minna mikilvægt nú en áður. Núverandi forseti býr yfir þessari getu. Þessum persónueinkennum. Hann hefur gefið fólkinu sig allan í hartnær 8 ár og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. Það er að vera raunverulegt sameiningartákn. Þannig forseti vil ég áfram að leiði þjóðina. Höfundur er óákveðinn kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra. Eitt af hlutverkum forsetans er að efla stöðu Íslands alþjóðlega og styðja hagsmuni þjóðarinnar út á við, efnahagslega sem og pólitískt séð. Það er einnig æðsta hlutverk utanríkisráðherra landsins og gjörvallrar utanríkisþjónustunnar, stofnana eins og Íslandsstofu og svokallaðra Millilandaráða, sem og einkaaðila. Forsetinn vinnur jafnframt að því að efla stöðu íslenskrar menningar og lista á alþjóðasviðinu. Það gera einnig menningarmálaráðherra og -ráðuneyti, utanríkisþjónustan, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Tónlistarmiðstöð, og Miðstöð íslenskrar myndlistar, til að nefna nokkra, sem og fjöldi einkaaðila. Forsetinn leggur sitt lóð á vogarskálarnar alþjóðlega við eflingu þeirra gilda sem standa okkur næst: mannréttinda, friðar, lýðræðis og réttarríkis. Það er einnig eitt helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar og fjölda frjálsra félagasamtaka. Forsetinn veitir fulltrúum stjórnmálaflokka umboð til ríkisstjórnarmyndunar, sér til þess að í landinu sé starfshæf ríkisstjórn, og staðfestir lög frá Alþingi. Samkvæmt þingræðisreglu stjórnarskrár er ríkisstjórnarmyndun og lagasetning þó fyrst og fremst í höndum alþingismanna. Loks stendur forsetinn að jafna vörð um íslenskan menningararf, tungu, og náttúru, sem og grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi. Því hlutverki sinna einnig ótal menningarstofnanir, ráðuneyti, dómskerfið, umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og fræðasamfélagið, sem og einkaaðilar. En hvaða hlutverk stendur þá eftir, sem hvílir fyrst og síðast á herðum forsetans? Það er að vera sameiningartákn og sameiningarafl þjóðarinnar. En hvað þýðir það í raun? Það þýðir að forseti Íslands sé fólksins. Ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Að forsetinn geti sett sig í spor allra hópa samfélagsins, sama hversu vel eða illa þeir standa. Að forsetinn eigi auðvelt með að finna til samkenndar og sýna öðru fólki raunverulega samkennd. Að hlusta. Að vera algjörlega til staðar hverju sinni. Að hugsa hlutina út frá öðru fólki, samfélaginu, en ekki eingöngu sér eða sinni tilveru. Að geta myndað innihaldsrík tengsl við annað fólk, þar með talið þau sem upplifa sig á jaðri samfélagsins. Til þess að geta myndað slík tengsl þarf fólk að hafa öðlast reynslu og gengið í gegnum erfiðleika í eigin lífi, lært af þeim og vaxið. Og ekki einungis eflst og styrkts persónulega heldur einnig aukið getu sína til að setja sig í spor annarra. Aukið getu sína til að setja sjálf sitt og samfélagsstöðu sína algjörlega til hliðar þegar aðstæður kalla á. Þannig forseti gefur sig að þeim sem á þurfa að halda, og beitir í framhaldinu áhrifum sínum til að bæta stöðu þeirra. Talar þeirra máli. Þannig forseti leiðir saman ólíka hópa og stuðlar að sátt og samlyndi, eflir samfélagsheildina. Þannig forseti er fyrirmynd okkar allra. Forsetinn þarf því að búa yfir bæði lífsreynslu og visku. Við þurfum nefnilega ekki mest af öllu annan stjórnmálamann eða embættismann, eða fulltrúa hagsmunasamtaka, í stól forseta. Við þurfum heldur alls ekki einstakling sem er fyrst og fremst að hugsa um eiginn framgang og valdastöðu. Við þurfum miklu frekar einstakling sem getur áreynslulaust verið í liði okkar allra, sama á hverju bjátar. Einstakling sem stuðlar að aukinni samkennd, skilningi og hlýju innan samfélags okkar, og þar með talið aukinni samfélagsþátttöku og valdeflingu þeirra sem standa veikt. Á tímum aukinnar skautunar í samfélaginu, og þeirra félagslegu áskorana sem hraðar samfélagsbreytingar skapa, nægir að nefna snjallvæðingu og þróun gervigreindar, er þetta hlutverk forseta Íslands síst minna mikilvægt nú en áður. Núverandi forseti býr yfir þessari getu. Þessum persónueinkennum. Hann hefur gefið fólkinu sig allan í hartnær 8 ár og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. Það er að vera raunverulegt sameiningartákn. Þannig forseti vil ég áfram að leiði þjóðina. Höfundur er óákveðinn kjósandi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun