Forsetaframbjóðendur undir áhrifum Kremlverja? Bjarni Már Magnússon skrifar 17. maí 2024 09:31 Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Einkum verður það að teljast nokkuð ískyggilegt að nokkrir þeirra trúi þeim misskilningi að Ísland fylgi hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og að sérstök stefnubreyting hafi falist í stuðningi íslenskra stjórnvalda við vopnakaup til handa varnarbaráttu Úkraínu í tilvistarstríði landsins gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands. Hlutleysi Íslands Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust. Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Vopnakaup til Úkraínu Þann 24. febrúar 2022 réðst Rússland inn í Úkraínu og greip um leið til sjálfsvarnar sem er órjúfanlegur réttur ríkja í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landvinningastríð Rússa er háð í því skyni að má út sjálfstæði og tilveru fullvalda ríkis í Evrópu. Í framhaldinu af innrásinni óskaði Úkraínu eftir liðsinni annarra ríkja til að verjast Rússum. Er skemmst frá því að segja að nánast öll þau ríki sem við teljum standa okkur næst hafa verið framarlega í flokki þeirra sem styðja við varnir Úkraínu; þar á meðal ríki sem eiga landamæri að Rússlandi og eru líkleg til þess að vera framarlega á „matseðli“ Kremlarvaldsins ef það fengi frjálsar hendur um árásir á þá nágranna sem það ágirnist. Hefur Ísland verið meðal þeirra ríkja sem hefur svarað kallinu og virðast sumir telja að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt með því að styðja við innkaup Tékka á skotfærum til handa Úkraínumönnum fyrir tvær milljónir Evra og að í þessu felist mikil stefnubreyting. Þetta er líka algjörlega rangt. Ísland hefur áður greitt í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn síðustu tvö árin. Þá hefur utanríkisráðherra Íslands margsinnis sagt að þegar kemur að stuðningi við Úkraínu þá eigum við að hlusta eftir þörfum þeirra en ekki bjóðast til að aðstoða einungis samkvæmt okkar eigin smekk og hentugleik. Talpunktar Kremlar? Það er áhyggjuefni að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega sem forsetaefni gerist berir af þeirri vanþekkingu á utanríkishagsmunum, utanríkisstefnu og sögu Íslands eins og gerðist í umræðunum í gær. Fyrir þann sem ekki vissi betur gæti sá grunur vaknað að talpunktar Kremlar hafi skotið rótum í umræður íslenskra forsetaframbjóðenda. Þótt vitaskuld séu frambjóðendurnir ekki að flytja slíka talpunkta þá er það raunverulegt vandamál ef það hljómar þannig. Frambjóðendur til embættis forseta þurf að vera nægilega læsir á stöðuna í heimsmálum til þess að tala ekki með þeim hætti að slíkar grunsemdir vakni. Vonandi nýta alvarlegir frambjóðendur til embættis forseta tækifærið á næstu dögum til þess að leiðrétta þá mynd sem birtist í gær. Það er eðlilegt að þeir taki af allan vafa um hvort þeir styðji þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem hefur verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum Alþingis í sérstakri langtímastefnu, að Ísland ætli óhikað að taka afstöðu með Úkraínu og við hið helstu vina- og bandalagsríkja okkar, gegn bæði innrás Rússlands í Úkraínu og undirróðri þeirra gegn þeim gildum sem vestræn samfélög eru reist á. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Einkum verður það að teljast nokkuð ískyggilegt að nokkrir þeirra trúi þeim misskilningi að Ísland fylgi hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og að sérstök stefnubreyting hafi falist í stuðningi íslenskra stjórnvalda við vopnakaup til handa varnarbaráttu Úkraínu í tilvistarstríði landsins gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands. Hlutleysi Íslands Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust. Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Vopnakaup til Úkraínu Þann 24. febrúar 2022 réðst Rússland inn í Úkraínu og greip um leið til sjálfsvarnar sem er órjúfanlegur réttur ríkja í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landvinningastríð Rússa er háð í því skyni að má út sjálfstæði og tilveru fullvalda ríkis í Evrópu. Í framhaldinu af innrásinni óskaði Úkraínu eftir liðsinni annarra ríkja til að verjast Rússum. Er skemmst frá því að segja að nánast öll þau ríki sem við teljum standa okkur næst hafa verið framarlega í flokki þeirra sem styðja við varnir Úkraínu; þar á meðal ríki sem eiga landamæri að Rússlandi og eru líkleg til þess að vera framarlega á „matseðli“ Kremlarvaldsins ef það fengi frjálsar hendur um árásir á þá nágranna sem það ágirnist. Hefur Ísland verið meðal þeirra ríkja sem hefur svarað kallinu og virðast sumir telja að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt með því að styðja við innkaup Tékka á skotfærum til handa Úkraínumönnum fyrir tvær milljónir Evra og að í þessu felist mikil stefnubreyting. Þetta er líka algjörlega rangt. Ísland hefur áður greitt í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn síðustu tvö árin. Þá hefur utanríkisráðherra Íslands margsinnis sagt að þegar kemur að stuðningi við Úkraínu þá eigum við að hlusta eftir þörfum þeirra en ekki bjóðast til að aðstoða einungis samkvæmt okkar eigin smekk og hentugleik. Talpunktar Kremlar? Það er áhyggjuefni að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega sem forsetaefni gerist berir af þeirri vanþekkingu á utanríkishagsmunum, utanríkisstefnu og sögu Íslands eins og gerðist í umræðunum í gær. Fyrir þann sem ekki vissi betur gæti sá grunur vaknað að talpunktar Kremlar hafi skotið rótum í umræður íslenskra forsetaframbjóðenda. Þótt vitaskuld séu frambjóðendurnir ekki að flytja slíka talpunkta þá er það raunverulegt vandamál ef það hljómar þannig. Frambjóðendur til embættis forseta þurf að vera nægilega læsir á stöðuna í heimsmálum til þess að tala ekki með þeim hætti að slíkar grunsemdir vakni. Vonandi nýta alvarlegir frambjóðendur til embættis forseta tækifærið á næstu dögum til þess að leiðrétta þá mynd sem birtist í gær. Það er eðlilegt að þeir taki af allan vafa um hvort þeir styðji þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem hefur verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum Alþingis í sérstakri langtímastefnu, að Ísland ætli óhikað að taka afstöðu með Úkraínu og við hið helstu vina- og bandalagsríkja okkar, gegn bæði innrás Rússlands í Úkraínu og undirróðri þeirra gegn þeim gildum sem vestræn samfélög eru reist á. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun